Hollensk áhrif í íslenska liðinu Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 2. september 2015 06:00 Hinir fimm fræknu, Eiður Smári, Jóhann Berg, Aron Einar, Alfreð og Kolbeinn. Vísir/Samsett mynd Allt síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fór ungur að árum til PSV Eindhoven um miðjan tíunda áratuginn hafa margir íslenskir knattspyrnumenn stigið fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku með hollenskum liðum. Framundan er stórleikur á móti Hollandi í undankeppni EM 2016 og stórum hlutverkum í íslenska liðinu eru nokkrir leikmenn sem hafa sterk tengsl til Hollands. Líkt og Eiður Smári þá voru fyrstu kynni Arons Einars Gunnarssonar, Kolbeins Sigþórssonar, Ara Freys Skúlasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar af atvinnumannalífinu í Hollandi. Alfreð Finnbogason kom reyndar ekki til Hollands fyrr en 23 ára gamall en frábær frammistaða hans á tveimur tímabilum með Heerenveen sá til þess að hann er einn farsælasti erlendi leikmaðurinn í sögu hollensku úrvalsdeildarinnar.Ari Freyr kom aftur heim eftir Hollandsdvölina Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, hóf atvinnumannaferil sinn hjá Heerenveen en hann fór þangað út rúmlega fimmtán ára og var þar í þrjú ár. Ari Freyr fékk þó ekki tækifæri með aðalliði Heerenveen og þurfti að finna sér aðra leið inn í atvinnumennskuna. Ari Freyr kom aftur heim til Íslands frá Hollandi áður en leiðin lá aftur út. Hann spilaði þannig í eitt tímabil með Val en hefur frá árinu 2007 spilað bæði með liðum í Svíþjóð og Danmörku. Jóhann Berg Guðmundsson komst í gegn hjá AZ Alkmaar en hafði þá slegið í gegn með Breiðabliki í íslensku deildinni. „Ég bjó hérna í nokkur ár og auðvitað er gaman að koma aftur og spila á móti nokkrum strákum sem maður spilaði á móti í hollensku deildinni. Nú fær maður tækifæri til að spila aftur á Amsterdam Arena sem er frábær völlur," sagði Jóhann Berg Guðmundsson. „Ég lærði heilmikið þegar ég kom hingað og þetta var virkilega jákvæður tími fyrir mig hérna í Hollandi þó að hann hafi verið erfiður. Ég lærði alveg helling hérna bæði fótboltalega séð og bara á lífið í rauninni. Það var réttur tími fyrir mig að fara út á þessum tíma og koma hingað til Hollands. Ég er mjög ánægður með tímann sem ég átti hérna og það yrði því ennþá sætara að taka af þeim sex stig í þessari riðlakeppni," segir Aron Einar Gunnarsson.Frábært að koma til Hollands sem ungur leikmaður „Ég var að segja það við hollensku fjölmiðlanna að það er frábært að koma hingað sem ungur leikmaður til að læra fótbolta. Þú lærir hvernig á að spila fótbolta hérna og það er gott fyrir unga leikmenn að byrja ferilinn hér en fara svo út í aðrar deildir eftir það. Hollenska deildin er núna orðin deild fyrir unga leikmenn sem ætla að koma sér upp á hæsta pall. Ég myndi ráðleggja hvaða leikmanni sem er að koma hérna ungur og þróa sinn leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Enginn þessara sex leikmanna er enn að spila í Hollandi þegar kemur að þessum mikilvæga leik í Amsterdam Arena á morgun en kannski verða það hollensku áhrifin innan íslenska hópsins sem gera útslagið við að taka taugastrekta heimamenn úr sambandi eins og í fyrri leiknum í Laugardalnum. Enginn er að fara reyna að sanna neitt „Við kunnum alveg á þetta hérna í Hollandi," sagði Aron Einar léttur og Jóhann Berg vill að menn njóti þess að spila. „Auðvitað eru margir sem hafa spilað hérna í Hollandi en það er enginn að fara út á völl til að sanna neitt. Við verðum bara að hafa gaman af þessu og ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Jóhann Berg. "Við erum með mikla reynslu í okkar liði að þekkja það hvernig Hollendingarnir spila. Við vitum nákvæmlega hvað þeim þykir þægilegt og hvað þeir vilja að gera. Við erum búnir að fara yfir þeirra leik og við erum með plön sem vonandi virka," sagði Kolbeinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Allt síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fór ungur að árum til PSV Eindhoven um miðjan tíunda áratuginn hafa margir íslenskir knattspyrnumenn stigið fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku með hollenskum liðum. Framundan er stórleikur á móti Hollandi í undankeppni EM 2016 og stórum hlutverkum í íslenska liðinu eru nokkrir leikmenn sem hafa sterk tengsl til Hollands. Líkt og Eiður Smári þá voru fyrstu kynni Arons Einars Gunnarssonar, Kolbeins Sigþórssonar, Ara Freys Skúlasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar af atvinnumannalífinu í Hollandi. Alfreð Finnbogason kom reyndar ekki til Hollands fyrr en 23 ára gamall en frábær frammistaða hans á tveimur tímabilum með Heerenveen sá til þess að hann er einn farsælasti erlendi leikmaðurinn í sögu hollensku úrvalsdeildarinnar.Ari Freyr kom aftur heim eftir Hollandsdvölina Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska liðsins, hóf atvinnumannaferil sinn hjá Heerenveen en hann fór þangað út rúmlega fimmtán ára og var þar í þrjú ár. Ari Freyr fékk þó ekki tækifæri með aðalliði Heerenveen og þurfti að finna sér aðra leið inn í atvinnumennskuna. Ari Freyr kom aftur heim til Íslands frá Hollandi áður en leiðin lá aftur út. Hann spilaði þannig í eitt tímabil með Val en hefur frá árinu 2007 spilað bæði með liðum í Svíþjóð og Danmörku. Jóhann Berg Guðmundsson komst í gegn hjá AZ Alkmaar en hafði þá slegið í gegn með Breiðabliki í íslensku deildinni. „Ég bjó hérna í nokkur ár og auðvitað er gaman að koma aftur og spila á móti nokkrum strákum sem maður spilaði á móti í hollensku deildinni. Nú fær maður tækifæri til að spila aftur á Amsterdam Arena sem er frábær völlur," sagði Jóhann Berg Guðmundsson. „Ég lærði heilmikið þegar ég kom hingað og þetta var virkilega jákvæður tími fyrir mig hérna í Hollandi þó að hann hafi verið erfiður. Ég lærði alveg helling hérna bæði fótboltalega séð og bara á lífið í rauninni. Það var réttur tími fyrir mig að fara út á þessum tíma og koma hingað til Hollands. Ég er mjög ánægður með tímann sem ég átti hérna og það yrði því ennþá sætara að taka af þeim sex stig í þessari riðlakeppni," segir Aron Einar Gunnarsson.Frábært að koma til Hollands sem ungur leikmaður „Ég var að segja það við hollensku fjölmiðlanna að það er frábært að koma hingað sem ungur leikmaður til að læra fótbolta. Þú lærir hvernig á að spila fótbolta hérna og það er gott fyrir unga leikmenn að byrja ferilinn hér en fara svo út í aðrar deildir eftir það. Hollenska deildin er núna orðin deild fyrir unga leikmenn sem ætla að koma sér upp á hæsta pall. Ég myndi ráðleggja hvaða leikmanni sem er að koma hérna ungur og þróa sinn leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Enginn þessara sex leikmanna er enn að spila í Hollandi þegar kemur að þessum mikilvæga leik í Amsterdam Arena á morgun en kannski verða það hollensku áhrifin innan íslenska hópsins sem gera útslagið við að taka taugastrekta heimamenn úr sambandi eins og í fyrri leiknum í Laugardalnum. Enginn er að fara reyna að sanna neitt „Við kunnum alveg á þetta hérna í Hollandi," sagði Aron Einar léttur og Jóhann Berg vill að menn njóti þess að spila. „Auðvitað eru margir sem hafa spilað hérna í Hollandi en það er enginn að fara út á völl til að sanna neitt. Við verðum bara að hafa gaman af þessu og ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Jóhann Berg. "Við erum með mikla reynslu í okkar liði að þekkja það hvernig Hollendingarnir spila. Við vitum nákvæmlega hvað þeim þykir þægilegt og hvað þeir vilja að gera. Við erum búnir að fara yfir þeirra leik og við erum með plön sem vonandi virka," sagði Kolbeinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira