Ökumaðurinn segir Ólöfu hafa verið eina í hálftíma Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2015 12:29 Ólöf Þorbjörg. „Já, það var mikið að gera,“ segir Valdimar I. Jónsson, ökumaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, aðspurður hvort gærdagurinn hafi verið honum erfiður en Valdimar er ökumaðurinn sem ók Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur áður en lýst var eftir henni af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, segir Valdimar hafa verið leystan frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Ólöf Þorbjörg fannst í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir mikla leit og talið að hún hafi verið ein í bílnum í sjö klukkustundir en Valdimar segir í samtali við Vísi að hann ætli ekkert að tjá sig frekar um málið von sé á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag. Valdimar vildi ekki tjá sig við Vísi en ræðir hins vegar ítarlega við DV þar sem hann segir Ólöfu ekki hafa verið lengur en hálftíma í bílnum. Hann segist ekki hafa lagt bílnum fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi en Ólöf fannst um hálf átta leytið. „Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það virtist ekkert ama að henni. Hún bara sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upprétt,“ segir Valdimar við DV. Hann segist hafa tekið olíu á bílinn þegar vinnudeginum lauk og því næst farið með bílinn á verkstæði í smá lagfæringu en eftir kvöldmat ætlaði Valdimar með bílinn aftur á stæði. Hann segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa haft samband við sig fyrir þann tíma en honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan gæti verið enn í bílnum. Eitthvað ýtti honum þó til þess að skoða bílinn um hálf átta og þar var Ólöf. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, sagði í samtali við Vísi að Valdimar hefði verið leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Já, það var mikið að gera,“ segir Valdimar I. Jónsson, ökumaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, aðspurður hvort gærdagurinn hafi verið honum erfiður en Valdimar er ökumaðurinn sem ók Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur áður en lýst var eftir henni af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, segir Valdimar hafa verið leystan frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Ólöf Þorbjörg fannst í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir mikla leit og talið að hún hafi verið ein í bílnum í sjö klukkustundir en Valdimar segir í samtali við Vísi að hann ætli ekkert að tjá sig frekar um málið von sé á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag. Valdimar vildi ekki tjá sig við Vísi en ræðir hins vegar ítarlega við DV þar sem hann segir Ólöfu ekki hafa verið lengur en hálftíma í bílnum. Hann segist ekki hafa lagt bílnum fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi en Ólöf fannst um hálf átta leytið. „Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það virtist ekkert ama að henni. Hún bara sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upprétt,“ segir Valdimar við DV. Hann segist hafa tekið olíu á bílinn þegar vinnudeginum lauk og því næst farið með bílinn á verkstæði í smá lagfæringu en eftir kvöldmat ætlaði Valdimar með bílinn aftur á stæði. Hann segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa haft samband við sig fyrir þann tíma en honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan gæti verið enn í bílnum. Eitthvað ýtti honum þó til þess að skoða bílinn um hálf átta og þar var Ólöf. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, sagði í samtali við Vísi að Valdimar hefði verið leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins.
Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04
Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04
Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04
„Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43