Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. janúar 2015 07:00 Björgvin G. Sigurðsson. Á kortinu má sjá staðsetningu Ásahrepps. vísir/vilhelm Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin lét af störfum sveitarstjóra síðastliðinn föstudag og hóf störf sem annar ritstjóra miðilsins Herðubreiðar. Aðdragandi þess virðist hafa verið stuttur því aðeins þremur dögum fyrr sat Björgvin hreppsnefndarfund og var þar skipaður í starfshóp um endurbætur á heimasíðu sveitarfélagsins og í viðræðunefnd um aukið samstarf Ásahrepps og Rangárþings ytra.Sjá einnig:Fyrrverandi ráðherra óskar eftir vinnu við textagerð „Þetta er leiðindamál sem kom blessunarlega mjög fljótt upp á yfirborðið,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. „Líkt og flest sveitarfélög og fyrirtæki gera þá er það ekki sami maður sem bókar, samþykkir og greiðir. Það kerfi virkaði sem skyldi í þessu máli.“Björgvin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld.Egill Sigurðssonvísir/auðunnVarðandi hvaða upphæð er um að tefla segir Egill að hún nemi hundruðum þúsunda en sé undir milljón króna. Björgvin hafi haft til umráða greiðslukort frá sveitarfélaginu sem hann nýtti til persónulegra nota. „Við getum sagt með nokkurri vissu að þetta hafi hafist í októbermánuði í fyrra. Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill.Sjá einnig:Björgvin taldi sig hafa gert tvenn mistök Björgvin var ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps í júlí í fyrra og var starfshlutfall hans sjötíu prósent. Alls sótti 21 um stöðuna. Á árunum 2007 til 2009 var hann viðskiptaráðherra auk þess að vera þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um tíu ára skeið, frá 2003 til 2013. Björgvin er enn varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Sjá einnig:Afsögn Björgvins vekur athygli „Björgvin á inni hjá okkur hálfsmánaðarlaun auk uppsafnaðs orlofs. Því verður skuldajafnað og svo verður staðan tekin í kjölfarið,“ segir Egill en hann á von á því að málið verið gert upp að fullu um næstu mánaðarmót. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Björgvin við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. Björgvin lét af störfum sveitarstjóra síðastliðinn föstudag og hóf störf sem annar ritstjóra miðilsins Herðubreiðar. Aðdragandi þess virðist hafa verið stuttur því aðeins þremur dögum fyrr sat Björgvin hreppsnefndarfund og var þar skipaður í starfshóp um endurbætur á heimasíðu sveitarfélagsins og í viðræðunefnd um aukið samstarf Ásahrepps og Rangárþings ytra.Sjá einnig:Fyrrverandi ráðherra óskar eftir vinnu við textagerð „Þetta er leiðindamál sem kom blessunarlega mjög fljótt upp á yfirborðið,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. „Líkt og flest sveitarfélög og fyrirtæki gera þá er það ekki sami maður sem bókar, samþykkir og greiðir. Það kerfi virkaði sem skyldi í þessu máli.“Björgvin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld.Egill Sigurðssonvísir/auðunnVarðandi hvaða upphæð er um að tefla segir Egill að hún nemi hundruðum þúsunda en sé undir milljón króna. Björgvin hafi haft til umráða greiðslukort frá sveitarfélaginu sem hann nýtti til persónulegra nota. „Við getum sagt með nokkurri vissu að þetta hafi hafist í októbermánuði í fyrra. Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill.Sjá einnig:Björgvin taldi sig hafa gert tvenn mistök Björgvin var ráðinn sveitarstjóri Ásahrepps í júlí í fyrra og var starfshlutfall hans sjötíu prósent. Alls sótti 21 um stöðuna. Á árunum 2007 til 2009 var hann viðskiptaráðherra auk þess að vera þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um tíu ára skeið, frá 2003 til 2013. Björgvin er enn varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.Sjá einnig:Afsögn Björgvins vekur athygli „Björgvin á inni hjá okkur hálfsmánaðarlaun auk uppsafnaðs orlofs. Því verður skuldajafnað og svo verður staðan tekin í kjölfarið,“ segir Egill en hann á von á því að málið verið gert upp að fullu um næstu mánaðarmót. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Björgvin við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Farinn á Herðubreið: Björgvin hættir sem sveitastjóri Ásahrepps Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur látið af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps en þetta kemur fram á heimasíðu Ásahrepps. 16. janúar 2015 20:19
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?