Mikið misrétti kynja í kvikmyndagerðinni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 13:00 Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona tekur undir að kvikmyndaiðnaður sé kynjaskiptur en segist merkja breytingar. Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, handritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störfuðu átta konur við búninga en enginn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu handrit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karlar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona sem hefur starfað við tugi kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðnaðurinn er kynjaskiptur á alheimsvísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breytast, þær konur sem starfa í þessum iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmyndagerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærnari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórnunarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðlar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“ Tengdar fréttir Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, handritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störfuðu átta konur við búninga en enginn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu handrit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karlar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona sem hefur starfað við tugi kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðnaðurinn er kynjaskiptur á alheimsvísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breytast, þær konur sem starfa í þessum iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmyndagerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærnari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórnunarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðlar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“
Tengdar fréttir Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01