Innlent

Vill fá matarmarkað á Hlemm

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Hlemmur
Hlemmur
„Það er mikil andlitslyfting að fara að eiga sér stað á Hlemmi og næstu helgi auglýsum við eftir hugmyndaríkum aðilum til þess að framkvæma eitthvað skemmtilegt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, en borgin auglýsir nú eftir rekstraraðilum að Hlemmi.

Dagur segist vera spenntur fyrir fyrirhuguðum breytingum.„Nú á að fara taka Hlemm í gegn og það kemur svo bara í ljós hvað þetta húsnæði mun bjóða upp á,“ segir Dagur og bætir við að hann sjái fyrir sér að matarmarkaður rísi á Hlemmi.

Dagur B. Eggertsson
„Víða um Evrópu eru að spretta upp matarmarkaðir og það er oftast mikið líf og fjör í kring um þá.“

Varðandi það hvort Strætó muni hætta að stoppa á Hlemmi segir Dagur að svo verði ekki. „Eina breytingin verður sú að Hlemmur verður ekki biðstöð lengur heldur skiptistöð.“

Dagur segir að vinnuhópur, sem skipaður var í kjölfar þess að Reykjavíkurborg keypti BSÍ árið 2013, sé enn að störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×