„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 10:36 Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Vísir „Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, aðspurður um tilkynningu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann hafnar ásökunum um að hafa dregið sér fé frá hreppnum.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar. Egill segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Hann hafi til að mynda keypt myndavél fyrir um 50-60.000 sem Björgvin segir að hafi meðal annars átt að nota fyrir heimasíðu sveitarfélagsins. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins. Aðrar færslur á debetkortinu hafi svo verið ýmis útgjöld til heimilisins; matarinnkaup og bensínkostnaður. „Þetta er bara svona það sem venjulegur launamaður þarf að kaupa. Mjólk, hangikjöt, grænar baunir, kattamatur. Ásahreppur hefur aldrei átt kött og hefur ekkert með kattamat að gera.“Það verði skoðað hjá sveitarfélaginu á næstunni hvort málið verði kært til lögreglu.Mynd/Lögreglan á HvolsvelliVel getur verið að málið verði kært til lögreglu Varðandi fyrirframgreidd laun sem Björgvin fékk þann 20. nóvember segir Egill: „Hann gerði það upp á eigin spýtur. Á skrifstofu sveitarfélagsins eru ákveðnar reglur um útgjöld sem greidd eru beint af skrifstofunni. Hann millifærir þetta sjálfur sem hann á ekki að gera þannig að hann er ekki með neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör.“ Ekki hefur tíðkast hjá Ásahreppi að greiða starfsfólki laun fyrirfram, að sögn Egils. „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn. Menn taka sér ekki ókeypis lán þar þegar þeim vantar pening. Það þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir slíkum fyrirfram greiðslum og utanumhald utan um það.“ Egill segir að það geti vel verið að Björgvin hafi ætlað sér að endurgreiða féð og hann efist í raun ekki um það. Sú áætlun hafi hins vegar ekki verið komin fram. Egill segist líta málið mjög alvarlegum augum og svo geti vel farið að það verði kært til lögreglu. Það verði skoðað af sveitarstjórninni nú í vikunni. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir fundi utanríkismálanefndar vegna heimsóknarinnar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Sjá meira
„Ég notaði náttúrulega aldrei orðið fjárdráttur í neinu sem ég sagði en þegar menn taka fé úr sveitarstjórn og færa það inn á persónulega reikninga, nota debetkort sveitarfélagsins til innkaupa og greiða fyrir veitingahúsareikninga... Ja, það getur vel verið að það heiti eitthvað annað en fjárdráttur,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, aðspurður um tilkynningu Björgvins G. Sigurðssonar þar sem hann hafnar ásökunum um að hafa dregið sér fé frá hreppnum.Sjá einnig: Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar. Egill segir að Björgvin hafi notað debetkort sveitarfélagsins alls 14 sinnum. Hann hafi til að mynda keypt myndavél fyrir um 50-60.000 sem Björgvin segir að hafi meðal annars átt að nota fyrir heimasíðu sveitarfélagsins. Egill segir hins vegar að umrædd myndavél hafi aldrei sést á skrifstofum sveitarfélagsins. Aðrar færslur á debetkortinu hafi svo verið ýmis útgjöld til heimilisins; matarinnkaup og bensínkostnaður. „Þetta er bara svona það sem venjulegur launamaður þarf að kaupa. Mjólk, hangikjöt, grænar baunir, kattamatur. Ásahreppur hefur aldrei átt kött og hefur ekkert með kattamat að gera.“Það verði skoðað hjá sveitarfélaginu á næstunni hvort málið verði kært til lögreglu.Mynd/Lögreglan á HvolsvelliVel getur verið að málið verði kært til lögreglu Varðandi fyrirframgreidd laun sem Björgvin fékk þann 20. nóvember segir Egill: „Hann gerði það upp á eigin spýtur. Á skrifstofu sveitarfélagsins eru ákveðnar reglur um útgjöld sem greidd eru beint af skrifstofunni. Hann millifærir þetta sjálfur sem hann á ekki að gera þannig að hann er ekki með neina heimild fyrir þessu, hvorki hjá oddvita né gjaldkera. Þessi færsla kemur svo ekki ljós fyrr en núna við áramótauppgjör.“ Ekki hefur tíðkast hjá Ásahreppi að greiða starfsfólki laun fyrirfram, að sögn Egils. „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn. Menn taka sér ekki ókeypis lán þar þegar þeim vantar pening. Það þurfa að vera mjög ríkar ástæður fyrir slíkum fyrirfram greiðslum og utanumhald utan um það.“ Egill segir að það geti vel verið að Björgvin hafi ætlað sér að endurgreiða féð og hann efist í raun ekki um það. Sú áætlun hafi hins vegar ekki verið komin fram. Egill segist líta málið mjög alvarlegum augum og svo geti vel farið að það verði kært til lögreglu. Það verði skoðað af sveitarstjórninni nú í vikunni.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir fundi utanríkismálanefndar vegna heimsóknarinnar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48