Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 „Það verður heilmikil röskun á starfseminni,“ segir Guðlaug Rakel. fréttablaðið/valli Starfsmenn Landspítala, sem tilheyra fjórum aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna, hefja verkfall í dag. Þetta eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður. Aðgerðir verða enn umsvifameiri á fimmtudaginn þegar samstöðuverkföll fara fram. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir að verkfallið muni hafa verulega truflandi áhrif á starfsemi Landspítalans þann tíma sem það varir. „Þetta er aðeins öðruvísi heldur en læknadeilan, en ég held að þetta hafi ekkert síður áhrif á starfsemi spítalans en læknadeilan hefur haft. Þannig að við eigum svolítið eftir að sjá hvernig næsta vikan þróast,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við Fréttablaðið. Lífeindafræðingar sem starfa á Landspítalanum verða í verkfalli alla daga frá klukkan átta til tólf. Ljósmæður verða í verkfalli á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, en geislafræðingar verða í verkfalli allan tímann. Guðlaug Rakel segir að fæðingagangurinn á Kvennadeildinni muni starfa eins og flesta daga þar á undan og flestir starfsmenn þar séu á undanþágu. „En þetta mun hafa áhrif á skipulagða keisaraskurði, áhættumæðraeftirlit og svoleiðis. Bráðaþjónustu er sinnt en það sem má bíða það bíður,“ segir Guðlaug Rakel. Guðlaug segir að verkfallið muni einnig hafa áhrif á hjartaþræðingar. Neyðartilvikum verði sinnt en skipulagðar aðgerðir og annað sem getur beðið, verður látið bíða. „Þannig að það verður heilmikil röskun á starfseminni og þetta mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi spítalans og þjónustu við sjúklinga. Þetta er flókin og viðkvæm starfsemi sem er keyrð á fullum afköstum alla daga og þetta hefur mikil áhrif á starfsemina og þjónustu við sjúklinga,“ segir hún. „Við höfum áhyggjur af öryggi í svona aðstæðum. En við í framkvæmdastjórninni ætlum að hittast í fyrramálið klukkan átta og fara yfir það hvernig dagurinn fer af stað. Síðan fundum við mjög reglulega til að reyna að grípa inn í ef það er eitthvað sem stefnir í, sem við getum gripið inn í. Þannig að við þurfum að vakta þetta frá klukkutíma til klukkutíma,“ segir Guðlaug Rakel. Tengdar fréttir Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Starfsmenn Landspítala, sem tilheyra fjórum aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna, hefja verkfall í dag. Þetta eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður. Aðgerðir verða enn umsvifameiri á fimmtudaginn þegar samstöðuverkföll fara fram. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir að verkfallið muni hafa verulega truflandi áhrif á starfsemi Landspítalans þann tíma sem það varir. „Þetta er aðeins öðruvísi heldur en læknadeilan, en ég held að þetta hafi ekkert síður áhrif á starfsemi spítalans en læknadeilan hefur haft. Þannig að við eigum svolítið eftir að sjá hvernig næsta vikan þróast,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við Fréttablaðið. Lífeindafræðingar sem starfa á Landspítalanum verða í verkfalli alla daga frá klukkan átta til tólf. Ljósmæður verða í verkfalli á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, en geislafræðingar verða í verkfalli allan tímann. Guðlaug Rakel segir að fæðingagangurinn á Kvennadeildinni muni starfa eins og flesta daga þar á undan og flestir starfsmenn þar séu á undanþágu. „En þetta mun hafa áhrif á skipulagða keisaraskurði, áhættumæðraeftirlit og svoleiðis. Bráðaþjónustu er sinnt en það sem má bíða það bíður,“ segir Guðlaug Rakel. Guðlaug segir að verkfallið muni einnig hafa áhrif á hjartaþræðingar. Neyðartilvikum verði sinnt en skipulagðar aðgerðir og annað sem getur beðið, verður látið bíða. „Þannig að það verður heilmikil röskun á starfseminni og þetta mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi spítalans og þjónustu við sjúklinga. Þetta er flókin og viðkvæm starfsemi sem er keyrð á fullum afköstum alla daga og þetta hefur mikil áhrif á starfsemina og þjónustu við sjúklinga,“ segir hún. „Við höfum áhyggjur af öryggi í svona aðstæðum. En við í framkvæmdastjórninni ætlum að hittast í fyrramálið klukkan átta og fara yfir það hvernig dagurinn fer af stað. Síðan fundum við mjög reglulega til að reyna að grípa inn í ef það er eitthvað sem stefnir í, sem við getum gripið inn í. Þannig að við þurfum að vakta þetta frá klukkutíma til klukkutíma,“ segir Guðlaug Rakel.
Tengdar fréttir Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00