Hafa ekki staðið við samninga um lög gegn spillingu Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2015 08:15 OECD þrýstir á íslensk stjórnvöld að standa við skuldbindingar sínar. Hér talar Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD, á fundi í París nýverið. Fréttablaðið/EPA Nefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, átelur íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í innleiðingu samnings um mútugreiðslur. Kemur fram að Ísland hafi ekki innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum. Ísland er aðili að sáttmála innan OECD um að berjast gegn spillingu í aðildarríkjum þess. Í tilkynningu kemur fram að aðeins tvær tillögur nefndarinnar hafi að fullu verið innleiddar í íslensk lög en fimmtán tillögur ekki orðnar að lögum. Þau atriði sem vanti í íslenska löggjöf snúa að því að refsingar séu ekki fyrir hendi í íslenskum lögum í mörgum tilvikum vegna mútugreiðslna. Einnig er ekki að finna nein verkfæri lögreglu til að geta rannsakað mútur.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld ætla að bæta sig í því að framfylgja skyldum sínum á erlendum vettvangi, „Almennt eigum við að framfylgja þeim alþjóðlegu sáttmálum sem við undirgöngumst. Þetta mál sérstaklega heyrir ekki undir okkur í utanríkismálanefnd þingsins, en almennt er æskilegt að við fylgjum skuldbindingum okkar.“ Einnig segir í tilkynningu að lög um vernd heimildarmanna eða uppljóstrara sé ekki að finna í íslenskri löggjöf en ein tilmælin eru á þá leið að verja uppljóstrara. Þá er nefndin mjög ósátt með íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki svarað nefndinni formlega í tvígang þegar eftir því var leitað. Patrick Moulette, yfirmaður deildar OECD sem vinnur gegn spillingu, segir mikið vanta upp á hjá íslenskum stjórnvöldum til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þjóðin hefur sett sér. Að hans mati er tilkynningin fyrsta skrefið til að hvetja íslensk stjórnvöld til dáða. „OECD hefur ekki vald til að leggja sektir á þjóðir vegna vanefnda. Tilkynning stofnunarinnar er til þess fallin að setja þrýsting á stjórnvöld til að leiða tillögurnar í lög,“ segir Patrick. „Svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld líti ekki á málið sem forgangsatriði og að mínu mati er þessi tilkynning svolítið vandræðaleg fyrir íslensk stjórnvöld.“ Sú tilfinning OECD, að málið sé ekki forgangsatriði stjórnvalda, virðist ekki vera fjarri lagi. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að „ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framangreindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahagsástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ráðherra þurfa að svara fyrir þennan trassaskap. „Við munum kalla fram svör. Við viljum ekki vera eftirbátur annarra og það er slæmur álitshnekkir að fá tilkynningu frá stofnun eins og OECD um að við séum ekki að standa okkur í málum er varða spillingu,“ segir Helgi Hrafn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann, þegar eftir því var leitað. Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Nefnd á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, átelur íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í innleiðingu samnings um mútugreiðslur. Kemur fram að Ísland hafi ekki innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum. Ísland er aðili að sáttmála innan OECD um að berjast gegn spillingu í aðildarríkjum þess. Í tilkynningu kemur fram að aðeins tvær tillögur nefndarinnar hafi að fullu verið innleiddar í íslensk lög en fimmtán tillögur ekki orðnar að lögum. Þau atriði sem vanti í íslenska löggjöf snúa að því að refsingar séu ekki fyrir hendi í íslenskum lögum í mörgum tilvikum vegna mútugreiðslna. Einnig er ekki að finna nein verkfæri lögreglu til að geta rannsakað mútur.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir íslensk stjórnvöld ætla að bæta sig í því að framfylgja skyldum sínum á erlendum vettvangi, „Almennt eigum við að framfylgja þeim alþjóðlegu sáttmálum sem við undirgöngumst. Þetta mál sérstaklega heyrir ekki undir okkur í utanríkismálanefnd þingsins, en almennt er æskilegt að við fylgjum skuldbindingum okkar.“ Einnig segir í tilkynningu að lög um vernd heimildarmanna eða uppljóstrara sé ekki að finna í íslenskri löggjöf en ein tilmælin eru á þá leið að verja uppljóstrara. Þá er nefndin mjög ósátt með íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki svarað nefndinni formlega í tvígang þegar eftir því var leitað. Patrick Moulette, yfirmaður deildar OECD sem vinnur gegn spillingu, segir mikið vanta upp á hjá íslenskum stjórnvöldum til að uppfylla þær alþjóðlegu skuldbindingar sem þjóðin hefur sett sér. Að hans mati er tilkynningin fyrsta skrefið til að hvetja íslensk stjórnvöld til dáða. „OECD hefur ekki vald til að leggja sektir á þjóðir vegna vanefnda. Tilkynning stofnunarinnar er til þess fallin að setja þrýsting á stjórnvöld til að leiða tillögurnar í lög,“ segir Patrick. „Svo virðist vera sem íslensk stjórnvöld líti ekki á málið sem forgangsatriði og að mínu mati er þessi tilkynning svolítið vandræðaleg fyrir íslensk stjórnvöld.“ Sú tilfinning OECD, að málið sé ekki forgangsatriði stjórnvalda, virðist ekki vera fjarri lagi. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að „ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framangreindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahagsástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur ráðherra þurfa að svara fyrir þennan trassaskap. „Við munum kalla fram svör. Við viljum ekki vera eftirbátur annarra og það er slæmur álitshnekkir að fá tilkynningu frá stofnun eins og OECD um að við séum ekki að standa okkur í málum er varða spillingu,“ segir Helgi Hrafn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann, þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira