Framkvæmdir hafnar vegna útilaugar Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2015 07:15 Orkuveitan vinnur nú að tilflutningi raflagna áður en raunverulegur uppgröftur vegna laugarsvæðisins hefst. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Framkvæmdir vegna byggingar útilaugar sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg eru hafnar. „Orkuveitan er með stóra spennistöð sunnan við Sundhöllina. Lagnir að og frá því húsi eru margar og nálægt graftarsvæðinu og inni í því að hluta. Tilflutningur á þessu lögnum er hafinn,“ segir Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur og verkefnisstjóri nýju útilaugarinnar. Hann getur þess að færa þurfi nær götunni lagnir sem eru undir gangstéttinni meðfram Sundhöllinni að vestanverðu. „Það er ekki hægt að hengja þær í skurðbakkann eins og menn voru fyrst að velta fyrir sér.“Jarðvinna fer fljótlega að hefjast, að sögn Einars. „Verktakinn er mættur á svæðið en raunverulegur uppgröftur hefst um leið og búið er að girða byggingasvæðið varanlega af.“ Á svæðinu, sem Einar bendir á að sé reyndar afar þröngt, verður 25 m löng sundlaug, vaðlaug fyrir krakka, eimbað með köldum potti við hliðina og nuddpottur. Við austurgafl Sundhallarinnar, þar sem nú eru nuddpottar, eru stefnt að rólegu svæði með heitum pottum án vatnsnudds. „Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega en er álitið heppilegt fyrir laugarsvæðið eftir stækkun,“ segir Einar. Byggt verður nýtt anddyri sem verður sameiginlegt fyrir útilaugina og gömlu innilaugina. Innangengt verður á milli lauganna. Áætlað er að sundlaugarsvæðið verði opnað vorið 2017. „Það tekur tíma að steypa upp laugarker og svo þarf kerið marga mánuði til að þorna. Sundlaugar eru öðruvísi en önnur mannvirki að þessu leyti. Þetta spilar inn í verktímann,“ tekur Einar fram. Kostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 1.170 millónir króna og endurbæturnar á eldra húsinu, það er Sundhöllinni sjálfri, 250 milljónir króna.Við sundhöllina Áætlað er að svæðið verði opnað vorið 2017.Nýja laugin Útilaugin verður 25 metra löng. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Framkvæmdir vegna byggingar útilaugar sunnan við Sundhöllina við Barónsstíg eru hafnar. „Orkuveitan er með stóra spennistöð sunnan við Sundhöllina. Lagnir að og frá því húsi eru margar og nálægt graftarsvæðinu og inni í því að hluta. Tilflutningur á þessu lögnum er hafinn,“ segir Einar Hjálmar Jónsson, byggingatæknifræðingur og verkefnisstjóri nýju útilaugarinnar. Hann getur þess að færa þurfi nær götunni lagnir sem eru undir gangstéttinni meðfram Sundhöllinni að vestanverðu. „Það er ekki hægt að hengja þær í skurðbakkann eins og menn voru fyrst að velta fyrir sér.“Jarðvinna fer fljótlega að hefjast, að sögn Einars. „Verktakinn er mættur á svæðið en raunverulegur uppgröftur hefst um leið og búið er að girða byggingasvæðið varanlega af.“ Á svæðinu, sem Einar bendir á að sé reyndar afar þröngt, verður 25 m löng sundlaug, vaðlaug fyrir krakka, eimbað með köldum potti við hliðina og nuddpottur. Við austurgafl Sundhallarinnar, þar sem nú eru nuddpottar, eru stefnt að rólegu svæði með heitum pottum án vatnsnudds. „Þetta hefur ekki verið ákveðið endanlega en er álitið heppilegt fyrir laugarsvæðið eftir stækkun,“ segir Einar. Byggt verður nýtt anddyri sem verður sameiginlegt fyrir útilaugina og gömlu innilaugina. Innangengt verður á milli lauganna. Áætlað er að sundlaugarsvæðið verði opnað vorið 2017. „Það tekur tíma að steypa upp laugarker og svo þarf kerið marga mánuði til að þorna. Sundlaugar eru öðruvísi en önnur mannvirki að þessu leyti. Þetta spilar inn í verktímann,“ tekur Einar fram. Kostnaður vegna viðbyggingarinnar er áætlaður 1.170 millónir króna og endurbæturnar á eldra húsinu, það er Sundhöllinni sjálfri, 250 milljónir króna.Við sundhöllina Áætlað er að svæðið verði opnað vorið 2017.Nýja laugin Útilaugin verður 25 metra löng.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira