Mikið misrétti kynja í kvikmyndagerðinni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 13:00 Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona tekur undir að kvikmyndaiðnaður sé kynjaskiptur en segist merkja breytingar. Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, handritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störfuðu átta konur við búninga en enginn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu handrit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karlar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona sem hefur starfað við tugi kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðnaðurinn er kynjaskiptur á alheimsvísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breytast, þær konur sem starfa í þessum iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmyndagerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærnari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórnunarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðlar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“ Tengdar fréttir Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Íslenskur kvikmyndaiðnaður er mjög kynjaskiptur. Konur starfa helst við búninga og gervi en karlar starfa sem leikstjórar, handritshöfundar, kvikmyndatökumenn og semja tónlist. Á síðasta ári störfuðu átta konur við búninga en enginn karl. Þá störfuðu sex konur að gervi og enginn karl. Sjö karlar leikstýrðu myndum og engin kona og þrettán karlar skrifuðu handrit kvikmynda síðasta árs en engin kona. Þá starfa töluvert fleiri karlar en konur að kvikmyndagerð, 77 prósent voru karlar og 23 prósent voru konur. Rannveig Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona sem hefur starfað við tugi kvikmynda, auglýsinga og sjónvarpsþátta. Rannveig, sem í daglegu tali er kölluð Gagga, segir misrétti og kynjaskiptingu í kvikmyndagerð ekki einskorðast við Ísland. „Iðnaðurinn er kynjaskiptur á alheimsvísu. Konur eru í kvennastörfum og karlar í karlastörfum og tæki og tól eru meira metin en farði og flíkur,“ segir hún en skynjar breytingar í farvatninu. „Ég tel að þetta sé hægt og bítandi að breytast, þær konur sem starfa í þessum iðnaði þurfa að standa á sínu, eins og aðrar konur í atvinnulífinu almennt.“ Starfsaðstæður í kvikmyndagerð eru þó með sérstöku sniði. Flestir koma að verkefnum sem verktakar og þurfa því að semja um kaup og kjör sjálfir. Kannski virðist konur almennt óframfærnari við að biðja um betri kjör. Þá tali hún út frá sjálfri sér. „Virkari þátttaka kvenna sem sinna stjórnunarstörfum í kvikmyndum, bæði listrænum og praktískum, stuðlar að því að fleiri konur vinna við kvikmyndagerð.“ Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar á síðasta ári. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, samtaka kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, minnir á að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. „Þetta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“
Tengdar fréttir Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Konur ráða litlu: „Mjög vandræðaleg staða fyrir íslenska kvikmyndagerð“ Engar konur voru leikstjórar eða handritshöfundar í kvikmyndagerð á Íslandi árið 2014. Þá var yfirgnæfandi meirihluti karla í aðalhlutverki. Kynjakvóti sagður möguleg lausn. 20. febrúar 2015 00:01