Draumur og martröð strákanna okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2015 08:00 Strákarnir hafa haft ærna ástæðu til að fagna að undanförnu. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók stórt stökk upp heimslista FIFA sem birtur var í gærmorgun eins og búið var að reikna út. Strákarnir okkar eru nú, samkvæmt FIFA-listanum, 23. besta knattspyrnuþjóð heims og sú 16. besta í Evrópu. Þessi listi er mikilvægari en aðrir því hann segir til um styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM 2018 sem dregið verður til 25. júlí í St. Pétursborg.Draumariðillinn.Við Íslendingar munum hversu sárt það var að enda í fimmta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2016, eftir að liðið stóð sig svo vel í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta styrkleikaflokki hafa strákarnir okkar farið á kostum og unnið fimm leiki af sex. Ísland er nú þegar búið að hafa betur gegn Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi. Sigurinn á Tékklandi fleytti íslenska liðinu upp í 23. sæti og í annan styrkleikaflokk. Til gamans ákvað Fréttablaðið að stilla upp tveimur mögulegum riðlum sem strákarnir okkar gætu lent í. Annar er draumariðilinn þar sem allt fer á besta veg og kúlurnar verða okkur hliðhollar 25. júlí. Hinn er martraðariðillinn þar sem allt fer á versta veg. Blaðamenn rákust strax á smá lúxusvandamál; það er frekar erfitt að lenda í algjörum dauðariðli þegar þú ert í öðrum styrkleikaflokki. Það er lúxusinn sem strákarnir og þjálfarar liðsins hafa unnið sér inn.Martraðariðillinn.Við erum vön því að vera í neðstu flokkunum og mæta þjóðum sem við eigum vanalega ekki möguleika í. Að vera í öðrum styrkleikaflokki og þurrka þar með út þjóðir eins og Ítalíu, Tékkland, Sviss, Frakkland og Dani (sem við höfum aldrei unnið!) er afskaplega þægilegt. Auðvitað er þó hægt að fá virkilega erfiðan riðil þegar litið er bæði til gæða þjóðanna sem eru í fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki og svo má ekki gleyma ferðalögunum. Fréttablaðið reyndi að taka mið af gæðum, ferðalögum, stöðu viðkomandi þjóða og því sem er að gerast hjá þeim til frambúðar. En svo er þetta líka bara tilfinningin. Enda er þetta allt til gamans gert. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21 Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók stórt stökk upp heimslista FIFA sem birtur var í gærmorgun eins og búið var að reikna út. Strákarnir okkar eru nú, samkvæmt FIFA-listanum, 23. besta knattspyrnuþjóð heims og sú 16. besta í Evrópu. Þessi listi er mikilvægari en aðrir því hann segir til um styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM 2018 sem dregið verður til 25. júlí í St. Pétursborg.Draumariðillinn.Við Íslendingar munum hversu sárt það var að enda í fimmta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2016, eftir að liðið stóð sig svo vel í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta styrkleikaflokki hafa strákarnir okkar farið á kostum og unnið fimm leiki af sex. Ísland er nú þegar búið að hafa betur gegn Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi. Sigurinn á Tékklandi fleytti íslenska liðinu upp í 23. sæti og í annan styrkleikaflokk. Til gamans ákvað Fréttablaðið að stilla upp tveimur mögulegum riðlum sem strákarnir okkar gætu lent í. Annar er draumariðilinn þar sem allt fer á besta veg og kúlurnar verða okkur hliðhollar 25. júlí. Hinn er martraðariðillinn þar sem allt fer á versta veg. Blaðamenn rákust strax á smá lúxusvandamál; það er frekar erfitt að lenda í algjörum dauðariðli þegar þú ert í öðrum styrkleikaflokki. Það er lúxusinn sem strákarnir og þjálfarar liðsins hafa unnið sér inn.Martraðariðillinn.Við erum vön því að vera í neðstu flokkunum og mæta þjóðum sem við eigum vanalega ekki möguleika í. Að vera í öðrum styrkleikaflokki og þurrka þar með út þjóðir eins og Ítalíu, Tékkland, Sviss, Frakkland og Dani (sem við höfum aldrei unnið!) er afskaplega þægilegt. Auðvitað er þó hægt að fá virkilega erfiðan riðil þegar litið er bæði til gæða þjóðanna sem eru í fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki og svo má ekki gleyma ferðalögunum. Fréttablaðið reyndi að taka mið af gæðum, ferðalögum, stöðu viðkomandi þjóða og því sem er að gerast hjá þeim til frambúðar. En svo er þetta líka bara tilfinningin. Enda er þetta allt til gamans gert.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21 Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21
Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30
Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56
Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00