Erlent

20 manns létust í sjálfsmorðsárás

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Talið er að hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafi skipulagt árásina.
Talið er að hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafi skipulagt árásina. NORDICPHOTOS/AFP
Að minnsta kosti 20 manns létust er ung kona sprengdi sig í loft upp á strætisvagnastöð í borginni Maiduguri í norðausturhluta Nígeríu síðastliðinn mánudaginn.

Árásin var gerð í hverfi þar sem margar árásir hafa átt sér stað undanfarnar vikur.

Árásin er talin hafa verið skipulögð af hryðjuverkasamtökunum Boko Haram.

Samtökin ráða yfir stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og víðar og eru talin ein hættulegustu hryðjuverkasamtök í heimi. Árásir þeirra beinast oft gegn ungu fólki sem vill ganga menntaveginn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×