Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. desember 2015 09:30 Birkir Bjarnason verður í Frakklandi. En þú? vísir/vilhelm Knattspyrnusambands Íslands er búið að setja upp helstu spurningar og svör við þeim hvað varðar miðasölu á EM 2016 í fótbolta. Öruggt er að þúsundir Íslendinga ætla að reyna að tryggja sér miða á einhverja eða helst alla leiki Íslands í Frakklandi næsta sumar þar sem strákarnir okkar verða á stórmóti í fyrsta sinn. Dregið verður til riðlakeppninnar á laugardaginn klukkan 17.00 en miðasalan hefst 14. desember.Sjá einnig:Svona gætu riðlarnir verið á EM í Frakklandi Hér að neðan má finna svör við öllu því sem þú þarft að vita áður en þú tryggir þér miða á leik með strákunum okkar á mánudaginn.Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands? Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands? Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.Hvenær get ég sótt um miða á leikina? Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.Hvað get ég sótt um marga miða? Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar? Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um? UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.mynd/ksíHvaða lið eru komin á EM? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar.Styrkleikaflokkarnir eru svona:Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Knattspyrnusambands Íslands er búið að setja upp helstu spurningar og svör við þeim hvað varðar miðasölu á EM 2016 í fótbolta. Öruggt er að þúsundir Íslendinga ætla að reyna að tryggja sér miða á einhverja eða helst alla leiki Íslands í Frakklandi næsta sumar þar sem strákarnir okkar verða á stórmóti í fyrsta sinn. Dregið verður til riðlakeppninnar á laugardaginn klukkan 17.00 en miðasalan hefst 14. desember.Sjá einnig:Svona gætu riðlarnir verið á EM í Frakklandi Hér að neðan má finna svör við öllu því sem þú þarft að vita áður en þú tryggir þér miða á leik með strákunum okkar á mánudaginn.Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands? Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands? Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.Hvenær get ég sótt um miða á leikina? Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.Hvað get ég sótt um marga miða? Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar? Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um? UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.mynd/ksíHvaða lið eru komin á EM? Þau lið sem hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni eru ÍSLAND, Albanía, Austurríki, Belgía, Króatía, Tékkland, England, Frakkland (gestgjafar), Þýskaland, Ungverjaland, Ítalía, Norður Írland, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Alls 24 lið. Liðin eru í fjórum styrkleikaflokkum í drættinum og fara Frakkar í A-riðil sem gestgjafar.Styrkleikaflokkarnir eru svona:Styrkleikaflokkur 1: Frakkland (gestgjafar), Spánn (Evrópumeistarar), Þýskaland, England, Portúgal og Belgía.Styrkleikaflokkur 2: Ítalía, Rússland, Sviss, Austurríki, Króatía og Úkraína.Styrkleikaflokkur 3: Tékkland, Svíþjóð, Pólland, Rúmenía, Slóvakía og Ungverjaland.Styrkleikaflokkur 4: Ísland, Tyrkland, Írland, Wales, Albanía og Norður-Írland. (Lið úr sama styrkleikaflokki geta ekki dregist saman) Dregið verður í sex riðla. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara beint áfram í 16-liða úrslit ásamt fjórum liðum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Þar tekur við útsláttarkeppni en þau lið sem komast áfram fara í 8-liða úrslit o.s.frv.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn „Hinn íslenski Harry Kane“ Fótbolti Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira