Hafa ekki staðið við samninga um lög gegn spillingu Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2015 08:15 OECD þrýstir á íslensk stjórnvöld að standa við skuldbindingar sínar. Hér talar Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD, á fundi í París nýverið. Fréttablaðið/EPA Nefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, átelur íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í innleiðingu samnings um mútugreiðslur. Kemur fram að Ísland hafi ekki innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum. Ísland er aðili að sáttmála innan OECD um að berjast gegn spillingu í aðildarríkjum þess. Í tilkynningu kemur fram að aðeins tvær tillögur nefndarinnar hafi að fullu verið innleiddar í íslensk lög en fimmtán tillögur ekki orðnar að lögum. Þau atriði sem vanti í íslenska löggjöf snúa að því að refsingar séu ekki fyrir hendi í íslenskum lögum í mörgum tilvikum vegna mútugreiðslna. Einnig er ekki að finna nein verkfæri lögreglu til að geta rannsakað mútur.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld ætla að bæta sig í því að framfylgja skyldum sínum á erlendum vettvangi, „Almennt eigum við að framfylgja þeim alþjóðlegu sáttmálum sem við undirgöngumst. Þetta mál sérstaklega heyrir ekki undir okkur í utanríkismálanefnd þingsins, en almennt er æskilegt að við fylgjum skuldbindingum okkar.“ Einnig segir í tilkynningu að lög um vernd heimildarmanna eða uppljóstrara sé ekki að finna í íslenskri löggjöf en ein tilmælin eru á þá leið að verja uppljóstrara. Þá er nefndin mjög ósátt með íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki svarað nefndinni formlega í tvígang þegar eftir því var leitað. Patrick Moulette, yfirmaður deildar OECD sem vinnur gegn spillingu, segir mikið vanta upp á hjá íslenskum stjórnvöldum til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þjóðin hefur sett sér. Að hans mati er tilkynningin fyrsta skrefið til að hvetja íslensk stjórnvöld til dáða. „OECD hefur ekki vald til að leggja sektir á þjóðir vegna vanefnda. Tilkynning stofnunarinnar er til þess fallin að setja þrýsting á stjórnvöld til að leiða tillögurnar í lög,“ segir Patrick. „Svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld líti ekki á málið sem forgangsatriði og að mínu mati er þessi tilkynning svolítið vandræðaleg fyrir íslensk stjórnvöld.“ Sú tilfinning OECD, að málið sé ekki forgangsatriði stjórnvalda, virðist ekki vera fjarri lagi. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að „ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framangreindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahagsástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ráðherra þurfa að svara fyrir þennan trassaskap. „Við munum kalla fram svör. Við viljum ekki vera eftirbátur annarra og það er slæmur álitshnekkir að fá tilkynningu frá stofnun eins og OECD um að við séum ekki að standa okkur í málum er varða spillingu,“ segir Helgi Hrafn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann, þegar eftir því var leitað. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Nefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, átelur íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í innleiðingu samnings um mútugreiðslur. Kemur fram að Ísland hafi ekki innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum. Ísland er aðili að sáttmála innan OECD um að berjast gegn spillingu í aðildarríkjum þess. Í tilkynningu kemur fram að aðeins tvær tillögur nefndarinnar hafi að fullu verið innleiddar í íslensk lög en fimmtán tillögur ekki orðnar að lögum. Þau atriði sem vanti í íslenska löggjöf snúa að því að refsingar séu ekki fyrir hendi í íslenskum lögum í mörgum tilvikum vegna mútugreiðslna. Einnig er ekki að finna nein verkfæri lögreglu til að geta rannsakað mútur.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld ætla að bæta sig í því að framfylgja skyldum sínum á erlendum vettvangi, „Almennt eigum við að framfylgja þeim alþjóðlegu sáttmálum sem við undirgöngumst. Þetta mál sérstaklega heyrir ekki undir okkur í utanríkismálanefnd þingsins, en almennt er æskilegt að við fylgjum skuldbindingum okkar.“ Einnig segir í tilkynningu að lög um vernd heimildarmanna eða uppljóstrara sé ekki að finna í íslenskri löggjöf en ein tilmælin eru á þá leið að verja uppljóstrara. Þá er nefndin mjög ósátt með íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki svarað nefndinni formlega í tvígang þegar eftir því var leitað. Patrick Moulette, yfirmaður deildar OECD sem vinnur gegn spillingu, segir mikið vanta upp á hjá íslenskum stjórnvöldum til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þjóðin hefur sett sér. Að hans mati er tilkynningin fyrsta skrefið til að hvetja íslensk stjórnvöld til dáða. „OECD hefur ekki vald til að leggja sektir á þjóðir vegna vanefnda. Tilkynning stofnunarinnar er til þess fallin að setja þrýsting á stjórnvöld til að leiða tillögurnar í lög,“ segir Patrick. „Svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld líti ekki á málið sem forgangsatriði og að mínu mati er þessi tilkynning svolítið vandræðaleg fyrir íslensk stjórnvöld.“ Sú tilfinning OECD, að málið sé ekki forgangsatriði stjórnvalda, virðist ekki vera fjarri lagi. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að „ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framangreindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahagsástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ráðherra þurfa að svara fyrir þennan trassaskap. „Við munum kalla fram svör. Við viljum ekki vera eftirbátur annarra og það er slæmur álitshnekkir að fá tilkynningu frá stofnun eins og OECD um að við séum ekki að standa okkur í málum er varða spillingu,“ segir Helgi Hrafn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann, þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira