Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Bjarki Ármannsson skrifar 27. janúar 2015 21:37 Brynjar Karl vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. Mynd/Af síðu Brynjars Karls Brynjar Karl Birgisson, tólf ára Mosfellingur sem vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum, fékk að segja frá verkefninu í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Brynjar Karl, sem er einhverfur, fer brátt að ljúka við skipið sem hann hefur nú unnið að í um níu mánuði. „Við áætlum að þetta verði búið í byrjun næsta mánaðar,“ segir Bjarney S. Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars. Greint var frá draumi Brynjars um að smíða slíkt skip í fyrra en hann sendi meðal annars skemmtilegt myndband á Legoland í Danmörku þar sem hann biður um að fá að koma í heimsókn. Söfnun fór af stað hér á landi stuttu eftir að Brynjar rataði í fréttirnar og safnaðist nóg fé til að kaupa kubba handa honum. „Ótrúlegt nokk var bara mjög mikill meðbyr með þessu verkefni,“ segir Bjarney. „Þetta hefur meðal annars þjálfað í honum þolinmæðina og að taka á móti fólki. Það hefur hjálpað honum mjög mikið.“ Til stendur að færa skipið í Hagkaup í Smáralind í næstu viku þar sem fólk getur fylgst með Brynjari vinna að skipinu og spurt hann út í það.Eins og sést er engu til sparað við gerð skipsins.Mynd/Af síðu Brynjars KarlsSjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ Einhvern veginn hafa fregnir af verkefni Brynjars borist til umsjónarmanna Discovery, sem fengu að taka símaviðtal við Brynjar um skipið. Bjarney segir að til standi að sýna innslag um drenginn í vinsælum þætti stöðvarinnar eftir rúmlega viku. „Þetta var svolítið skemmtilegt,“ segir Bjarney. „Hann þurfti að tala ensku og það er alveg ótrúlegt hvað hann nær að klóra sig fram úr því. Það er internetið.“ Ljóst er að margir hafa gaman af því að fylgjast með skipasmíð Brynjars, en verður ráðist í annað svona verkefni þegar skipið er fullklárað? „Nei veistu, það held ég ekki,“ segir Bjarney og hlær. „Það er komið alveg gott í bili. Það er reyndar eitt verkefni sem okkur langar að vinna, en það er vinnustofa fyrir einhverf börn. Við ætlum að bjóða þeim að koma og gera eigin legó-listaverk.“ Innlegg frá Brynjar Karl. Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND "Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld. 11. mars 2014 22:41 „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ „Ég fer næstum því að gráta,“ segir Brynjar Karl, ellefu ára drengur sem hefur biðlað til Legó að bjóða sér í heimsókn. 13. mars 2014 11:53 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Brynjar Karl Birgisson, tólf ára Mosfellingur sem vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum, fékk að segja frá verkefninu í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Brynjar Karl, sem er einhverfur, fer brátt að ljúka við skipið sem hann hefur nú unnið að í um níu mánuði. „Við áætlum að þetta verði búið í byrjun næsta mánaðar,“ segir Bjarney S. Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars. Greint var frá draumi Brynjars um að smíða slíkt skip í fyrra en hann sendi meðal annars skemmtilegt myndband á Legoland í Danmörku þar sem hann biður um að fá að koma í heimsókn. Söfnun fór af stað hér á landi stuttu eftir að Brynjar rataði í fréttirnar og safnaðist nóg fé til að kaupa kubba handa honum. „Ótrúlegt nokk var bara mjög mikill meðbyr með þessu verkefni,“ segir Bjarney. „Þetta hefur meðal annars þjálfað í honum þolinmæðina og að taka á móti fólki. Það hefur hjálpað honum mjög mikið.“ Til stendur að færa skipið í Hagkaup í Smáralind í næstu viku þar sem fólk getur fylgst með Brynjari vinna að skipinu og spurt hann út í það.Eins og sést er engu til sparað við gerð skipsins.Mynd/Af síðu Brynjars KarlsSjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ Einhvern veginn hafa fregnir af verkefni Brynjars borist til umsjónarmanna Discovery, sem fengu að taka símaviðtal við Brynjar um skipið. Bjarney segir að til standi að sýna innslag um drenginn í vinsælum þætti stöðvarinnar eftir rúmlega viku. „Þetta var svolítið skemmtilegt,“ segir Bjarney. „Hann þurfti að tala ensku og það er alveg ótrúlegt hvað hann nær að klóra sig fram úr því. Það er internetið.“ Ljóst er að margir hafa gaman af því að fylgjast með skipasmíð Brynjars, en verður ráðist í annað svona verkefni þegar skipið er fullklárað? „Nei veistu, það held ég ekki,“ segir Bjarney og hlær. „Það er komið alveg gott í bili. Það er reyndar eitt verkefni sem okkur langar að vinna, en það er vinnustofa fyrir einhverf börn. Við ætlum að bjóða þeim að koma og gera eigin legó-listaverk.“ Innlegg frá Brynjar Karl.
Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND "Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld. 11. mars 2014 22:41 „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ „Ég fer næstum því að gráta,“ segir Brynjar Karl, ellefu ára drengur sem hefur biðlað til Legó að bjóða sér í heimsókn. 13. mars 2014 11:53 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00
Ellefu ára drengur skorar á LEGOLAND "Þetta er algjörlega hans hugmynd, í aðeins einfaldari útgáfu,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars Karls um myndband sem að þau mæðginin birtu í kvöld. 11. mars 2014 22:41
„Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“ „Ég fer næstum því að gráta,“ segir Brynjar Karl, ellefu ára drengur sem hefur biðlað til Legó að bjóða sér í heimsókn. 13. mars 2014 11:53