Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. maí 2015 07:00 Ríkisstjórnin hefur unnið að tillögum að skattkerfisbreytingum til að liðka fyrir kjarasamningum. Oddvitar ríkisstjórnarinnar munu líklega kynna þær í dag. vísir/gva Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið í tveimur áföngum þannig að það verði horfið að fullu í árslok 2017, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mörkin verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Ríkissjóður þarf að leggja til 15 til 17 milljarða í formi lægri skatttekna. Breytingin mun hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur allra tekjuhópa hækka, en minnst hjá þeim tekjulægstu, þar sem þeir greiða lægri skatta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að til þessa hafi sérstaklega verið horft í nýgerðum kjarasamningum VR, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnurekenda. Í þeim samningum er sérstaklega horft til hækkunar lægstu launa. Þannig munu lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur í maí 2018. Nokkra athygli hefur vakið að millitekjuhóparnir bera minna úr býtum í samningunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það af útspili ríkisstjórnarinnar.Breytingarnar í næstu fjárlögum Útspilið var kynnt fyrir forystumönnum stéttarfélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, en enginn þeirra vildi tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Frekari kynning mun fara fram á þessum aðgerðum í dag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvernig prósentutölur verða í hvoru skattþrepi fyrir sig. Hugnist verkalýðsfélögunum aðgerðirnar er búist við að skrifað verði undir samninga í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í síðasta lagi á morgun. Í dag eru þrjú tekjuskattþrep og greiða launþegar 22,86 prósenta tekjuskatt af tekjum undir 309.140 krónum á mánuði, 25,3 prósent af tekjum frá þeirri upphæð að 836.404 krónum og 31,8 prósent af tekjum yfir 836.405. Breytingarnar verða lagðar fram í næstu fjárlögum, sem þarf að leggja fram fyrir 1. september. Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið í tveimur áföngum þannig að það verði horfið að fullu í árslok 2017, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mörkin verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Ríkissjóður þarf að leggja til 15 til 17 milljarða í formi lægri skatttekna. Breytingin mun hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur allra tekjuhópa hækka, en minnst hjá þeim tekjulægstu, þar sem þeir greiða lægri skatta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að til þessa hafi sérstaklega verið horft í nýgerðum kjarasamningum VR, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnurekenda. Í þeim samningum er sérstaklega horft til hækkunar lægstu launa. Þannig munu lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur í maí 2018. Nokkra athygli hefur vakið að millitekjuhóparnir bera minna úr býtum í samningunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það af útspili ríkisstjórnarinnar.Breytingarnar í næstu fjárlögum Útspilið var kynnt fyrir forystumönnum stéttarfélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, en enginn þeirra vildi tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Frekari kynning mun fara fram á þessum aðgerðum í dag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvernig prósentutölur verða í hvoru skattþrepi fyrir sig. Hugnist verkalýðsfélögunum aðgerðirnar er búist við að skrifað verði undir samninga í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í síðasta lagi á morgun. Í dag eru þrjú tekjuskattþrep og greiða launþegar 22,86 prósenta tekjuskatt af tekjum undir 309.140 krónum á mánuði, 25,3 prósent af tekjum frá þeirri upphæð að 836.404 krónum og 31,8 prósent af tekjum yfir 836.405. Breytingarnar verða lagðar fram í næstu fjárlögum, sem þarf að leggja fram fyrir 1. september.
Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira