Innlent

Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum

Hrund Þórdóttir skrifar
Brynjar Karl Birgisson er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic.

Við hittum Brynjar í Hofinu, en það er frístundaklúbbur fyrir börn og unglinga með fötlun og í meðfylgjandi myndskeiði er spjallað við þennan skemmtilega strák.

Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars, vinnur að heimildarmynd um einhverfu og þau bjuggu til þetta myndband þar sem hann biðlar til Legó um að bjóða sér í heimsókn og útvega kubba í Titanic. Hann er tilbúinn með teikningar og ef gengið er út frá að hefðbundinn Legókarl sé í sömu stærðarhlutföllum gagnvart skipinu og manneskja var gagnvart hinu eina sanna Titanic, verður smíði Brynjars rúmlega sex metra löng.

Hann efast ekki um að ráða við þetta stóra verkefni. „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggð, því ég er búinn að fatta það í huganum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.