Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Birgir Olgeirsson skrifar 2. september 2015 15:19 Frá Höfn í Hornafirði en lögreglan á Suðurlandi fer með rannsóknina á líkfundinum í Laxárdal. Vísir/Pjetur Banamein hins nítján ára gamla Florian Maurice François Cendre, frá Frakklandi, liggur ekki enn fyrir. Göngufólk fann lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en Laxárdalur er nærri Höfn í Hornafirði. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en talið er að hann hafi komið hingað til lands í október í fyrra. Þegar tilkynnt var um líkfundinn var talið að hann hefði látist fyrir nokkrum mánuðum. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, vildi ekki staðfesta í samtali við Vísi að Florian hafi komið til landsins í október síðastliðnum. „Núna erum við að fara yfir það allt saman hvenær hann nákvæmlega kom og hverra erindi hann var,“ segir Þorgrímur en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöðu úr krufningu.Aðstandendum tilkynnt um fundinn Spurður hvort Florians hafi verið saknað í Frakklandi segir Þorgrímur Óli lögregluna vera að kanna það en fjölskyldu Florians hefur verið tilkynnt að hann sé fundinn. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafði unnið að því í rúmar tvær vikur að bera kennsl á líkið en hún vinnur eftir leiðbeiningum frá alþjóðalögreglunni Interpol. Tilkynnt var um niðurstöðu nefndarinnar í gær en til að hún sé marktæk þarf eitt að þremur atriðum að vera til staðar: DNA-lífsýni, tannfræðirannsókn eða fingraför. Þá er einnig talið gott að geta stutt niðurstöðuna með öðrum atriðum líkt og húðflúri, örum, skartgripum, sérkennum eða fatnaði. Nefndina skipa tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknir og tannlæknir.Tennurnar ráða oftast mestu „Þeir þurfa að hafa eitthvað eitt af þessum þremur atriðum til að niðurstaðan sé marktæk og þar á meðal eru tennur,“ segir Þorgrímur Óli um störf kennslanefndarinnar. „Þær ráða nú oft mestu, það eru oft til lýsingar frá tannlæknum og annað. Yfirleitt þegar menn týnast á Íslandi þá eru svona upplýsingar skráðar niður hjá hvaða tannlækni viðkomandi hefur verið.“ Lögreglan biðlaði til almennings að veita upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn málsins en Þorgrímur segir slíkar upplýsingar hafa komið lögreglu á slóð Florians. Lýsing á útlit og klæðnaði Florians passaði við mann sem hafði sést hér á landi. „Síðan beittum við útilokunarreglunni og það til þessa.“ Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17 Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Banamein hins nítján ára gamla Florian Maurice François Cendre, frá Frakklandi, liggur ekki enn fyrir. Göngufólk fann lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en Laxárdalur er nærri Höfn í Hornafirði. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en talið er að hann hafi komið hingað til lands í október í fyrra. Þegar tilkynnt var um líkfundinn var talið að hann hefði látist fyrir nokkrum mánuðum. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, vildi ekki staðfesta í samtali við Vísi að Florian hafi komið til landsins í október síðastliðnum. „Núna erum við að fara yfir það allt saman hvenær hann nákvæmlega kom og hverra erindi hann var,“ segir Þorgrímur en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöðu úr krufningu.Aðstandendum tilkynnt um fundinn Spurður hvort Florians hafi verið saknað í Frakklandi segir Þorgrímur Óli lögregluna vera að kanna það en fjölskyldu Florians hefur verið tilkynnt að hann sé fundinn. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafði unnið að því í rúmar tvær vikur að bera kennsl á líkið en hún vinnur eftir leiðbeiningum frá alþjóðalögreglunni Interpol. Tilkynnt var um niðurstöðu nefndarinnar í gær en til að hún sé marktæk þarf eitt að þremur atriðum að vera til staðar: DNA-lífsýni, tannfræðirannsókn eða fingraför. Þá er einnig talið gott að geta stutt niðurstöðuna með öðrum atriðum líkt og húðflúri, örum, skartgripum, sérkennum eða fatnaði. Nefndina skipa tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknir og tannlæknir.Tennurnar ráða oftast mestu „Þeir þurfa að hafa eitthvað eitt af þessum þremur atriðum til að niðurstaðan sé marktæk og þar á meðal eru tennur,“ segir Þorgrímur Óli um störf kennslanefndarinnar. „Þær ráða nú oft mestu, það eru oft til lýsingar frá tannlæknum og annað. Yfirleitt þegar menn týnast á Íslandi þá eru svona upplýsingar skráðar niður hjá hvaða tannlækni viðkomandi hefur verið.“ Lögreglan biðlaði til almennings að veita upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn málsins en Þorgrímur segir slíkar upplýsingar hafa komið lögreglu á slóð Florians. Lýsing á útlit og klæðnaði Florians passaði við mann sem hafði sést hér á landi. „Síðan beittum við útilokunarreglunni og það til þessa.“
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17 Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17
Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20
Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09