Úr þremur skattþrepum í tvö: Miðað verður við 700 þúsund í mánaðarlaun Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. maí 2015 07:00 Ríkisstjórnin hefur unnið að tillögum að skattkerfisbreytingum til að liðka fyrir kjarasamningum. Oddvitar ríkisstjórnarinnar munu líklega kynna þær í dag. vísir/gva Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið í tveimur áföngum þannig að það verði horfið að fullu í árslok 2017, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mörkin verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Ríkissjóður þarf að leggja til 15 til 17 milljarða í formi lægri skatttekna. Breytingin mun hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur allra tekjuhópa hækka, en minnst hjá þeim tekjulægstu, þar sem þeir greiða lægri skatta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að til þessa hafi sérstaklega verið horft í nýgerðum kjarasamningum VR, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnurekenda. Í þeim samningum er sérstaklega horft til hækkunar lægstu launa. Þannig munu lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur í maí 2018. Nokkra athygli hefur vakið að millitekjuhóparnir bera minna úr býtum í samningunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það af útspili ríkisstjórnarinnar.Breytingarnar í næstu fjárlögum Útspilið var kynnt fyrir forystumönnum stéttarfélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, en enginn þeirra vildi tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Frekari kynning mun fara fram á þessum aðgerðum í dag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvernig prósentutölur verða í hvoru skattþrepi fyrir sig. Hugnist verkalýðsfélögunum aðgerðirnar er búist við að skrifað verði undir samninga í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í síðasta lagi á morgun. Í dag eru þrjú tekjuskattþrep og greiða launþegar 22,86 prósenta tekjuskatt af tekjum undir 309.140 krónum á mánuði, 25,3 prósent af tekjum frá þeirri upphæð að 836.404 krónum og 31,8 prósent af tekjum yfir 836.405. Breytingarnar verða lagðar fram í næstu fjárlögum, sem þarf að leggja fram fyrir 1. september. Verkfall 2016 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst afnema millitekjuskattþrepið í tveimur áföngum þannig að það verði horfið að fullu í árslok 2017, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mörkin verða við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Ríkissjóður þarf að leggja til 15 til 17 milljarða í formi lægri skatttekna. Breytingin mun hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur allra tekjuhópa hækka, en minnst hjá þeim tekjulægstu, þar sem þeir greiða lægri skatta. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að til þessa hafi sérstaklega verið horft í nýgerðum kjarasamningum VR, Flóabandalagsins og Stéttarfélags Vesturlands við Samtök atvinnurekenda. Í þeim samningum er sérstaklega horft til hækkunar lægstu launa. Þannig munu lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur í maí 2018. Nokkra athygli hefur vakið að millitekjuhóparnir bera minna úr býtum í samningunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það af útspili ríkisstjórnarinnar.Breytingarnar í næstu fjárlögum Útspilið var kynnt fyrir forystumönnum stéttarfélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær, en enginn þeirra vildi tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Frekari kynning mun fara fram á þessum aðgerðum í dag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvernig prósentutölur verða í hvoru skattþrepi fyrir sig. Hugnist verkalýðsfélögunum aðgerðirnar er búist við að skrifað verði undir samninga í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í síðasta lagi á morgun. Í dag eru þrjú tekjuskattþrep og greiða launþegar 22,86 prósenta tekjuskatt af tekjum undir 309.140 krónum á mánuði, 25,3 prósent af tekjum frá þeirri upphæð að 836.404 krónum og 31,8 prósent af tekjum yfir 836.405. Breytingarnar verða lagðar fram í næstu fjárlögum, sem þarf að leggja fram fyrir 1. september.
Verkfall 2016 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira