Ákvörðun um kæru verður tekin brátt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. janúar 2015 07:00 Skuld Björgvins við hreppinn er nálægt hálfri milljón. vísir/daníel Hreppsnefndarmenn Ásahrepps liggja nú undir feldi og velta því fyrir sér hvort kæra skuli Björgvin G. Sigurðsson til lögreglu fyrir fjárdrátt. „Ég vonast til þess að þetta mál verði leyst farsællega og það komi ekki til þess að við þurfum að kæra málið til lögreglu,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Hann segir enn fremur að hreppsnefndin muni koma saman á morgun eða hinn og ákveða næstu skref í málinu. Ekki sé hægt að greina frá niðurstöðunni fyrr en þá. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Björgvini hefði verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Ásahrepps vegna fjárdráttar. Í sameiginlegri yfirlýsingu aðila, sem birtist á föstudag, kom fram að ákvörðunin hefði verið sameiginleg og að sveitarstjórinn myndi ekki þiggja laun á uppsagnarfrestinum. Á sama tíma var tilkynnt að Björgvin yrði annar ritstjóra vefsins Herðubreiðar. Í kjölfar fréttar Fréttablaðsins birti Björgvin tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitaði öllum ásökunum um fjárdrátt. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa gert mistök þegar hann greiddi sér hluta launa sinna fyrirfram án þess að biðja um leyfi hreppsnefndar. Sú greiðsla nam 250.000 krónum og höfðu laun í hreppnum verið greidd út einu sinni síðan þá án þess að Björgvin nefndi fyrirframgreiðsluna. Fyrirframgreiðsla launanna er stærsti þátturinn í skuld sveitarstjórans fyrrverandi við hreppinn. Næst stærsti liðurinn var myndavél sem kostaði 59.085 krónur en að auki voru þar færslur af debetkorti fyrir matvöru, eldsneyti, bókum og fleiri persónulegum útgjöldum. Heildarupphæðin nam 421.486 krónum. Upp komst um málið á miðvikudag er starfsmaður hreppsins tók eftir því að eitthvað stemmdi ekki í bókhaldinu. Í kjölfarið var Björgvin kallaður á fund hreppsnefndar og starfslokasamningur undirritaður. Þar kemur fram að ógreiddum launum og orlofi hans verði skuldajafnað á móti þeim peningum sem hann skuldar hreppnum. Björgvin sendi síðar í gær frá sér aðra yfirlýsingu þar sem kom fram að gjörðir hans mætti „rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið“. Hann hyggst leggjast inn á Vog og leita sér meðferðar við áfengissýkinni. „Það er aðeins eitt fórnarlamb í þessu máli og það er Björgvin G. Sigurðsson,“ segir Egill Sigurðsson. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Hreppsnefndarmenn Ásahrepps liggja nú undir feldi og velta því fyrir sér hvort kæra skuli Björgvin G. Sigurðsson til lögreglu fyrir fjárdrátt. „Ég vonast til þess að þetta mál verði leyst farsællega og það komi ekki til þess að við þurfum að kæra málið til lögreglu,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Hann segir enn fremur að hreppsnefndin muni koma saman á morgun eða hinn og ákveða næstu skref í málinu. Ekki sé hægt að greina frá niðurstöðunni fyrr en þá. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Björgvini hefði verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Ásahrepps vegna fjárdráttar. Í sameiginlegri yfirlýsingu aðila, sem birtist á föstudag, kom fram að ákvörðunin hefði verið sameiginleg og að sveitarstjórinn myndi ekki þiggja laun á uppsagnarfrestinum. Á sama tíma var tilkynnt að Björgvin yrði annar ritstjóra vefsins Herðubreiðar. Í kjölfar fréttar Fréttablaðsins birti Björgvin tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitaði öllum ásökunum um fjárdrátt. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa gert mistök þegar hann greiddi sér hluta launa sinna fyrirfram án þess að biðja um leyfi hreppsnefndar. Sú greiðsla nam 250.000 krónum og höfðu laun í hreppnum verið greidd út einu sinni síðan þá án þess að Björgvin nefndi fyrirframgreiðsluna. Fyrirframgreiðsla launanna er stærsti þátturinn í skuld sveitarstjórans fyrrverandi við hreppinn. Næst stærsti liðurinn var myndavél sem kostaði 59.085 krónur en að auki voru þar færslur af debetkorti fyrir matvöru, eldsneyti, bókum og fleiri persónulegum útgjöldum. Heildarupphæðin nam 421.486 krónum. Upp komst um málið á miðvikudag er starfsmaður hreppsins tók eftir því að eitthvað stemmdi ekki í bókhaldinu. Í kjölfarið var Björgvin kallaður á fund hreppsnefndar og starfslokasamningur undirritaður. Þar kemur fram að ógreiddum launum og orlofi hans verði skuldajafnað á móti þeim peningum sem hann skuldar hreppnum. Björgvin sendi síðar í gær frá sér aðra yfirlýsingu þar sem kom fram að gjörðir hans mætti „rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið“. Hann hyggst leggjast inn á Vog og leita sér meðferðar við áfengissýkinni. „Það er aðeins eitt fórnarlamb í þessu máli og það er Björgvin G. Sigurðsson,“ segir Egill Sigurðsson.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
„Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36
Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45