Þetta er alveg ný spenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Eiður Smári í leik gegn Króötum. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik fyrir átján árum og rúmum ellefu mánuðum og það eru miklar líkur á því að hann komi við sögu á móti Kasakstan í undankeppni EM í dag og verði um leið sá leikmaður sem hefur átt lengsta landsliðsferilinn. „Við erum í öðru sæti þrátt fyrir að hafa tapað í Tékklandi. Við vitum það að ef við vinnum leikinn þá erum við að berjast um efsta sætið í riðlinum þegar kemur að leiknum í júní. Við vitum það að þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Eiður Smári. Kasakarnir eru samt með skeinuhætt lið þrátt fyrir slæma stöðu í riðlinum sem og á FIFA-listanum. „Þetta er leikur þar sem menn þurfa að passa sig mikið á smáatriðunum. Ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að við komum hingað tiltölulega snemma. Það er því ekkert sem er að koma okkur á óvart á leikdegi,“ sagði Eiður Smári. En hvernig er gervigrasið að fara með fæturna á honum. „Ég held að ég hafi átti auðveldara með þetta þegar ég var yngri. Maður finnur aðeins öðruvísi þreytu og boltinn rúllar líka aðeins öðruvísi. Það er aðeins harðara en ég hef klárað allar æfingar og þetta er þannig séð ekkert mál. Við þurfum bara að vera klárir á laugardaginn en svo getum við tekið út þreytuna í nokkra daga eftir það,“ sagði Eiður léttur. Eiður Smári hefur ekkert spilað með landsliðinu frá því í nóvember 2013 eða í sextán mánuði. Hann er þó ekki að ganga inn í nýtt lið. „Megnið af strákunum eru sömu leikmennirnir og í síðustu keppni. Það er sama þjálfarateymi og sama fólkið í kringum liðið. Mér líður því ekki eins og ég sé búinn að vera í burtu í langan tíma,“ segir Eiður Smári. Strákarnir í liðinu tala mikið um það að Eiður komi með ró inn í liðið. Hvað finnst honum sjálfum um það? „Fylgir það ekki bara aldrinum? Ég kem kannski með róna innan vallar og kannski utan vallar líka því ég er voðalega rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Eiður brosandi og af sinni kunnu yfirvegun. Hann hefur vissulega séð margt í boltanum en þó ekki allt. „Ég viðurkenni það alveg að það er ekki oft sem ég hef verið að spila með landsliðinu þar sem við erum virkilega að berjast um efsta sætið í riðlinum. Það er alveg nýtt fyrir mér og ný spenna sem fylgir því. Það sem við höfum náð að gera er að halda áfram á sömu braut frá síðustu keppni,“ sagði Eiður Smári að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik fyrir átján árum og rúmum ellefu mánuðum og það eru miklar líkur á því að hann komi við sögu á móti Kasakstan í undankeppni EM í dag og verði um leið sá leikmaður sem hefur átt lengsta landsliðsferilinn. „Við erum í öðru sæti þrátt fyrir að hafa tapað í Tékklandi. Við vitum það að ef við vinnum leikinn þá erum við að berjast um efsta sætið í riðlinum þegar kemur að leiknum í júní. Við vitum það að þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Eiður Smári. Kasakarnir eru samt með skeinuhætt lið þrátt fyrir slæma stöðu í riðlinum sem og á FIFA-listanum. „Þetta er leikur þar sem menn þurfa að passa sig mikið á smáatriðunum. Ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að við komum hingað tiltölulega snemma. Það er því ekkert sem er að koma okkur á óvart á leikdegi,“ sagði Eiður Smári. En hvernig er gervigrasið að fara með fæturna á honum. „Ég held að ég hafi átti auðveldara með þetta þegar ég var yngri. Maður finnur aðeins öðruvísi þreytu og boltinn rúllar líka aðeins öðruvísi. Það er aðeins harðara en ég hef klárað allar æfingar og þetta er þannig séð ekkert mál. Við þurfum bara að vera klárir á laugardaginn en svo getum við tekið út þreytuna í nokkra daga eftir það,“ sagði Eiður léttur. Eiður Smári hefur ekkert spilað með landsliðinu frá því í nóvember 2013 eða í sextán mánuði. Hann er þó ekki að ganga inn í nýtt lið. „Megnið af strákunum eru sömu leikmennirnir og í síðustu keppni. Það er sama þjálfarateymi og sama fólkið í kringum liðið. Mér líður því ekki eins og ég sé búinn að vera í burtu í langan tíma,“ segir Eiður Smári. Strákarnir í liðinu tala mikið um það að Eiður komi með ró inn í liðið. Hvað finnst honum sjálfum um það? „Fylgir það ekki bara aldrinum? Ég kem kannski með róna innan vallar og kannski utan vallar líka því ég er voðalega rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Eiður brosandi og af sinni kunnu yfirvegun. Hann hefur vissulega séð margt í boltanum en þó ekki allt. „Ég viðurkenni það alveg að það er ekki oft sem ég hef verið að spila með landsliðinu þar sem við erum virkilega að berjast um efsta sætið í riðlinum. Það er alveg nýtt fyrir mér og ný spenna sem fylgir því. Það sem við höfum náð að gera er að halda áfram á sömu braut frá síðustu keppni,“ sagði Eiður Smári að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn