Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Í Karphúsinu. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari sækir hér stól inn á samningafund í Borgartúninu um daginn. Mikið virðist enn bera á milli í samningum. Fréttablaðið/Pjetur Kröfur ólíkra hópa í yfirstandandi kjarasamningum fela í sér hækkun launa á bilinu 17 til um 70 prósent samkvæmt heimildum blaðsins. Samningar sem nú er unnið að ná til um 120 til 130 þúsund manns á vinnumarkaði. Sömu heimildir herma að innan raða viðsemjenda félaganna séu kröfurnar taldar óbilgjarnar og fela í sér kröfur sem taki ekki á nokkurn hátt tillit til stöðu og launaþróunar einstakra hópa. Um sé að ræða „blindar“ kröfur um launahækkanir upp á tugi prósenta. Þá beri þær með sér að ekki sé um að ræða afmarkaða aðgerð til að hækka lægstu laun sérstaklega.Framreiknuð launaþróun frá árinu 2006 miðað við að þeir hópar sem eftir á að semja við fái fimm prósenta kauphækkun. Efst skarast línur félagsfólks KÍ og ríkisstarfsmanna innan raða ASÍ, en neðsta línan sýnir launaþróun lækna.Bent hefur verið á að tölur um launaþróun ólíkra hópa beri ekki í sér tölur sem leiða ættu til ófriðar á vinnumarkaði. Þannig sé þróun launa ólíkra hópa nokkuð jöfn frá árinu 2006 þegar hún er borin saman línulega, líkt og sjá má hér til hliðar. Í grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritaði í efnahagsritið Vísbendingu í byrjun mars benti hann á að Seðlabankanum væri nauðugur einn kostur að hækka stýrivexti, yrðu hækkanir launa umfram það sem samrýmdist verðbólgumarkmiði bankans. Í febrúar kynntu Samtök atvinnulífsins (SA) líka sviðsmyndagreiningu ólíkra kjarasamninga. Þar nefndist ein „eltum lækna“ og miðaðist við 30 prósenta uppsafnaða launahækkun á þremur árum. Í greiningu á þeim aðstæðum var gert ráð fyrir að verðbólga yrði um 27 prósent og að árshraði verðbólgu færi mest í 14 prósent og stýrivextir í 12 prósent.Helstu kröfur stéttarfélaganna við samningaborðiðStarfsgreinasambandið: Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa, þar sem hlutfallsleg hækkun er mest á hæstu taxta, vegna þess að munur er aukinn milli launaflokka og aldursþrepa. Lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Meðallaun hópsins eru nú sögð um 430 þúsund krónur á mánuði.Flóabandalagið: Farið er fram á 35 þúsund króna hækkun lægstu byrjunarlauna. Aukið bil á milli launaflokka og aldursþrepa er sagt fela í sér 17,5 til 22 prósenta hækkun launataxta. Þá er krafist 33 þúsund króna almennrar hækkunar sem samsvarar um 10 prósenta hækkun að meðaltali á launum þeirra sem taka hærri laun en samkvæmt lágmarkstöxtum. Samið verði til 12 mánaða.VR: Krafist er 50 þúsund króna launaþróunartryggingar sem myndi svara um 20 prósenta hækkun tekjulægstu hópanna, en að meðaltali 10 prósenta hækkun á launum sem eru yfir umsömdum lágmarkstöxtum. Félagið segir kröfuna auka launakostnað um 5,65 prósent. Samið verði til 12 mánaða.Iðnaðarmenn: Almenn launahækkun verði 20 prósent. Hækkun lægsta taxta nemi 100 þúsund krónum, en taxtahækkanir verði á bilinu 37 til 44 prósent, mest á hæsta taxta. Þá sé krafist enn meiri hækkana hjá Matvís sem séu með lægri taxta en hinir hóparnir. Samið verði til 12 mánaða.BHM: Lægsti taxti hækki um 50,9 prósent, úr 265 þúsundum í 400 þúsund krónur. Í tilfelli einstakra hópa stéttarfélaga innan BHM er svo sagt krafist enn meiri hækkana. Samningstími verði allt að þrjú ár.BSRB: Farið fram á 17 til 25 prósenta hækkun launa. Vinnuvika verði stytt og laun leiðrétt miðað við almennan vinnumarkað, auk fleiri þátta. Samningstími verði 12 mánuðir. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Kröfur ólíkra hópa í yfirstandandi kjarasamningum fela í sér hækkun launa á bilinu 17 til um 70 prósent samkvæmt heimildum blaðsins. Samningar sem nú er unnið að ná til um 120 til 130 þúsund manns á vinnumarkaði. Sömu heimildir herma að innan raða viðsemjenda félaganna séu kröfurnar taldar óbilgjarnar og fela í sér kröfur sem taki ekki á nokkurn hátt tillit til stöðu og launaþróunar einstakra hópa. Um sé að ræða „blindar“ kröfur um launahækkanir upp á tugi prósenta. Þá beri þær með sér að ekki sé um að ræða afmarkaða aðgerð til að hækka lægstu laun sérstaklega.Framreiknuð launaþróun frá árinu 2006 miðað við að þeir hópar sem eftir á að semja við fái fimm prósenta kauphækkun. Efst skarast línur félagsfólks KÍ og ríkisstarfsmanna innan raða ASÍ, en neðsta línan sýnir launaþróun lækna.Bent hefur verið á að tölur um launaþróun ólíkra hópa beri ekki í sér tölur sem leiða ættu til ófriðar á vinnumarkaði. Þannig sé þróun launa ólíkra hópa nokkuð jöfn frá árinu 2006 þegar hún er borin saman línulega, líkt og sjá má hér til hliðar. Í grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, ritaði í efnahagsritið Vísbendingu í byrjun mars benti hann á að Seðlabankanum væri nauðugur einn kostur að hækka stýrivexti, yrðu hækkanir launa umfram það sem samrýmdist verðbólgumarkmiði bankans. Í febrúar kynntu Samtök atvinnulífsins (SA) líka sviðsmyndagreiningu ólíkra kjarasamninga. Þar nefndist ein „eltum lækna“ og miðaðist við 30 prósenta uppsafnaða launahækkun á þremur árum. Í greiningu á þeim aðstæðum var gert ráð fyrir að verðbólga yrði um 27 prósent og að árshraði verðbólgu færi mest í 14 prósent og stýrivextir í 12 prósent.Helstu kröfur stéttarfélaganna við samningaborðiðStarfsgreinasambandið: Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa, þar sem hlutfallsleg hækkun er mest á hæstu taxta, vegna þess að munur er aukinn milli launaflokka og aldursþrepa. Lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Meðallaun hópsins eru nú sögð um 430 þúsund krónur á mánuði.Flóabandalagið: Farið er fram á 35 þúsund króna hækkun lægstu byrjunarlauna. Aukið bil á milli launaflokka og aldursþrepa er sagt fela í sér 17,5 til 22 prósenta hækkun launataxta. Þá er krafist 33 þúsund króna almennrar hækkunar sem samsvarar um 10 prósenta hækkun að meðaltali á launum þeirra sem taka hærri laun en samkvæmt lágmarkstöxtum. Samið verði til 12 mánaða.VR: Krafist er 50 þúsund króna launaþróunartryggingar sem myndi svara um 20 prósenta hækkun tekjulægstu hópanna, en að meðaltali 10 prósenta hækkun á launum sem eru yfir umsömdum lágmarkstöxtum. Félagið segir kröfuna auka launakostnað um 5,65 prósent. Samið verði til 12 mánaða.Iðnaðarmenn: Almenn launahækkun verði 20 prósent. Hækkun lægsta taxta nemi 100 þúsund krónum, en taxtahækkanir verði á bilinu 37 til 44 prósent, mest á hæsta taxta. Þá sé krafist enn meiri hækkana hjá Matvís sem séu með lægri taxta en hinir hóparnir. Samið verði til 12 mánaða.BHM: Lægsti taxti hækki um 50,9 prósent, úr 265 þúsundum í 400 þúsund krónur. Í tilfelli einstakra hópa stéttarfélaga innan BHM er svo sagt krafist enn meiri hækkana. Samningstími verði allt að þrjú ár.BSRB: Farið fram á 17 til 25 prósenta hækkun launa. Vinnuvika verði stytt og laun leiðrétt miðað við almennan vinnumarkað, auk fleiri þátta. Samningstími verði 12 mánuðir.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira