Vill ekki tapa fyrir litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2015 07:00 Næsta mark jafnar metið. Margrét Lára Viðarsdóttir er komin á fullt á ný eftir barnsburðinn. Fréttablaðið/getty Ásthildur Helgadóttir kom íslenskum knattspyrnukonum á kortið í Svíþjóð með frábærri frammistöðu sinni með Malmö-liðinu á árunum 2005 til 2007 en þessi fyrrum markahæsta landsliðskona Íslands skoraði 46 mörk í 58 leikjum í sænsku deildinni, meira en nokkur önnur íslensk knattspyrnukona. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 45. mark í 4-1 sigri á Sunnanå SK í byrjun október 2013 og virtist vera komin í dauðafæri til að jafna met Ásthildar. Hún náði þó ekki að skora fleiri mörk á tímabilinu og við tók síðan árs frí þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn.Bjartsýn á framhaldið Margrét Lára er nú mætt á ný í slaginn með Kristianstad-liðinu í sænsku deildinni og þessu sinni með fyrirliðabandið. „Staðan á mér er bara fín. Ég er alltaf að komast í betra og betra form og er að reyna að halda meiðslunum í lágmarki. Svo lengi sem það er bara svoleiðis þá gengur þetta vel. Ég er bara bjartsýn á framhaldið,“ segir Margrét Lára sem er á sínu sjötta tímabili í sænsku deildinni. „Það er gaman að vera komin aftur í deild þeirra bestu hér í Svíþjóð og það eru að mínu mati forréttindi að geta tekið þátt í því,“ segir Margrét Lára sem vantar aðeins sex leiki í að verða önnur íslenska konan á eftir Erlu Steinunni Arnardóttur til að spila hundrað leiki í sænsku kvennadeildinni. Margrét Lára hefur spilað með systur sinni, Elísu Viðarsdóttur, í A-landsliðinu en nú eru þær í fyrsta sinn saman í félagsliði. Fyrsta tímabil Elísu í atvinnumennsku var með Kristianstad í fyrra þegar Margrét Lára var í barnsburðarleyfi. „Það er mjög gaman að fá tækifæri til að vera saman í félagsliði. Við höfum aldrei spilað saman áður og erum að kynnast sem leikmenn sem er bara mjög gaman. Ég get miðlað henni af minni reynslu og á sama tíma getur hún sparkað í rassinn á systur sinni. Það drífur mig allavega áfram að vera með litlu systur á hverri æfingu því það vill enginn tapa fyrir litlu systur sinni,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er allt komið á fullt og það óneitanlega miklu skemmtilegra að vera kominn inn í tímabilið í stað þess að vera enn á undirbúningstímabili. Það er kostur þess að spila erlendis að við byrjum rúmum mánuði fyrr en á Íslandi og spilum líka lengra fram á haustið. Mér finnst muna mikið um það,“ segir Margrét Lára.Tvær sem deila fyrirliðabandinu Margrét Lára er með meiri ábyrgð en þegar hún var síðast í Kristianstad því líkt og hjá landsliðinu er hún fyrirliði liðsins. „Við erum tvær sem deilum fyrirliðabandinu, ég og sænsk stelpa. Það gengur bara mjög vel,“ segir Margrét Lára. Margrét er að spila í sókninni en þó ekki sem fremsti leikmaður. „Ég er í þessari tíu-stöðu sem ég var í seinast áður en að ég fór í barnsburðarleyfi. Ég er senter en fer samt aftar á völlinn heldur en hinn framherjinn. Þetta er staða sem hentar mér mjög vel í augnablikinu. Svo sjáum við til hvort ég færist ekki aðeins framar þegar líða tekur á tímabilið,“ segir Margrét Lára sem hefur ekki náð að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum.Aðeins lengra frá markinu „Ég er aðeins lengra frá markinu í þessari stöðu en þrátt fyrir það þá kann ég vel við mig þarna. Ég er mikið með boltann og get búið mikið til fyrir aðra og ég kann vel við það líka,“ segir Margrét Lára en auk Elísu spila Guðný Björk Óðinsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með henni í Kristianstad-liðinu. Elísabet Gunnarsdóttir er síðan þjálfari liðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í Kristianstad mæta öðru Íslendingaliði í kvöld þegar Kopparbergs/Göteborg kemur í heimsókn í 3. umferð sænsku deildarinnar. Arna Sif Ásgrímsdóttir spilar með Gautaborgarliðinu en hún er að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennskunni. Nú er að sjá hvort Margrét Lára nái að jafna met Ásthildar í kvöld eða í næstu leikjum en það er nokkuð ljóst að markadrottning sænsku úrvalsdeildarinnar árið 2011 er hungruð í sitt fyrsta mótsmark eftir að hún varð mamma.Markahæstar í sænsku deildinni: Ásthildur Helgadóttir 46 mörk Margrét Lára Viðarsdóttir 45 Sara Björk Gunnarsdóttir 27 Erla Steina Arnardóttir 12 Dóra Stefánsdóttir 10 Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir kom íslenskum knattspyrnukonum á kortið í Svíþjóð með frábærri frammistöðu sinni með Malmö-liðinu á árunum 2005 til 2007 en þessi fyrrum markahæsta landsliðskona Íslands skoraði 46 mörk í 58 leikjum í sænsku deildinni, meira en nokkur önnur íslensk knattspyrnukona. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 45. mark í 4-1 sigri á Sunnanå SK í byrjun október 2013 og virtist vera komin í dauðafæri til að jafna met Ásthildar. Hún náði þó ekki að skora fleiri mörk á tímabilinu og við tók síðan árs frí þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn.Bjartsýn á framhaldið Margrét Lára er nú mætt á ný í slaginn með Kristianstad-liðinu í sænsku deildinni og þessu sinni með fyrirliðabandið. „Staðan á mér er bara fín. Ég er alltaf að komast í betra og betra form og er að reyna að halda meiðslunum í lágmarki. Svo lengi sem það er bara svoleiðis þá gengur þetta vel. Ég er bara bjartsýn á framhaldið,“ segir Margrét Lára sem er á sínu sjötta tímabili í sænsku deildinni. „Það er gaman að vera komin aftur í deild þeirra bestu hér í Svíþjóð og það eru að mínu mati forréttindi að geta tekið þátt í því,“ segir Margrét Lára sem vantar aðeins sex leiki í að verða önnur íslenska konan á eftir Erlu Steinunni Arnardóttur til að spila hundrað leiki í sænsku kvennadeildinni. Margrét Lára hefur spilað með systur sinni, Elísu Viðarsdóttur, í A-landsliðinu en nú eru þær í fyrsta sinn saman í félagsliði. Fyrsta tímabil Elísu í atvinnumennsku var með Kristianstad í fyrra þegar Margrét Lára var í barnsburðarleyfi. „Það er mjög gaman að fá tækifæri til að vera saman í félagsliði. Við höfum aldrei spilað saman áður og erum að kynnast sem leikmenn sem er bara mjög gaman. Ég get miðlað henni af minni reynslu og á sama tíma getur hún sparkað í rassinn á systur sinni. Það drífur mig allavega áfram að vera með litlu systur á hverri æfingu því það vill enginn tapa fyrir litlu systur sinni,“ sagði Margrét Lára. „Þetta er allt komið á fullt og það óneitanlega miklu skemmtilegra að vera kominn inn í tímabilið í stað þess að vera enn á undirbúningstímabili. Það er kostur þess að spila erlendis að við byrjum rúmum mánuði fyrr en á Íslandi og spilum líka lengra fram á haustið. Mér finnst muna mikið um það,“ segir Margrét Lára.Tvær sem deila fyrirliðabandinu Margrét Lára er með meiri ábyrgð en þegar hún var síðast í Kristianstad því líkt og hjá landsliðinu er hún fyrirliði liðsins. „Við erum tvær sem deilum fyrirliðabandinu, ég og sænsk stelpa. Það gengur bara mjög vel,“ segir Margrét Lára. Margrét er að spila í sókninni en þó ekki sem fremsti leikmaður. „Ég er í þessari tíu-stöðu sem ég var í seinast áður en að ég fór í barnsburðarleyfi. Ég er senter en fer samt aftar á völlinn heldur en hinn framherjinn. Þetta er staða sem hentar mér mjög vel í augnablikinu. Svo sjáum við til hvort ég færist ekki aðeins framar þegar líða tekur á tímabilið,“ segir Margrét Lára sem hefur ekki náð að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum.Aðeins lengra frá markinu „Ég er aðeins lengra frá markinu í þessari stöðu en þrátt fyrir það þá kann ég vel við mig þarna. Ég er mikið með boltann og get búið mikið til fyrir aðra og ég kann vel við það líka,“ segir Margrét Lára en auk Elísu spila Guðný Björk Óðinsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með henni í Kristianstad-liðinu. Elísabet Gunnarsdóttir er síðan þjálfari liðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í Kristianstad mæta öðru Íslendingaliði í kvöld þegar Kopparbergs/Göteborg kemur í heimsókn í 3. umferð sænsku deildarinnar. Arna Sif Ásgrímsdóttir spilar með Gautaborgarliðinu en hún er að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennskunni. Nú er að sjá hvort Margrét Lára nái að jafna met Ásthildar í kvöld eða í næstu leikjum en það er nokkuð ljóst að markadrottning sænsku úrvalsdeildarinnar árið 2011 er hungruð í sitt fyrsta mótsmark eftir að hún varð mamma.Markahæstar í sænsku deildinni: Ásthildur Helgadóttir 46 mörk Margrét Lára Viðarsdóttir 45 Sara Björk Gunnarsdóttir 27 Erla Steina Arnardóttir 12 Dóra Stefánsdóttir 10
Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira