Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Ingvar Haraldsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Einn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð hrapaði í Barkárdal inn af Hörgárdal á Tröllaskaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flugvélina um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Viðamikil leit að flugvélinni hafði staðið yfir frá klukkan rúmlega fimm í gær. Hinn maðurinn, Arngrímur Jóhannsson, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Flugvélin sem hrapaði tók á loft frá Akureyri klukkan 14.01 í gær. Fljúga átti sjónflug til Keflavíkurflugvallar en áætluð lending var klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð var ræst út klukkan 17.06. Þá hafði ekkert heyrst frá flugvélinni frá þriðja tímanum í gær.Sjá einnig: Annar mannanna látinn Yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá Norður-, Suður- og Vesturlandi stóðu að leitinni auk beggja þyrla Landhelgisgæslunnar. Mest áhersla var lögð á leit á Tröllaskaga þar sem flugvélin fannst. Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sagði skyggni á svæðinu hafa verið takmarkað. Þá hafi ekkert neyðarkall borist frá flugvélinni þótt neyðarsendir hafi verið um borð. „Flugvélin er með neyðarsendi sem ætti að fara í gang ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Auðunn.Sjá einnig: Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði leitaraðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar. Ekki var hægt að lenda á slysstað og því var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður og hífa mennina um borð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra fara með rannsókn málsins. Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Einn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð hrapaði í Barkárdal inn af Hörgárdal á Tröllaskaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flugvélina um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Viðamikil leit að flugvélinni hafði staðið yfir frá klukkan rúmlega fimm í gær. Hinn maðurinn, Arngrímur Jóhannsson, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Flugvélin sem hrapaði tók á loft frá Akureyri klukkan 14.01 í gær. Fljúga átti sjónflug til Keflavíkurflugvallar en áætluð lending var klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð var ræst út klukkan 17.06. Þá hafði ekkert heyrst frá flugvélinni frá þriðja tímanum í gær.Sjá einnig: Annar mannanna látinn Yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá Norður-, Suður- og Vesturlandi stóðu að leitinni auk beggja þyrla Landhelgisgæslunnar. Mest áhersla var lögð á leit á Tröllaskaga þar sem flugvélin fannst. Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sagði skyggni á svæðinu hafa verið takmarkað. Þá hafi ekkert neyðarkall borist frá flugvélinni þótt neyðarsendir hafi verið um borð. „Flugvélin er með neyðarsendi sem ætti að fara í gang ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Auðunn.Sjá einnig: Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði leitaraðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar. Ekki var hægt að lenda á slysstað og því var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður og hífa mennina um borð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra fara með rannsókn málsins.
Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39