Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. apríl 2015 07:00 Vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar er í fullum gangi í fjármálaráðuneytinu. Forsætisráðherra vonast til að þau verði lögð fram á næstunni. vísir/vilhelm Lán Íbúðarlánasjóðs til einstaklinga nema um 600 milljörðum króna, eins og kemur fram í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2014.Þau eru öll verðtryggð. Í nýjasta yfirliti Seðlabankans kemur fram að verðtryggð lán vegna húsnæðiskaupa nema 450 milljörðum króna. Þegar við bætist um 200 milljarða lán lífeyrissjóðanna liggur fyrir að samanlögð upphæð verðtryggða húsnæðislána á Íslandi er rétt um 1.200 milljarðar króna. Hækkun verðbólgu um eitt prósent hækkar því þessi lán um 12 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir afar mikilvægt að hafa þetta í huga í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. „Húsnæðislánin eru ein af ástæðunum fyrir því að það er mikilvægt að forðast það að verðbólgan fari aftur á skrið,“ segir Sigmundur og nefndir einnig að fátt dragi jafn mikið úr kaupmætti og komi í veg fyrir kaupmáttaraukningu og verðbólga. „Hvað varðar svo húsnæðismálin sérstaklega þá er það jú eitt atriði, en þar er mikilvægt að hafa í huga vegna umræðu sem hefur orðið að leiðréttingin er í raun verðtryggð líka, því mun meiri sem verðbólgan er þeim mun meira munar um að leiðréttingin hafi átt sér stað. Það breytir þó ekki því að það er engu að síður stórhættulegt og mjög skaðlegt að verðbólgan fari af stað. Þess vegna hlýtur að vera mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir það.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir að verðbólga mundi hafa töluverð áhrif á skuldaniðurfærsluna. „Verðbólgan étur upp þessa niðurfærslu á lánunum. Niðurfærslan er náttúrulega verðbólguhvetjandi, það er bara spurning um hversu mikil áhrifin verða. Allar þessar stærðir tengjast hins vegar. Um leið og laun byrja að hækka fer fasteignaverð að hækka. Það er því ekkert ólíklegt að það eigið fé sem búið var til hjá fólki með skuldaniðurfærslunni haldi sér.“Afnám verðtryggingar væntanlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar gangi vel. „Það liggur fyrir formleg samþykkt í ríkisstjórn um næstu skref og nú er verið að vinna frumvörp í fjármálaráðuneytinu í samræmi við það.“ Sigmundur treystir sér ekki til að segja hvenær von sé á þeim frumvöprum, vonandi áður en langt um líður. En nást þau á yfirstandandi þingi? „Það væri auðvitað langbest, en ég veit ekki nákvæmlega hve mikið menn eiga eftir þar.“ Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Lán Íbúðarlánasjóðs til einstaklinga nema um 600 milljörðum króna, eins og kemur fram í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2014.Þau eru öll verðtryggð. Í nýjasta yfirliti Seðlabankans kemur fram að verðtryggð lán vegna húsnæðiskaupa nema 450 milljörðum króna. Þegar við bætist um 200 milljarða lán lífeyrissjóðanna liggur fyrir að samanlögð upphæð verðtryggða húsnæðislána á Íslandi er rétt um 1.200 milljarðar króna. Hækkun verðbólgu um eitt prósent hækkar því þessi lán um 12 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir afar mikilvægt að hafa þetta í huga í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. „Húsnæðislánin eru ein af ástæðunum fyrir því að það er mikilvægt að forðast það að verðbólgan fari aftur á skrið,“ segir Sigmundur og nefndir einnig að fátt dragi jafn mikið úr kaupmætti og komi í veg fyrir kaupmáttaraukningu og verðbólga. „Hvað varðar svo húsnæðismálin sérstaklega þá er það jú eitt atriði, en þar er mikilvægt að hafa í huga vegna umræðu sem hefur orðið að leiðréttingin er í raun verðtryggð líka, því mun meiri sem verðbólgan er þeim mun meira munar um að leiðréttingin hafi átt sér stað. Það breytir þó ekki því að það er engu að síður stórhættulegt og mjög skaðlegt að verðbólgan fari af stað. Þess vegna hlýtur að vera mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir það.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir að verðbólga mundi hafa töluverð áhrif á skuldaniðurfærsluna. „Verðbólgan étur upp þessa niðurfærslu á lánunum. Niðurfærslan er náttúrulega verðbólguhvetjandi, það er bara spurning um hversu mikil áhrifin verða. Allar þessar stærðir tengjast hins vegar. Um leið og laun byrja að hækka fer fasteignaverð að hækka. Það er því ekkert ólíklegt að það eigið fé sem búið var til hjá fólki með skuldaniðurfærslunni haldi sér.“Afnám verðtryggingar væntanlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar gangi vel. „Það liggur fyrir formleg samþykkt í ríkisstjórn um næstu skref og nú er verið að vinna frumvörp í fjármálaráðuneytinu í samræmi við það.“ Sigmundur treystir sér ekki til að segja hvenær von sé á þeim frumvöprum, vonandi áður en langt um líður. En nást þau á yfirstandandi þingi? „Það væri auðvitað langbest, en ég veit ekki nákvæmlega hve mikið menn eiga eftir þar.“
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira