Lögreglustjórinn á Akureyri klúðraði kröfu Ásdísar um nálgunarbann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. ágúst 2015 07:00 "Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð,“ segir Ásdís Hrönn Viðarsdóttir. Myndin er sviðsett. vísir/pjetur „Málið er að þetta klúðraðist hjá okkur. Hún átti ekki að þurfa að bíða svona lengi,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Akureyri, um kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudaginn að fyrrverandi sambýlismaður Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur væri aftur farinn að ofsækja hana eftir tíu mánaða hlé. Hann hafi sent henni um tvö hundruð skilaboð í júlí síðastliðnum í kjölfar þess að hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Ásdís krafðist nálgunarbanns á ný í byrjun júlí þar sem maðurinn byrjaði að ofsækja hana aftur í kjölfar dómsins. Meira en mánuði eftir kröfu hennar var enn ekki búið að úrskurða hann í nálgunarbann.Eyþór ÞorbergssonMaðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann á miðvikudaginn að sögn Eyþórs. „Það á bara eftir að birta það. Lögreglan í Reykjavík birtir það,“ segir Eyþór. Mál Ásdísar hefur vakið athygli en hún og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011. Eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Hún sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og veitti innsýn í líf þeirra sem þola ofsóknir fyrrverandi maka. „Þetta lá á borðinu hjá mér og við höfum bara sólarhring frá því krafan kemur upp til þess að úrskurða um nálgunarbann, það er stuttur tími,“ segir Eyþór og bætir við að málið hafi verið sent til Reykjavíkur þann 27. júlí í þeim tilgangi að láta taka skýrslu af manninum. „Það hefði hugsanlega ekki þurft. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því um hvaða mál ræddi. Þetta var í bunkanum hérna hjá mér og ég var ekki alveg að tengja,“ segir Eyþór. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er klúðrað. Ég lenti í því sama árið 2013. Ég bað um nálgunarbann og þurfti svo að fara aftur því það klúðraðist eitthvað. Ég fékk aldrei að vita hvað það var,“ segir Ásdís um málið. Þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi hafði hún ekki fengið fregnir af því að loks væri búið að úrskurða manninn í nálgunarbann. Að sögn Ásdísar talaði hún við lögreglustjórann á Þórshöfn í júlímánuði og lét vita af því að ekkert hefði verið aðhafst í kröfu hennar um nálgunarbann og að maðurinn héldi sífellt áfram að ofsækja hana. „Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn sagði þá við mig að hann væri búinn að ýta á eftir málinu á Akureyri og að málið hefði forgang. Samt gerðist ekki neitt í heilan mánuð,“ segir Ásdís og bætir við að reynsla hennar af kerfinu sé ekki góð. „Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð. Síðustu skilaboðin fékk ég í gærkvöldi þannig að hann er að brjóta nálgunarbannið eins og svo oft áður.“ Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Málið er að þetta klúðraðist hjá okkur. Hún átti ekki að þurfa að bíða svona lengi,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Akureyri, um kröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur um nálgunarbann gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudaginn að fyrrverandi sambýlismaður Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur væri aftur farinn að ofsækja hana eftir tíu mánaða hlé. Hann hafi sent henni um tvö hundruð skilaboð í júlí síðastliðnum í kjölfar þess að hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás, um átta hundruð brot á nálgunarbanni, brot gegn barnaverndarlögum og að hafa brotið gegn blygðunarsemi hennar. Ásdís krafðist nálgunarbanns á ný í byrjun júlí þar sem maðurinn byrjaði að ofsækja hana aftur í kjölfar dómsins. Meira en mánuði eftir kröfu hennar var enn ekki búið að úrskurða hann í nálgunarbann.Eyþór ÞorbergssonMaðurinn var úrskurðaður í nálgunarbann á miðvikudaginn að sögn Eyþórs. „Það á bara eftir að birta það. Lögreglan í Reykjavík birtir það,“ segir Eyþór. Mál Ásdísar hefur vakið athygli en hún og maðurinn bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011. Eftir að samvistum lauk hefur hann meira og minna ofsótt hana. Hún sagði sögu sína í Kastljósi í fyrra og veitti innsýn í líf þeirra sem þola ofsóknir fyrrverandi maka. „Þetta lá á borðinu hjá mér og við höfum bara sólarhring frá því krafan kemur upp til þess að úrskurða um nálgunarbann, það er stuttur tími,“ segir Eyþór og bætir við að málið hafi verið sent til Reykjavíkur þann 27. júlí í þeim tilgangi að láta taka skýrslu af manninum. „Það hefði hugsanlega ekki þurft. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því um hvaða mál ræddi. Þetta var í bunkanum hérna hjá mér og ég var ekki alveg að tengja,“ segir Eyþór. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er klúðrað. Ég lenti í því sama árið 2013. Ég bað um nálgunarbann og þurfti svo að fara aftur því það klúðraðist eitthvað. Ég fékk aldrei að vita hvað það var,“ segir Ásdís um málið. Þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi hafði hún ekki fengið fregnir af því að loks væri búið að úrskurða manninn í nálgunarbann. Að sögn Ásdísar talaði hún við lögreglustjórann á Þórshöfn í júlímánuði og lét vita af því að ekkert hefði verið aðhafst í kröfu hennar um nálgunarbann og að maðurinn héldi sífellt áfram að ofsækja hana. „Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn sagði þá við mig að hann væri búinn að ýta á eftir málinu á Akureyri og að málið hefði forgang. Samt gerðist ekki neitt í heilan mánuð,“ segir Ásdís og bætir við að reynsla hennar af kerfinu sé ekki góð. „Frá því að fréttin birtist á þriðjudaginn hefur hann sent mér þrjátíu og fimm skilaboð. Síðustu skilaboðin fékk ég í gærkvöldi þannig að hann er að brjóta nálgunarbannið eins og svo oft áður.“
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira