Verkfallsdeilan enn óleyst á RÚV: Landsleikurinn í uppnámi Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2015 14:58 Íslenska karlalandsliðið mætir Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á laugardag en óvíst er hvort sýnt verður frá leiknum í Sjónvarpinu vegna verkfalls tæknimanna. Vísir Það stefnir allt í verkfall tæknimanna á Ríkisútvarpinu næstkomandi fimmtudag sem mun standa yfir til sunnudags. Tæknimennirnir boðuðu til aðgerðanna í síðustu viku en ef verkfallið skellur verður engin útsending hjá RÚV nema ef um „sjálfkeyrða“ dagskrárliði er að ræða. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands en hann fer fyrir samningaviðræðum tæknimanna RÚV við Samtök atvinnulífsins. „Það stefnir allt í verkfall. Það þokaðist ekkert áfram á fundinum í dag og það er ennþá þannig að Samtök atvinnulífsins hafna að gera sérkjarasamning við tæknimenn RÚV,“ segir Kristján Þórður. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar stefnt þessari deilu fyrir Félagsdóm og vilja meina að boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna Ríkisútvarpsins séu ólöglegar. Kristján Þórður er ekki sammála því mati samtakanna en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu á miðvikudag. „Það má fer bara sína leið þar í dómskerfinu en mér sýnist að það muni ekki hafa nein áhrif á framgang málsins. Ef félagsdómurinn metur verkfallsaðgerðirnar ólöglegar þá frestast þær aðeins en ég tel nú ekki miklar líkur á því.“ Boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna RÚV munu hafa ýmsar afleiðingar. Útsending Sjónvarpsins fellur til að mynda alfarið niður ef tæknimennirnir eru ekki við störf og það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að ekki verður sýnt frá landsleik karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn liði Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins á laugardag í Sjónvarpinu. Á Rás 2 og 1 verður einhver röskun fyrir utan þá dagskrárliði sem eru „sjálfkeyrðir“ eins og það er kallað. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Það stefnir allt í verkfall tæknimanna á Ríkisútvarpinu næstkomandi fimmtudag sem mun standa yfir til sunnudags. Tæknimennirnir boðuðu til aðgerðanna í síðustu viku en ef verkfallið skellur verður engin útsending hjá RÚV nema ef um „sjálfkeyrða“ dagskrárliði er að ræða. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands en hann fer fyrir samningaviðræðum tæknimanna RÚV við Samtök atvinnulífsins. „Það stefnir allt í verkfall. Það þokaðist ekkert áfram á fundinum í dag og það er ennþá þannig að Samtök atvinnulífsins hafna að gera sérkjarasamning við tæknimenn RÚV,“ segir Kristján Þórður. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar stefnt þessari deilu fyrir Félagsdóm og vilja meina að boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna Ríkisútvarpsins séu ólöglegar. Kristján Þórður er ekki sammála því mati samtakanna en Félagsdómur mun kveða upp dóm í málinu á miðvikudag. „Það má fer bara sína leið þar í dómskerfinu en mér sýnist að það muni ekki hafa nein áhrif á framgang málsins. Ef félagsdómurinn metur verkfallsaðgerðirnar ólöglegar þá frestast þær aðeins en ég tel nú ekki miklar líkur á því.“ Boðaðar verkfallsaðgerðir tæknimanna RÚV munu hafa ýmsar afleiðingar. Útsending Sjónvarpsins fellur til að mynda alfarið niður ef tæknimennirnir eru ekki við störf og það mun væntanlega hafa þær afleiðingar að ekki verður sýnt frá landsleik karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn liði Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins á laugardag í Sjónvarpinu. Á Rás 2 og 1 verður einhver röskun fyrir utan þá dagskrárliði sem eru „sjálfkeyrðir“ eins og það er kallað. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Engin útsending í Sjónvarpi allra landsmanna ef tæknimenn fara í verkfall Boða verkfall dagana 26. - 30. mars og viðræðum miðar ekkert áfram. 17. mars 2015 18:01
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent