Fótbolti

Tap í lokaleik Wambach

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wambach kveður áhorfendur.
Wambach kveður áhorfendur. vísir/Getty
Abby Wambach lék í nótt sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinum er bandaríska landsliðið tapaði fyrir því kínverska, 1-0, í vináttulandsleik í New Orleans.

33 þúsund manns kvöddu Wambach í nótt og mátti sjá að hún var þegar komin með tár í augun áður en leikurinn í byrjaði.

Sjá einnig: Kveðjustund hjá engri venjulegri knattspyrnukonu

Kínverjar spilltu hins vegar kveðjuveislunni með því að verða fyrsta liðið í áratug til að vinna Bandaríkin í Bandaríkjunum. Wang Shuang skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu er skot hennar breytti um stefnu á varnarmanni.

Bandaríkin hafði unnið 104 leiki í röð á heimavelli en þrátt fyrir nokkur ágæt færi náði Wambach ekki að skora. Hún var tekin af velli á 72. mínútu.

Sjá einnig: Átta gegn Íslandi

„Mér finnst það við hæfi að ég hafi spilað í 70 mínútur og að okkur hafi ekki tekist að skora,“ sagði Wambach í léttum dúr eftir leikinn í nótt. „En þetta er allt í góðu lagi. Það er tímabært að ég fari. Þessir ungu leikmenn eiga svo mikið fram undan og ég hef notið þeirrar blessunar að hafa verið hluti af þessu liði í svo langan tíma.“

„Liðið er í þeirra höndum núna,“ sagði Wambach í tilfinningaþrungnu viðtali.

Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Kveðjustund hjá engri venjulegri knattspyrnukonu

Abby Wambach spilaði í nótt sinn 255. og síðasta leik fyrir bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta en þar með er á enda stórbrotinn ferill markahæsta landsliðsmanns knattspyrnusögunnar. Leiðtogi bandaríska landsliðsins síðustu ár kveður sem heimsmeistari en er örugglega ekki hætt að segja sína skoðun.

Átta gegn Íslandi

Abby Wambach hafði fyrir leikinn í nótt skorað 184 mörk fyrir bandaríska landsliðið og komst á blað á móti 33 þjóðum á landsliðsferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×