Enski boltinn

Chelsea leitar aftur til Hiddink

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guus Hiddink var síðast rekinn frá Hollandi.
Guus Hiddink var síðast rekinn frá Hollandi. vísir/getty
Guus Hiddink verður næsti knattspyrnustjóri Chelsea samkvæmt enska blaðinu The Telegraph, en José Mourinho var rekinn frá störfum í dag.

Sam Wallace, yfirfótboltafréttaritari Telegraph, segir að Chelsea sé búið að ganga frá skammtíma samningi við Hiddink.

Þetta verður í annað sinn sem Hiddink verður bráðabirgðastjóri Chelsea en hann tók við liðinu í febrúar 2009 eftir að Luis Felipe Scolari var rekinn.

Hollendingurinn, sem var þá einnig landsliðsþjálfari Rússlands, byrjaði á 1-0 sigri gegn Aston Villa og stýrði Chelsea svo til bikarmeistaratitils.

Eftir að Hiddink yfirgaf Chelsea gerðist hann landsliðsþjálfari Tyrklands áður en hann tók svo við rússneska liðinu Anzhi Makhachkala.

Þar var hann frá 2012-2013 áður en Hiddink var ráðinn landsliðsþjálfari Hollands. Hann var rekinn úr því starfi eftir skelfilegt gengi hollenska liðsins í undankeppni EM þar sem það tapaði meðal annars fyrir Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×