Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2015 11:44 Einstaklingarnir voru í forsvari fyrir áhugamannafélagið Poker and play. Anton Brink. Ríkissaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur þremur einstaklingum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum með því að hafa á tímabilinu frá júní 2010 fram til 11. desember 2012, í félagi rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, að því er fram kemur í ákæru sem gefin er út af embætti ríkissaksóknara. Í ákærunni er þríeykið sagt hafa komið öðrum til þátttöku í fjárhættuspili í húsnæði í Skeifunni sem áhugamannafélagið Poker and play hafði á leigu en einstaklingarnir voru í forsvari fyrir félagið en fjárhættuspil á borð við „black jack“, rúllettu og póker eru nefnd af ríkissaksóknara. Þremenningarnir eru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna, með því að reka fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings og komið öðrum til þátttöku í þeim. Fjármunirnir eru sagðir hafa verið greiddir með greiðslukortum af þeim sem tóku þátt í fjárhættuspilum í húsnæðinu í Skeifunni og fóru í gegnum kortaskanna áhugamannafélagsins sem ákærðu voru í forsvari fyrir og inn á reikninga félagsins. Í ákærunni kemur fram að af þeirri heildarfjárhæð sem á að hafa verið afrakstur peningaþvættisins nýttu tveir af þremenningunum í eigin þágu að lágmarki rúmar 36 milljónir króna en sá þriðji að lágmarki tæpar fimm milljónir króna. Þá er einn af þremenningunum ákærður fyrir brot gegn fíkniefnalögum með því að hafa haft 0,69 grömm af kókaíni í vörslum sínum sem hann afhenti lögreglu við húsleit í desember árið 2012. Þá krefst ríkissaksóknari að ákærðu sæti upptöku á fimm spilaborðum ásamt fylgihlutum, spilapeningum og spilastokkum, peningaseðlum samtals að fjárhæð rúmum 550 þúsund krónum, peningaseðlum í erlendri mynt, samtals að fjárhæð 2.975 evrum, innistæðu að fjárhæð rúmri einni milljón króna ásamt áföllnum vöxtum sem voru á reikningi eins ákærða og innistæðu að fjárhæð rúmum 94 þúsund krónum ásamt áföllnum vöxtum sem var á reikningi á nafni áhugamannafélagsins. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur þremur einstaklingum fyrir brot gegn almennum hegningarlögum með því að hafa á tímabilinu frá júní 2010 fram til 11. desember 2012, í félagi rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, að því er fram kemur í ákæru sem gefin er út af embætti ríkissaksóknara. Í ákærunni er þríeykið sagt hafa komið öðrum til þátttöku í fjárhættuspili í húsnæði í Skeifunni sem áhugamannafélagið Poker and play hafði á leigu en einstaklingarnir voru í forsvari fyrir félagið en fjárhættuspil á borð við „black jack“, rúllettu og póker eru nefnd af ríkissaksóknara. Þremenningarnir eru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna, með því að reka fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings og komið öðrum til þátttöku í þeim. Fjármunirnir eru sagðir hafa verið greiddir með greiðslukortum af þeim sem tóku þátt í fjárhættuspilum í húsnæðinu í Skeifunni og fóru í gegnum kortaskanna áhugamannafélagsins sem ákærðu voru í forsvari fyrir og inn á reikninga félagsins. Í ákærunni kemur fram að af þeirri heildarfjárhæð sem á að hafa verið afrakstur peningaþvættisins nýttu tveir af þremenningunum í eigin þágu að lágmarki rúmar 36 milljónir króna en sá þriðji að lágmarki tæpar fimm milljónir króna. Þá er einn af þremenningunum ákærður fyrir brot gegn fíkniefnalögum með því að hafa haft 0,69 grömm af kókaíni í vörslum sínum sem hann afhenti lögreglu við húsleit í desember árið 2012. Þá krefst ríkissaksóknari að ákærðu sæti upptöku á fimm spilaborðum ásamt fylgihlutum, spilapeningum og spilastokkum, peningaseðlum samtals að fjárhæð rúmum 550 þúsund krónum, peningaseðlum í erlendri mynt, samtals að fjárhæð 2.975 evrum, innistæðu að fjárhæð rúmri einni milljón króna ásamt áföllnum vöxtum sem voru á reikningi eins ákærða og innistæðu að fjárhæð rúmum 94 þúsund krónum ásamt áföllnum vöxtum sem var á reikningi á nafni áhugamannafélagsins.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira