Alfreð birti mynd af auglýsingaskilti sem búið var að koma fyrir hjá hóteli Íslands í Reykjavík. Þar segjast stuðningsmenn hollenska liðsins einnig vera stuðningsmenn Íslands.
Holland þarf að treysta á að Ísland vinni Tyrkland hér í Konya á morgun til að eiga möguleika á að komast í umspil fyrir EM 2016. Til þess þarf Holland að vinna Tékkland á sama tíma.
Viðbrögðin voru sterk og stuðningsmenn óhræddir við að hóta Alfreð öllu illu, eins og lesa má á Twitter-síðu hans. Tyrkneskir fjölmiðlar gera einnig mikið úr málinu eins og sjá má hér.
Nice to see the Dutch are supporting us! No worries my Dutch friends! pic.twitter.com/GBJ0RS8DuU
— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) October 11, 2015
Are you sure? @A_Finnbogason pic.twitter.com/pGA0ZR86UM
— Kendine Mahmut (@pislikyapma) October 11, 2015