Gagnrýna skúravæðingu Landmannalauga Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Um 80 þúsund gestir heimsækja Landmannalaugar árlega og þær eru ein af fjölsóttustu perlum hálendisins. Rangárþing ytra hefur veitt stöðuleyfi fyrir gáma, þjónustuhús og tvær skólarútur í Landmannalaugum sem munu verða notaðar til að þjónusta ferðamenn á svæðinu í sumar. Í janúar kynnti Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta vinningstillögu í samkeppni um skipulag og hönnun svæðisins í Landmannalaugum. Markmið með tillögunni var að endurheimta landgæði svæðisins. Ferðafélag Íslands gagnrýnir stöðuleyfisveitingarnar og er almennt á móti gáma- og skúravæðingu hálendisins.Páll Guðmundsson Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið reka um fjörutíu skála víða á hálendinu og hafa lagt mikið upp úr því að þeir skálar falli að umhverfinu sem best. Gámar og skúrar í Landmannalaugum séu ekki til þess fallnir að falla að umhverfinu og bæta ásýnd svæðisins. „Það er einföld sýn okkar á það að við erum á móti skúravæðingu á hálendi Íslands,“ segir Páll. Sveitarfélög hafa skipulagsvald yfir sínu svæði minnir Páll á. „Rétt er að benda á að sveitarfélagið hefur metnað og vilja til að breyta ásýnd Landmannalauga og er það í ferli innan sveitarfélagsins hvernig best sé að haga þeim breytingum. Því skjóta þessar leyfisveitingar skökku við í þeirri umræðu,“ segir Páll. Vilji Ferðafélagsins er að sögn Páls skýr. „Við hefðum viljað fjarlægja alla gáma úr Landmannalaugum sem myndi breyta ásýnd svæðisins. Það eru viðræður á milli félagsins og sveitarfélagsins um ásýnd svæðisins í gangi og við vonum að þær beri árangur.“ Á fundi sveitarstjórnar 29. apríl síðastliðinn var samþykkt tillaga um að stofna vinnuhóp um skipulagsmál í Landmannalaugum. Samhliða því yrði útbúinn samráðsvettvangur um skipulagsmál milli sveitarfélagsins og Ferðafélags íslands sem rekur starfsemi á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segir þessar stöðuveitingar ekki falla að þeim markmiðum að bæta ásýnd Landmannalauga. „Nei, það gerir það því miður ekki og ásýnd Landmannalauga mun ekki lagast fyrr en við komumst með málið á rekspöl og tillögurnar eru í vinnslu. Tilgangurinn með vinnu sveitarfélagsins er að bæta ásýnd Landmannalauga og þess vegna var lagt af stað í þá vegferð,“ segir oddvitinn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Rangárþing ytra hefur veitt stöðuleyfi fyrir gáma, þjónustuhús og tvær skólarútur í Landmannalaugum sem munu verða notaðar til að þjónusta ferðamenn á svæðinu í sumar. Í janúar kynnti Rangárþing ytra í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta vinningstillögu í samkeppni um skipulag og hönnun svæðisins í Landmannalaugum. Markmið með tillögunni var að endurheimta landgæði svæðisins. Ferðafélag Íslands gagnrýnir stöðuleyfisveitingarnar og er almennt á móti gáma- og skúravæðingu hálendisins.Páll Guðmundsson Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir félagið reka um fjörutíu skála víða á hálendinu og hafa lagt mikið upp úr því að þeir skálar falli að umhverfinu sem best. Gámar og skúrar í Landmannalaugum séu ekki til þess fallnir að falla að umhverfinu og bæta ásýnd svæðisins. „Það er einföld sýn okkar á það að við erum á móti skúravæðingu á hálendi Íslands,“ segir Páll. Sveitarfélög hafa skipulagsvald yfir sínu svæði minnir Páll á. „Rétt er að benda á að sveitarfélagið hefur metnað og vilja til að breyta ásýnd Landmannalauga og er það í ferli innan sveitarfélagsins hvernig best sé að haga þeim breytingum. Því skjóta þessar leyfisveitingar skökku við í þeirri umræðu,“ segir Páll. Vilji Ferðafélagsins er að sögn Páls skýr. „Við hefðum viljað fjarlægja alla gáma úr Landmannalaugum sem myndi breyta ásýnd svæðisins. Það eru viðræður á milli félagsins og sveitarfélagsins um ásýnd svæðisins í gangi og við vonum að þær beri árangur.“ Á fundi sveitarstjórnar 29. apríl síðastliðinn var samþykkt tillaga um að stofna vinnuhóp um skipulagsmál í Landmannalaugum. Samhliða því yrði útbúinn samráðsvettvangur um skipulagsmál milli sveitarfélagsins og Ferðafélags íslands sem rekur starfsemi á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu. Þorgils Torfi Jónsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segir þessar stöðuveitingar ekki falla að þeim markmiðum að bæta ásýnd Landmannalauga. „Nei, það gerir það því miður ekki og ásýnd Landmannalauga mun ekki lagast fyrr en við komumst með málið á rekspöl og tillögurnar eru í vinnslu. Tilgangurinn með vinnu sveitarfélagsins er að bæta ásýnd Landmannalauga og þess vegna var lagt af stað í þá vegferð,“ segir oddvitinn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira