Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2015 12:45 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum sveitarstjóri Ásahrepps, taldi sig hafa heimild til að greiða sér laun fyrirfram og nota debetkort Vísir/Vilhelm „Það er fjarri lagi að um hafi verið að ræða fjárdrátt heldur voru þetta að mestu fyrirfram greidd laun og nokkur smærri útgjöld sem stóð alltaf til að skuldajafna sem fyrirframgreiðslu til mín,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum sveitarstjóri Ásahrepps, um þær ásakanir að hann hafi dregið sér opinbert fé. Hann viðurkennir að hafa ekki farið að ítrustu reglum varðandi útgjöld og segir að hann hefði átt að bera þau undir oddvitann. Það hafi hins vegar ekki verið um neinn ásetning að ræða og þá segist Björgvin ekki hafa reynt að fela eitt né neitt. „Þetta var allt kyrfilega merkt í bókhaldi hreppsins að um fyrirfram greidd laun væri að ræða, allar nótur um smærri útgjöld lágu fyrir og var skilað inn til bókhaldara. Það er því svo fjarri lagi að það hafi með nokkrum hætti staðið til að misfara með fé eða leyna því. Ég hefði hins vegar átt að óska heimilda vegna útgjaldanna og fyrirframgreiðslu. Það voru mín mistök í málinu og ég hef beðist afsökunar á því.“ Starfslokasamningur var gerður á milli Björgvins og sveitarfélagsins á föstudaginn. Björgvin segir að þar standi að ógreidd laun fyrir yfirstandandi mánuð og orlof verði skuldajafnað á móti fyrirframgreiðslu launa og úttektunum á debetkorti sveitarfélagsins. Aðspurður segir Björgvin að í ljósi þessa komi ásakanir um fjárdrátt honum mjög á óvart. „Það var búið að gera upp málið og í starfslokasamningnum er engar slíkar ásakanir að finna. Ég ítreka það samt að ég hefði átt að gæta varúðar og ekki að stofna til þessara útgjalda án þess að hafa skýra heimild fyrir því.“Sér innilega eftir öllu saman Björgvin greiddi sér laun fyrirfram þann 20. nóvember en málið komst ekki upp fyrr en tæpum tveimur mánuðum seinna, það er í liðinni viku.Þótti Björgvini ekki ástæða til að tilkynna sérstaklega um millifærsluna? „Ég taldi, af því að þetta nam svona rúmum hálfum mánaðarlaunum, að ég hefði heimild til að gera þetta en það var rangt hjá mér.“En taldirðu þig líka hafa heimild til þess að nota debetkort sveitarfélagsins til persónulegra nota?„Það var ekki ætlunin að þetta væri til persónulegra nota heldur átti þetta alltaf að dragast af mér og gerast upp. En það voru auðvitað mistök að stofna til þess. Ég hefði bara átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn til að mæta fjárhagsskorti og erfiðleikum í staðinn fyrir að gera þetta svona og skuldajafna þetta eftir á. Það er alveg hárrétt.“ Aðspurður hvort hann vilji eitthvað tjá sig um það að málið verði hugsanlega kært til lögreglu eða hvort hann hafi nú þegar leitað til lögfræðinga segir hann svo ekki vera. Morguninn hafi farið í að bregðast við ásökununum og útskýra sína hlið málsins.En sér hann eftir þessu öllu? „Já, alveg innilega.“StarfslokasamningurinnBjörgvin og Egill skrifuðu báðir undir starfslokasamning Björgvins. RÚV birti mynd af samningnum, sem er handskrifaður, en hann hljóðar svona:Starfslokasamningur Ásahreppur og Björgvin G. Sigurðsson gera með sér svofelldan samning um starfslok hans fyrir Ásahrepp. Björgvin lætur af störfum í dag 16. janúar. Ógreidd laun fyrir yfirstandandi mánuð sem og orlof frá 1. ágúst 2014 verður skuldajafnað á móti fyrirframgreiðslu að upphæð 250.000. Úttekt af debetkorti Ásahrepps vegna eigin útgjalda að upphæð 112.401 krónur sem og 59.085 sem er skuldfært á Ásahrepp samtals 421.486 krónur. Björgvin fellur frá launum á uppsagnarfresti. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
„Það er fjarri lagi að um hafi verið að ræða fjárdrátt heldur voru þetta að mestu fyrirfram greidd laun og nokkur smærri útgjöld sem stóð alltaf til að skuldajafna sem fyrirframgreiðslu til mín,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum sveitarstjóri Ásahrepps, um þær ásakanir að hann hafi dregið sér opinbert fé. Hann viðurkennir að hafa ekki farið að ítrustu reglum varðandi útgjöld og segir að hann hefði átt að bera þau undir oddvitann. Það hafi hins vegar ekki verið um neinn ásetning að ræða og þá segist Björgvin ekki hafa reynt að fela eitt né neitt. „Þetta var allt kyrfilega merkt í bókhaldi hreppsins að um fyrirfram greidd laun væri að ræða, allar nótur um smærri útgjöld lágu fyrir og var skilað inn til bókhaldara. Það er því svo fjarri lagi að það hafi með nokkrum hætti staðið til að misfara með fé eða leyna því. Ég hefði hins vegar átt að óska heimilda vegna útgjaldanna og fyrirframgreiðslu. Það voru mín mistök í málinu og ég hef beðist afsökunar á því.“ Starfslokasamningur var gerður á milli Björgvins og sveitarfélagsins á föstudaginn. Björgvin segir að þar standi að ógreidd laun fyrir yfirstandandi mánuð og orlof verði skuldajafnað á móti fyrirframgreiðslu launa og úttektunum á debetkorti sveitarfélagsins. Aðspurður segir Björgvin að í ljósi þessa komi ásakanir um fjárdrátt honum mjög á óvart. „Það var búið að gera upp málið og í starfslokasamningnum er engar slíkar ásakanir að finna. Ég ítreka það samt að ég hefði átt að gæta varúðar og ekki að stofna til þessara útgjalda án þess að hafa skýra heimild fyrir því.“Sér innilega eftir öllu saman Björgvin greiddi sér laun fyrirfram þann 20. nóvember en málið komst ekki upp fyrr en tæpum tveimur mánuðum seinna, það er í liðinni viku.Þótti Björgvini ekki ástæða til að tilkynna sérstaklega um millifærsluna? „Ég taldi, af því að þetta nam svona rúmum hálfum mánaðarlaunum, að ég hefði heimild til að gera þetta en það var rangt hjá mér.“En taldirðu þig líka hafa heimild til þess að nota debetkort sveitarfélagsins til persónulegra nota?„Það var ekki ætlunin að þetta væri til persónulegra nota heldur átti þetta alltaf að dragast af mér og gerast upp. En það voru auðvitað mistök að stofna til þess. Ég hefði bara átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn til að mæta fjárhagsskorti og erfiðleikum í staðinn fyrir að gera þetta svona og skuldajafna þetta eftir á. Það er alveg hárrétt.“ Aðspurður hvort hann vilji eitthvað tjá sig um það að málið verði hugsanlega kært til lögreglu eða hvort hann hafi nú þegar leitað til lögfræðinga segir hann svo ekki vera. Morguninn hafi farið í að bregðast við ásökununum og útskýra sína hlið málsins.En sér hann eftir þessu öllu? „Já, alveg innilega.“StarfslokasamningurinnBjörgvin og Egill skrifuðu báðir undir starfslokasamning Björgvins. RÚV birti mynd af samningnum, sem er handskrifaður, en hann hljóðar svona:Starfslokasamningur Ásahreppur og Björgvin G. Sigurðsson gera með sér svofelldan samning um starfslok hans fyrir Ásahrepp. Björgvin lætur af störfum í dag 16. janúar. Ógreidd laun fyrir yfirstandandi mánuð sem og orlof frá 1. ágúst 2014 verður skuldajafnað á móti fyrirframgreiðslu að upphæð 250.000. Úttekt af debetkorti Ásahrepps vegna eigin útgjalda að upphæð 112.401 krónur sem og 59.085 sem er skuldfært á Ásahrepp samtals 421.486 krónur. Björgvin fellur frá launum á uppsagnarfresti.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“