Mikið misrétti kynja í kvikmyndagerðinni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 13:00 Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona tekur undir að kvikmyndaiðnaður sé kynjaskiptur en segist merkja breytingar. Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, handritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störfuðu átta konur við búninga en enginn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu handrit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karlar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona sem hefur starfað við tugi kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðnaðurinn er kynjaskiptur á alheimsvísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breytast, þær konur sem starfa í þessum iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmyndagerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærnari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórnunarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðlar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“ Tengdar fréttir Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, handritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störfuðu átta konur við búninga en enginn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu handrit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karlar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona sem hefur starfað við tugi kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðnaðurinn er kynjaskiptur á alheimsvísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breytast, þær konur sem starfa í þessum iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmyndagerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærnari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórnunarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðlar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“
Tengdar fréttir Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01