Erlent

Fjórar milljónir flóttamanna

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Yfir fjórar milljónir manna hafa nú flúið Sýrland. Fréttastofa CBS kallar áfangann grátlegan.
Yfir fjórar milljónir manna hafa nú flúið Sýrland. Fréttastofa CBS kallar áfangann grátlegan. nordicphotos/afp
Flóttamenn sem yfirgefið hafa Sýrland frá upphafi borgarastyrjaldarinnar í landinu vorið 2011 eru nú orðnir fleiri en fjórar milljónir. Frá því greindu Sameinuðu þjóðirnar í gær.

Um sjö og hálf milljón manna er þar að auki heimilislaus innan landsins.

Hópurinn er sá stærsti síðan í borgarastyrjöldinni í Afganistan sem hófst árið 1992. Þá flúðu rúmlega hálfri milljón fleiri.

Flæði flóttamanna frá Sýrlandi er enn að aukast, segja Sameinuðu þjóðirnar, en á síðustu tíu mánuðum hefur milljón manna flúið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×