Ákvörðun um kæru verður tekin brátt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. janúar 2015 07:00 Skuld Björgvins við hreppinn er nálægt hálfri milljón. vísir/daníel Hreppsnefndarmenn Ásahrepps liggja nú undir feldi og velta því fyrir sér hvort kæra skuli Björgvin G. Sigurðsson til lögreglu fyrir fjárdrátt. „Ég vonast til þess að þetta mál verði leyst farsællega og það komi ekki til þess að við þurfum að kæra málið til lögreglu,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Hann segir enn fremur að hreppsnefndin muni koma saman á morgun eða hinn og ákveða næstu skref í málinu. Ekki sé hægt að greina frá niðurstöðunni fyrr en þá. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Björgvini hefði verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Ásahrepps vegna fjárdráttar. Í sameiginlegri yfirlýsingu aðila, sem birtist á föstudag, kom fram að ákvörðunin hefði verið sameiginleg og að sveitarstjórinn myndi ekki þiggja laun á uppsagnarfrestinum. Á sama tíma var tilkynnt að Björgvin yrði annar ritstjóra vefsins Herðubreiðar. Í kjölfar fréttar Fréttablaðsins birti Björgvin tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitaði öllum ásökunum um fjárdrátt. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa gert mistök þegar hann greiddi sér hluta launa sinna fyrirfram án þess að biðja um leyfi hreppsnefndar. Sú greiðsla nam 250.000 krónum og höfðu laun í hreppnum verið greidd út einu sinni síðan þá án þess að Björgvin nefndi fyrirframgreiðsluna. Fyrirframgreiðsla launanna er stærsti þátturinn í skuld sveitarstjórans fyrrverandi við hreppinn. Næst stærsti liðurinn var myndavél sem kostaði 59.085 krónur en að auki voru þar færslur af debetkorti fyrir matvöru, eldsneyti, bókum og fleiri persónulegum útgjöldum. Heildarupphæðin nam 421.486 krónum. Upp komst um málið á miðvikudag er starfsmaður hreppsins tók eftir því að eitthvað stemmdi ekki í bókhaldinu. Í kjölfarið var Björgvin kallaður á fund hreppsnefndar og starfslokasamningur undirritaður. Þar kemur fram að ógreiddum launum og orlofi hans verði skuldajafnað á móti þeim peningum sem hann skuldar hreppnum. Björgvin sendi síðar í gær frá sér aðra yfirlýsingu þar sem kom fram að gjörðir hans mætti „rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið“. Hann hyggst leggjast inn á Vog og leita sér meðferðar við áfengissýkinni. „Það er aðeins eitt fórnarlamb í þessu máli og það er Björgvin G. Sigurðsson,“ segir Egill Sigurðsson. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Hreppsnefndarmenn Ásahrepps liggja nú undir feldi og velta því fyrir sér hvort kæra skuli Björgvin G. Sigurðsson til lögreglu fyrir fjárdrátt. „Ég vonast til þess að þetta mál verði leyst farsællega og það komi ekki til þess að við þurfum að kæra málið til lögreglu,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. Hann segir enn fremur að hreppsnefndin muni koma saman á morgun eða hinn og ákveða næstu skref í málinu. Ekki sé hægt að greina frá niðurstöðunni fyrr en þá. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Björgvini hefði verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Ásahrepps vegna fjárdráttar. Í sameiginlegri yfirlýsingu aðila, sem birtist á föstudag, kom fram að ákvörðunin hefði verið sameiginleg og að sveitarstjórinn myndi ekki þiggja laun á uppsagnarfrestinum. Á sama tíma var tilkynnt að Björgvin yrði annar ritstjóra vefsins Herðubreiðar. Í kjölfar fréttar Fréttablaðsins birti Björgvin tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hann neitaði öllum ásökunum um fjárdrátt. Hann viðurkenndi hins vegar að hafa gert mistök þegar hann greiddi sér hluta launa sinna fyrirfram án þess að biðja um leyfi hreppsnefndar. Sú greiðsla nam 250.000 krónum og höfðu laun í hreppnum verið greidd út einu sinni síðan þá án þess að Björgvin nefndi fyrirframgreiðsluna. Fyrirframgreiðsla launanna er stærsti þátturinn í skuld sveitarstjórans fyrrverandi við hreppinn. Næst stærsti liðurinn var myndavél sem kostaði 59.085 krónur en að auki voru þar færslur af debetkorti fyrir matvöru, eldsneyti, bókum og fleiri persónulegum útgjöldum. Heildarupphæðin nam 421.486 krónum. Upp komst um málið á miðvikudag er starfsmaður hreppsins tók eftir því að eitthvað stemmdi ekki í bókhaldinu. Í kjölfarið var Björgvin kallaður á fund hreppsnefndar og starfslokasamningur undirritaður. Þar kemur fram að ógreiddum launum og orlofi hans verði skuldajafnað á móti þeim peningum sem hann skuldar hreppnum. Björgvin sendi síðar í gær frá sér aðra yfirlýsingu þar sem kom fram að gjörðir hans mætti „rekja til dómgreindarbrests sem stafar án efa af viðvarandi og óhóflegri áfengisneyslu um nokkurra missera skeið“. Hann hyggst leggjast inn á Vog og leita sér meðferðar við áfengissýkinni. „Það er aðeins eitt fórnarlamb í þessu máli og það er Björgvin G. Sigurðsson,“ segir Egill Sigurðsson.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00 „Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45 Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48 Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28 „Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36 Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps. 19. janúar 2015 07:00
„Að mörgu leyti góður drengur“ Oddviti Ásahrepps segist finna til með Björgvini G. Sigurðssyni 19. janúar 2015 19:45
Viðurkennir að hafa ekki farið að reglum um útgjöld Hafnar þó ásökunum um fjárdrátt. 19. janúar 2015 08:48
Björgvin á leið í áfengismeðferð Björgvin G. Sigurðsson mun ekki taka við starfi ritstjóra Herðubreiðar heldur mun hann fara í áfengismeðferð. 19. janúar 2015 13:28
„Sveitarstjórn Ásahrepps er ekki bankastofnun fyrir blanka starfsmenn“ Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir að Björgvin G. Sigurðsson hafi hvorki haft heimild til að nota debetkort sveitarfélagsins til eigin nota né til þess að greiða sjálfum sér laun fyrirfram. 19. janúar 2015 10:36
Björgvin í fjárhagserfiðleikum: „Hefði átt að fara fram á fyrirframgreiðslu við mína yfirmenn“ Björgvin G. Sigurðsson segir að ásakanir um fjárdrátt hafi komið honum í opna skjöldu. 19. janúar 2015 12:45