Samstöðupest gæti sett komu David Cameron í uppnám Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2015 17:00 Erfitt gæti reynst að manna öryggisgæslu vegna heimsóknar erlendra ráðamanna boði lögreglumenn til fyrirhugaðra veikinda Vísir/Samsett Veikindi lögreglumanna gætu sett strik í reikninginn varðandi fyrirhugaða heimsókn David Cameron, forsætisráðherra Breta, forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna og forsætisráðherra Eystrasaltsríkjanna sem allir eru væntanlegir til Íslands dagana 28.-29. október næstkomandi. Stjórnvöld hafa ekki gert sérstakar ráðstafanir vegna ófyrirséðra veikinda lögreglumanna. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins hyggjast lögreglumenn víðsvegar á landinu boða til veikinda, líkt og þeir gerðu sl. föstudag, dagana 27.-28. október. Á sama tíma munu koma hingað til lands, ásamt fylgdarliði, forsætisráðherrar Bretlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Eistlands, Lettlands og Litháen til þess að taka þátt í málþinginu Northern Future Forum. Ljóst er að þörf er á umtalsverðri öryggisgæslu vegna komu þessara erlendu ráðamanna.Fjölmennt lögreglulið gætti öryggis Wen Jiabo, þáverandi forsætisráðherra Kína, er hann heimsótti Ísland. Myndin er tekin við það tækifæri.Starfsemi lögreglu skert sl. föstudag vegna fjöldaveikinda lögreglumanna Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika á föstudaginn fyrir helgi og var starfsemi lögreglunnar verulega skert vegna þessa víðsvegar um land. Í yfirlýsingu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem send var til fjölmiðla að morgni föstudags sagði eftirfarandi: „Sú óvenjulega staða kom upp hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun að margir lögreglumenn hjá embættinu boðuðu forföll vegna veikinda. Af þeirri ástæðu er viðbúið að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð lögreglu í dag, en þau sem teljast brýn og áríðandi verða vitaskuld sett í forgang eins og jafnan áður.“ Samkvæmt fyrrgreindum upplýsingum hyggjast lögreglumenn einnig boða til veikinda næstkomandi föstudag. Þá stendur yfir í Reykjavík ráðstefnan Arctic Circle og á þeim degi munu Francois Hollande Frakklandsforseti og Albert Mónakóprins halda erindi. Ekki er staðfest að lögreglumenn hyggist boða til veikinda á ofangreindum dögum en upplýsingar um fyrirhugaðar dagsetningar komu fram í bréfi fjármálaráðuneytisins til Landssambands lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru varaðir við slíkum aðgerðum.Snorri Magnússo, formaður Landssambands lögreglumanna, segir af og frá að samtökin standi á bakvið fyrirhuguð veikindi lögreglumannaVísir/VilhelmStjórnvöld ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir vegna mögulegra veikinda lögreglumanna Í svarbréfi Landssambands lögreglumanna til fjármálaráðuneytisins segir að Landssambandið standi ekki á bak við veikindi lögreglumanna og hafi ekki haft vitneskju um þá fyrirætlun lögreglumanna að hringja sig inn veika á þeim dögum sem ráðuneytið tilgreinir í bréfinu. Venjan er sú að erlendir ráðamenn og þjóðhöfðingjar þiggi lögregluvernd á meðan á opinberum heimsóknum standi og komi til þess að fjöldi lögreglumanna hringi sig inn veika á ofangreindum dagsetningum er ljóst að öryggisgæsla vegna komu erlendra ráðamanna til Íslands næstu vikurnar gæti verið í uppnámi. Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir stjórnvöld ekki hafa gert neinar ráðstafanir vegna þess sem kalla má ófyrirséð veikindi lögreglumanna á tilteknum dögum þegar fjöldi þjóðhöfðingja verður á landinu. Hann segir ávallt unnið eftir ákveðnum áætlunum og verkferlum í þessum efnum og svo sé einnig nú. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Veikindi lögreglumanna gætu sett strik í reikninginn varðandi fyrirhugaða heimsókn David Cameron, forsætisráðherra Breta, forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna og forsætisráðherra Eystrasaltsríkjanna sem allir eru væntanlegir til Íslands dagana 28.-29. október næstkomandi. Stjórnvöld hafa ekki gert sérstakar ráðstafanir vegna ófyrirséðra veikinda lögreglumanna. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins hyggjast lögreglumenn víðsvegar á landinu boða til veikinda, líkt og þeir gerðu sl. föstudag, dagana 27.-28. október. Á sama tíma munu koma hingað til lands, ásamt fylgdarliði, forsætisráðherrar Bretlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Eistlands, Lettlands og Litháen til þess að taka þátt í málþinginu Northern Future Forum. Ljóst er að þörf er á umtalsverðri öryggisgæslu vegna komu þessara erlendu ráðamanna.Fjölmennt lögreglulið gætti öryggis Wen Jiabo, þáverandi forsætisráðherra Kína, er hann heimsótti Ísland. Myndin er tekin við það tækifæri.Starfsemi lögreglu skert sl. föstudag vegna fjöldaveikinda lögreglumanna Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika á föstudaginn fyrir helgi og var starfsemi lögreglunnar verulega skert vegna þessa víðsvegar um land. Í yfirlýsingu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem send var til fjölmiðla að morgni föstudags sagði eftirfarandi: „Sú óvenjulega staða kom upp hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun að margir lögreglumenn hjá embættinu boðuðu forföll vegna veikinda. Af þeirri ástæðu er viðbúið að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð lögreglu í dag, en þau sem teljast brýn og áríðandi verða vitaskuld sett í forgang eins og jafnan áður.“ Samkvæmt fyrrgreindum upplýsingum hyggjast lögreglumenn einnig boða til veikinda næstkomandi föstudag. Þá stendur yfir í Reykjavík ráðstefnan Arctic Circle og á þeim degi munu Francois Hollande Frakklandsforseti og Albert Mónakóprins halda erindi. Ekki er staðfest að lögreglumenn hyggist boða til veikinda á ofangreindum dögum en upplýsingar um fyrirhugaðar dagsetningar komu fram í bréfi fjármálaráðuneytisins til Landssambands lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru varaðir við slíkum aðgerðum.Snorri Magnússo, formaður Landssambands lögreglumanna, segir af og frá að samtökin standi á bakvið fyrirhuguð veikindi lögreglumannaVísir/VilhelmStjórnvöld ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir vegna mögulegra veikinda lögreglumanna Í svarbréfi Landssambands lögreglumanna til fjármálaráðuneytisins segir að Landssambandið standi ekki á bak við veikindi lögreglumanna og hafi ekki haft vitneskju um þá fyrirætlun lögreglumanna að hringja sig inn veika á þeim dögum sem ráðuneytið tilgreinir í bréfinu. Venjan er sú að erlendir ráðamenn og þjóðhöfðingjar þiggi lögregluvernd á meðan á opinberum heimsóknum standi og komi til þess að fjöldi lögreglumanna hringi sig inn veika á ofangreindum dagsetningum er ljóst að öryggisgæsla vegna komu erlendra ráðamanna til Íslands næstu vikurnar gæti verið í uppnámi. Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir stjórnvöld ekki hafa gert neinar ráðstafanir vegna þess sem kalla má ófyrirséð veikindi lögreglumanna á tilteknum dögum þegar fjöldi þjóðhöfðingja verður á landinu. Hann segir ávallt unnið eftir ákveðnum áætlunum og verkferlum í þessum efnum og svo sé einnig nú.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira