Kveðjustund hjá engri venjulegri knattspyrnukonu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2015 06:30 Wambach segir bless. vísir/getty Það féllu örugglega mörg tár á kveðjustund Abby Wambach í New Orleans í nótt. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem leikmaður á borð við Abby Wambach setur skóna upp á hillu. Það var kannski við hæfi að hún hafi í raun spilað fullt af kveðjuleikjum því bandaríska landsliðið hefur fagnað heimsmeistaratitlinum frá því í sumar með því að spila tíu leiki um öll Bandaríkin. Sá síðasti af þeim var á móti Kína í nótt. Í tæp fimmtán ár hefur Abby Wambach farið fyrir einu besta landsliði heims, unnið allt sem hægt er að vinna og skorað fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í sögunni, karl eða kona. Það er ekki nóg með að Abby Wambach hafi skorað 184 mörk í 255 landsleikjum, skorað 24 mörk á stórmótum, unnið tvö Ólympíugull og einn heimsmeistaratitil. Hún hefur einnig farið fyrir liðinu innan sem utan vallar og oftar en ekki vakið athygli á stöðu kvenna innan íþróttaheimsins. Umræddur heimsmeistaratitill ætlaði þó aldrei að komast í hús. Brons á fyrstu tveimur heimsmeistaramótunum og tap í vítakeppni í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum. Abby talaði um það í langan tíma að það eina sem vantaði væri að vinna heimsmeistaratitilinn. Það tókst ekki fyrr en í fjórðu tilraun. Sumir bjuggust við að sjá Abby Wambach spila eitt ár í viðbót og bæta við þriðja Ólympíugullinu í Ríó á næst ári en hún vissi að hennar tími er kominn. „Sú staðreynd að ég hafði ekki unnið heimsmeistaratitilinn gerði það að verkum að ég píndi mig áfram síðasta eina og hálfa árið. Ef við hefðum unnið HM 2011 hefði ég líka hætt eftir gullið á Ólympíuleikunum árið eftir,“ sagði Wambach. Abby Wambach bætti markamet Miu Hamm árið 2013 og varð enn fremur árið 2012 fyrsta bandaríska knattspyrnukonan í heilan áratug til að vera kosin besta knattspyrnukona heims eða síðan Hamm fékk þau verðlaun síðast. Það er sama hvar borið er niður meðal liðsfélaga hennar, allir líta jafn mikið upp til hennar. „Hún kemur okkur af stað. Það er hennar hlutverk. Hún er leiðtogi. Hún bölvar, hún öskrar. Hún er leikmaður sem fórnar sér í allt og gerir allt sem hún getur til að vinna,“ sagði Carli Lloyd, besti leikmaður bandaríska landsliðsins á HM í Kanada. „Hún hefur verið andlit kvennafótboltans í svo mörg ár. Abby er fótboltakona sem við munum tala um í mörg ár til viðbótar,“ sagði Alex Morgan sem verður nú aðalframherji bandaríska landsliðsins. Sú virðing sem Abby hefur unnið sér á sér fáar hliðstæður. Rochester, borgin sem hún er frá, heldur upp á Abby Wambach dag 20. júlí og hún fékk einnig lykil að borginni árið 2011. „Það sem Abby kenndi mér í gegnum árin er að vera djörf, hugrökk og ekta. Þannig fyllt hún mig eldmóði og þannig hreif hún okkur með sér. Hana dreymir stóra drauma og hún notar stór orð. Allt sem hún gerir er stórt,“ sagði landsliðskonan Heather O'Reilly. Wambach talaði líka um það að það hefði verið auðveldara að stíga frá borði nú þegar hún var komin í mun minna hlutverk innan liðsins en Wambach byrjaði á varamannabekknum stærsta hluta heimsmeistaramótsins síðasta sumar. Baráttukonan Abby Wambach er hins vegar ekki að leggjast í helgan stein. Það sjá allir hana fyrir sér sem lykilpersónu í baráttu fyrir jafnrétti kvenna og karla í fótboltaheiminum. Hún hefur líka talað um það sjálf. Abby Wambach þorir að segja sitt álit og berjast fyrir því sem hún trúir á. Hún hefur þegar hjálpað kvennafótboltanum að vaxa og dafna sem leikmaður og hver veit nema hún sé ein af konunum sem munu láta til sín taka innan FIFA í framtíðinni. Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Það féllu örugglega mörg tár á kveðjustund Abby Wambach í New Orleans í nótt. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem leikmaður á borð við Abby Wambach setur skóna upp á hillu. Það var kannski við hæfi að hún hafi í raun spilað fullt af kveðjuleikjum því bandaríska landsliðið hefur fagnað heimsmeistaratitlinum frá því í sumar með því að spila tíu leiki um öll Bandaríkin. Sá síðasti af þeim var á móti Kína í nótt. Í tæp fimmtán ár hefur Abby Wambach farið fyrir einu besta landsliði heims, unnið allt sem hægt er að vinna og skorað fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í sögunni, karl eða kona. Það er ekki nóg með að Abby Wambach hafi skorað 184 mörk í 255 landsleikjum, skorað 24 mörk á stórmótum, unnið tvö Ólympíugull og einn heimsmeistaratitil. Hún hefur einnig farið fyrir liðinu innan sem utan vallar og oftar en ekki vakið athygli á stöðu kvenna innan íþróttaheimsins. Umræddur heimsmeistaratitill ætlaði þó aldrei að komast í hús. Brons á fyrstu tveimur heimsmeistaramótunum og tap í vítakeppni í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum. Abby talaði um það í langan tíma að það eina sem vantaði væri að vinna heimsmeistaratitilinn. Það tókst ekki fyrr en í fjórðu tilraun. Sumir bjuggust við að sjá Abby Wambach spila eitt ár í viðbót og bæta við þriðja Ólympíugullinu í Ríó á næst ári en hún vissi að hennar tími er kominn. „Sú staðreynd að ég hafði ekki unnið heimsmeistaratitilinn gerði það að verkum að ég píndi mig áfram síðasta eina og hálfa árið. Ef við hefðum unnið HM 2011 hefði ég líka hætt eftir gullið á Ólympíuleikunum árið eftir,“ sagði Wambach. Abby Wambach bætti markamet Miu Hamm árið 2013 og varð enn fremur árið 2012 fyrsta bandaríska knattspyrnukonan í heilan áratug til að vera kosin besta knattspyrnukona heims eða síðan Hamm fékk þau verðlaun síðast. Það er sama hvar borið er niður meðal liðsfélaga hennar, allir líta jafn mikið upp til hennar. „Hún kemur okkur af stað. Það er hennar hlutverk. Hún er leiðtogi. Hún bölvar, hún öskrar. Hún er leikmaður sem fórnar sér í allt og gerir allt sem hún getur til að vinna,“ sagði Carli Lloyd, besti leikmaður bandaríska landsliðsins á HM í Kanada. „Hún hefur verið andlit kvennafótboltans í svo mörg ár. Abby er fótboltakona sem við munum tala um í mörg ár til viðbótar,“ sagði Alex Morgan sem verður nú aðalframherji bandaríska landsliðsins. Sú virðing sem Abby hefur unnið sér á sér fáar hliðstæður. Rochester, borgin sem hún er frá, heldur upp á Abby Wambach dag 20. júlí og hún fékk einnig lykil að borginni árið 2011. „Það sem Abby kenndi mér í gegnum árin er að vera djörf, hugrökk og ekta. Þannig fyllt hún mig eldmóði og þannig hreif hún okkur með sér. Hana dreymir stóra drauma og hún notar stór orð. Allt sem hún gerir er stórt,“ sagði landsliðskonan Heather O'Reilly. Wambach talaði líka um það að það hefði verið auðveldara að stíga frá borði nú þegar hún var komin í mun minna hlutverk innan liðsins en Wambach byrjaði á varamannabekknum stærsta hluta heimsmeistaramótsins síðasta sumar. Baráttukonan Abby Wambach er hins vegar ekki að leggjast í helgan stein. Það sjá allir hana fyrir sér sem lykilpersónu í baráttu fyrir jafnrétti kvenna og karla í fótboltaheiminum. Hún hefur líka talað um það sjálf. Abby Wambach þorir að segja sitt álit og berjast fyrir því sem hún trúir á. Hún hefur þegar hjálpað kvennafótboltanum að vaxa og dafna sem leikmaður og hver veit nema hún sé ein af konunum sem munu láta til sín taka innan FIFA í framtíðinni.
Fótbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira