Líkfundur í Laxárdal: Kannað hvort Frakkans hafi verið saknað í heimalandinu Birgir Olgeirsson skrifar 2. september 2015 15:19 Frá Höfn í Hornafirði en lögreglan á Suðurlandi fer með rannsóknina á líkfundinum í Laxárdal. Vísir/Pjetur Banamein hins nítján ára gamla Florian Maurice François Cendre, frá Frakklandi, liggur ekki enn fyrir. Göngufólk fann lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en Laxárdalur er nærri Höfn í Hornafirði. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en talið er að hann hafi komið hingað til lands í október í fyrra. Þegar tilkynnt var um líkfundinn var talið að hann hefði látist fyrir nokkrum mánuðum. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, vildi ekki staðfesta í samtali við Vísi að Florian hafi komið til landsins í október síðastliðnum. „Núna erum við að fara yfir það allt saman hvenær hann nákvæmlega kom og hverra erindi hann var,“ segir Þorgrímur en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöðu úr krufningu.Aðstandendum tilkynnt um fundinn Spurður hvort Florians hafi verið saknað í Frakklandi segir Þorgrímur Óli lögregluna vera að kanna það en fjölskyldu Florians hefur verið tilkynnt að hann sé fundinn. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafði unnið að því í rúmar tvær vikur að bera kennsl á líkið en hún vinnur eftir leiðbeiningum frá alþjóðalögreglunni Interpol. Tilkynnt var um niðurstöðu nefndarinnar í gær en til að hún sé marktæk þarf eitt að þremur atriðum að vera til staðar: DNA-lífsýni, tannfræðirannsókn eða fingraför. Þá er einnig talið gott að geta stutt niðurstöðuna með öðrum atriðum líkt og húðflúri, örum, skartgripum, sérkennum eða fatnaði. Nefndina skipa tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknir og tannlæknir.Tennurnar ráða oftast mestu „Þeir þurfa að hafa eitthvað eitt af þessum þremur atriðum til að niðurstaðan sé marktæk og þar á meðal eru tennur,“ segir Þorgrímur Óli um störf kennslanefndarinnar. „Þær ráða nú oft mestu, það eru oft til lýsingar frá tannlæknum og annað. Yfirleitt þegar menn týnast á Íslandi þá eru svona upplýsingar skráðar niður hjá hvaða tannlækni viðkomandi hefur verið.“ Lögreglan biðlaði til almennings að veita upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn málsins en Þorgrímur segir slíkar upplýsingar hafa komið lögreglu á slóð Florians. Lýsing á útlit og klæðnaði Florians passaði við mann sem hafði sést hér á landi. „Síðan beittum við útilokunarreglunni og það til þessa.“ Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17 Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Banamein hins nítján ára gamla Florian Maurice François Cendre, frá Frakklandi, liggur ekki enn fyrir. Göngufólk fann lík hans við Sauðdrápsgil í Laxárdal þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn en Laxárdalur er nærri Höfn í Hornafirði. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en talið er að hann hafi komið hingað til lands í október í fyrra. Þegar tilkynnt var um líkfundinn var talið að hann hefði látist fyrir nokkrum mánuðum. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, vildi ekki staðfesta í samtali við Vísi að Florian hafi komið til landsins í október síðastliðnum. „Núna erum við að fara yfir það allt saman hvenær hann nákvæmlega kom og hverra erindi hann var,“ segir Þorgrímur en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöðu úr krufningu.Aðstandendum tilkynnt um fundinn Spurður hvort Florians hafi verið saknað í Frakklandi segir Þorgrímur Óli lögregluna vera að kanna það en fjölskyldu Florians hefur verið tilkynnt að hann sé fundinn. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafði unnið að því í rúmar tvær vikur að bera kennsl á líkið en hún vinnur eftir leiðbeiningum frá alþjóðalögreglunni Interpol. Tilkynnt var um niðurstöðu nefndarinnar í gær en til að hún sé marktæk þarf eitt að þremur atriðum að vera til staðar: DNA-lífsýni, tannfræðirannsókn eða fingraför. Þá er einnig talið gott að geta stutt niðurstöðuna með öðrum atriðum líkt og húðflúri, örum, skartgripum, sérkennum eða fatnaði. Nefndina skipa tveir rannsóknarlögreglumenn, réttarlæknir og tannlæknir.Tennurnar ráða oftast mestu „Þeir þurfa að hafa eitthvað eitt af þessum þremur atriðum til að niðurstaðan sé marktæk og þar á meðal eru tennur,“ segir Þorgrímur Óli um störf kennslanefndarinnar. „Þær ráða nú oft mestu, það eru oft til lýsingar frá tannlæknum og annað. Yfirleitt þegar menn týnast á Íslandi þá eru svona upplýsingar skráðar niður hjá hvaða tannlækni viðkomandi hefur verið.“ Lögreglan biðlaði til almennings að veita upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsókn málsins en Þorgrímur segir slíkar upplýsingar hafa komið lögreglu á slóð Florians. Lýsing á útlit og klæðnaði Florians passaði við mann sem hafði sést hér á landi. „Síðan beittum við útilokunarreglunni og það til þessa.“
Tengdar fréttir Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17 Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20 Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Líkfundur í Laxárdal: Getur tekið nokkurn tíma að bera kennsl á hinn látna Lögreglan í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 21. ágúst 2015 11:17
Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Tveir karlar á listanum, annar hvarf árið 2010 en hinn í fyrra. 20. ágúst 2015 12:20
Líkfundur í Laxárdal: Líkið af 19 ára gömlum Frakka Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur borið kennsl á líkið sem fannst í Laxárdal í Nesjum hinn 18. ágúst síðastliðinn. 1. september 2015 13:09