Blekktar til að gerast ábyrgðarmenn viktoría hermannsdóttir skrifar 21. apríl 2015 10:00 Konurnar skrifuðu undir í þeirri trú að þær væru að gerast vottar en ekki að þær væru í persónulegri ábyrgð fyrir lánunum. NORDICPHOTOS/GETTY „Við brýnum fyrir þeim sem koma á námskeið til okkar að skrifa ekki undir neitt ef þau eru ekki viss um hvað það er. Hafa fyrst samband og fá aðstoð,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Dæmi eru um mál þar sem konur af erlendum uppruna hafa skrifað undir lánaábyrgðir á röngum forsendum, þar sem þeim hefur verið sagt, af aðilum sem þær hafa treyst, að þær hafi verið að votta undirskrift en séu hins vegar að gangast í ábyrgð fyrir lánum og hafa lent í talsverðum fjárhagsvandræðum vegna þess. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögmaður hjá Bonafide lögmönnum, hefur haft tvö slík mál á sinni könnu þar sem þrjár konur koma við sögu. „Þær héldu að þær væru að undirrita sem vitundarvottar. Í öðru málinu var það gert í banka og í hinu voru pappírarnir undirritaðir heima,“ segir Elín. Í báðum tilfellum var verið að undirrita persónulega ábyrgð fyrir skyldmenni en konurnar stóðu í þeirri trú að þær væru að undirrita sem vitundarvottar en ekki að ganga í ábyrgð fyrir skuldum. Síðan hafi aðalskuldari lánsins hætt að borga og ábyrgðin fallið á þær.Elín Hrefna Ólafsdóttir, Margrét Steinarsdóttir og Anna Katarzyna Wozniczka.„Bankinn fór fram á fjárnám í öðru málinu og ætlaði að bjóða ofan af þeim 37 fermetra íbúð sem þær bjuggu báðar í. Þarna var sótt af ótrúlegum krafti að konum sem ekkert eiga,“ segir Elín en henni tókst að semja um málið fyrir þeirra hönd. „Það tók ár að koma í veg fyrir frekara tjón. Það eru örugglega miklu fleiri í þessari stöðu en þær sem tengjast þeim málum sem ég hef verið með því þær voru heppnar að hafa einhvern sem benti þeim á að þær gætu leitað sér aðstoðar,“ segir Elín og telur brýnt að fjármálastofnanir upplýsi þá sem skrifa undir slíkt að upplýsa viðkomandi um hvað sé verið að skrifa undir. Anna segir Samtökin hafa barist fyrir bættri túlkaþjónustu. Þær hafi heyrt dæmi um að fólk skrifi undir eitthvað sem það skilji ekki fyllilega og oft sé erfitt að fá aðstoð túlks. „Það er oft þannig að þær eru ekki að koma til okkar eða lögfræðings fyrr en þær eru búnar að skrifa undir,“ segir Anna. Hún segir brýnt að opinberar stofnanir og fyrirtæki fræði fólk og upplýsi hvað það sé að skrifa undir. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist einnig þekkja dæmi þess að fólk hafi skrifað undir eitthvað sem það hafi ekki fyllilega skilning á. Víða sé misbrestur á túlkaþjónustu. „Ég man ekki eftir að fólk hafi sagt mér að það hafi fengið túlkun um það hvað þetta raunverulega þýddi sem það var að skrifa undir, oft hefur það verið sá sem er að taka lánið sem hefur sagt hvað það þýddi að skrifa undir. Ég hef dæmi um fólk þar sem á einhvern hátt er búið að notfæra sér vanþekkingu þeirra á tungumálinu eða kerfinu, bága aðstöðu eða þvíumlíkt,“ segir Margrét. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Við brýnum fyrir þeim sem koma á námskeið til okkar að skrifa ekki undir neitt ef þau eru ekki viss um hvað það er. Hafa fyrst samband og fá aðstoð,“ segir Anna Katarzyna Wozniczka, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Dæmi eru um mál þar sem konur af erlendum uppruna hafa skrifað undir lánaábyrgðir á röngum forsendum, þar sem þeim hefur verið sagt, af aðilum sem þær hafa treyst, að þær hafi verið að votta undirskrift en séu hins vegar að gangast í ábyrgð fyrir lánum og hafa lent í talsverðum fjárhagsvandræðum vegna þess. Elín Hrefna Ólafsdóttir, lögmaður hjá Bonafide lögmönnum, hefur haft tvö slík mál á sinni könnu þar sem þrjár konur koma við sögu. „Þær héldu að þær væru að undirrita sem vitundarvottar. Í öðru málinu var það gert í banka og í hinu voru pappírarnir undirritaðir heima,“ segir Elín. Í báðum tilfellum var verið að undirrita persónulega ábyrgð fyrir skyldmenni en konurnar stóðu í þeirri trú að þær væru að undirrita sem vitundarvottar en ekki að ganga í ábyrgð fyrir skuldum. Síðan hafi aðalskuldari lánsins hætt að borga og ábyrgðin fallið á þær.Elín Hrefna Ólafsdóttir, Margrét Steinarsdóttir og Anna Katarzyna Wozniczka.„Bankinn fór fram á fjárnám í öðru málinu og ætlaði að bjóða ofan af þeim 37 fermetra íbúð sem þær bjuggu báðar í. Þarna var sótt af ótrúlegum krafti að konum sem ekkert eiga,“ segir Elín en henni tókst að semja um málið fyrir þeirra hönd. „Það tók ár að koma í veg fyrir frekara tjón. Það eru örugglega miklu fleiri í þessari stöðu en þær sem tengjast þeim málum sem ég hef verið með því þær voru heppnar að hafa einhvern sem benti þeim á að þær gætu leitað sér aðstoðar,“ segir Elín og telur brýnt að fjármálastofnanir upplýsi þá sem skrifa undir slíkt að upplýsa viðkomandi um hvað sé verið að skrifa undir. Anna segir Samtökin hafa barist fyrir bættri túlkaþjónustu. Þær hafi heyrt dæmi um að fólk skrifi undir eitthvað sem það skilji ekki fyllilega og oft sé erfitt að fá aðstoð túlks. „Það er oft þannig að þær eru ekki að koma til okkar eða lögfræðings fyrr en þær eru búnar að skrifa undir,“ segir Anna. Hún segir brýnt að opinberar stofnanir og fyrirtæki fræði fólk og upplýsi hvað það sé að skrifa undir. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist einnig þekkja dæmi þess að fólk hafi skrifað undir eitthvað sem það hafi ekki fyllilega skilning á. Víða sé misbrestur á túlkaþjónustu. „Ég man ekki eftir að fólk hafi sagt mér að það hafi fengið túlkun um það hvað þetta raunverulega þýddi sem það var að skrifa undir, oft hefur það verið sá sem er að taka lánið sem hefur sagt hvað það þýddi að skrifa undir. Ég hef dæmi um fólk þar sem á einhvern hátt er búið að notfæra sér vanþekkingu þeirra á tungumálinu eða kerfinu, bága aðstöðu eða þvíumlíkt,“ segir Margrét.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira