Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. apríl 2015 07:00 Vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar er í fullum gangi í fjármálaráðuneytinu. Forsætisráðherra vonast til að þau verði lögð fram á næstunni. vísir/vilhelm Lán Íbúðarlánasjóðs til einstaklinga nema um 600 milljörðum króna, eins og kemur fram í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2014.Þau eru öll verðtryggð. Í nýjasta yfirliti Seðlabankans kemur fram að verðtryggð lán vegna húsnæðiskaupa nema 450 milljörðum króna. Þegar við bætist um 200 milljarða lán lífeyrissjóðanna liggur fyrir að samanlögð upphæð verðtryggða húsnæðislána á Íslandi er rétt um 1.200 milljarðar króna. Hækkun verðbólgu um eitt prósent hækkar því þessi lán um 12 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir afar mikilvægt að hafa þetta í huga í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. „Húsnæðislánin eru ein af ástæðunum fyrir því að það er mikilvægt að forðast það að verðbólgan fari aftur á skrið,“ segir Sigmundur og nefndir einnig að fátt dragi jafn mikið úr kaupmætti og komi í veg fyrir kaupmáttaraukningu og verðbólga. „Hvað varðar svo húsnæðismálin sérstaklega þá er það jú eitt atriði, en þar er mikilvægt að hafa í huga vegna umræðu sem hefur orðið að leiðréttingin er í raun verðtryggð líka, því mun meiri sem verðbólgan er þeim mun meira munar um að leiðréttingin hafi átt sér stað. Það breytir þó ekki því að það er engu að síður stórhættulegt og mjög skaðlegt að verðbólgan fari af stað. Þess vegna hlýtur að vera mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir það.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir að verðbólga mundi hafa töluverð áhrif á skuldaniðurfærsluna. „Verðbólgan étur upp þessa niðurfærslu á lánunum. Niðurfærslan er náttúrulega verðbólguhvetjandi, það er bara spurning um hversu mikil áhrifin verða. Allar þessar stærðir tengjast hins vegar. Um leið og laun byrja að hækka fer fasteignaverð að hækka. Það er því ekkert ólíklegt að það eigið fé sem búið var til hjá fólki með skuldaniðurfærslunni haldi sér.“Afnám verðtryggingar væntanlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar gangi vel. „Það liggur fyrir formleg samþykkt í ríkisstjórn um næstu skref og nú er verið að vinna frumvörp í fjármálaráðuneytinu í samræmi við það.“ Sigmundur treystir sér ekki til að segja hvenær von sé á þeim frumvöprum, vonandi áður en langt um líður. En nást þau á yfirstandandi þingi? „Það væri auðvitað langbest, en ég veit ekki nákvæmlega hve mikið menn eiga eftir þar.“ Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Lán Íbúðarlánasjóðs til einstaklinga nema um 600 milljörðum króna, eins og kemur fram í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2014.Þau eru öll verðtryggð. Í nýjasta yfirliti Seðlabankans kemur fram að verðtryggð lán vegna húsnæðiskaupa nema 450 milljörðum króna. Þegar við bætist um 200 milljarða lán lífeyrissjóðanna liggur fyrir að samanlögð upphæð verðtryggða húsnæðislána á Íslandi er rétt um 1.200 milljarðar króna. Hækkun verðbólgu um eitt prósent hækkar því þessi lán um 12 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir afar mikilvægt að hafa þetta í huga í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. „Húsnæðislánin eru ein af ástæðunum fyrir því að það er mikilvægt að forðast það að verðbólgan fari aftur á skrið,“ segir Sigmundur og nefndir einnig að fátt dragi jafn mikið úr kaupmætti og komi í veg fyrir kaupmáttaraukningu og verðbólga. „Hvað varðar svo húsnæðismálin sérstaklega þá er það jú eitt atriði, en þar er mikilvægt að hafa í huga vegna umræðu sem hefur orðið að leiðréttingin er í raun verðtryggð líka, því mun meiri sem verðbólgan er þeim mun meira munar um að leiðréttingin hafi átt sér stað. Það breytir þó ekki því að það er engu að síður stórhættulegt og mjög skaðlegt að verðbólgan fari af stað. Þess vegna hlýtur að vera mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir það.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir að verðbólga mundi hafa töluverð áhrif á skuldaniðurfærsluna. „Verðbólgan étur upp þessa niðurfærslu á lánunum. Niðurfærslan er náttúrulega verðbólguhvetjandi, það er bara spurning um hversu mikil áhrifin verða. Allar þessar stærðir tengjast hins vegar. Um leið og laun byrja að hækka fer fasteignaverð að hækka. Það er því ekkert ólíklegt að það eigið fé sem búið var til hjá fólki með skuldaniðurfærslunni haldi sér.“Afnám verðtryggingar væntanlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar gangi vel. „Það liggur fyrir formleg samþykkt í ríkisstjórn um næstu skref og nú er verið að vinna frumvörp í fjármálaráðuneytinu í samræmi við það.“ Sigmundur treystir sér ekki til að segja hvenær von sé á þeim frumvöprum, vonandi áður en langt um líður. En nást þau á yfirstandandi þingi? „Það væri auðvitað langbest, en ég veit ekki nákvæmlega hve mikið menn eiga eftir þar.“
Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira