Leiðtogar vara við útlendingahræðslu Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. janúar 2015 06:30 Meira en sautján þúsund manns tóku þátt í síðustu mánudagsmótmælum. Vísir/AP Samtök sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, PEGIDA, hafa síðan í október efnt til vikulegra mótmæla í Dresden. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt, allt frá því að vera nokkur hundruð manns í október upp í rúmlega 17 þúsund manns núna rétt fyrir jólin. Í hátíðarræðum sínum beindu bæði Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti orðum sínum til þeirra sem tekið hafa þátt í mótmælunum, vöruðu við málflutningi þeirra og hvöttu Þjóðverja til að taka vel á móti flóttafólki. Þýskir kirkjuleiðtogar notuðu einnig sínar hátíðarræður til að vara við vaxandi andúð í garð innflytjenda. „Nú eru margir farnir að hrópa aftur á mánudögum: Við erum þjóðin,“ sagði Merkel í áramótaræðu sinni, og vísaði þar til eins þekktasta slagorðs austur-þýskra mótmælenda haustið 1989. Hún segir meininguna í þessum orðum nú vera allt aðra en árið 1989: „Í raun meina þeir: Þið tilheyrið okkur ekki – vegna húðlitar ykkar eða trúar ykkar. Þess vegna segi ég öllum, sem taka þátt í mótmælasamkomum af þessu tagi: Fylgið ekki þeim sem kalla á slíkt! Því of oft er það svo að í hjörtum þeirra búa fordómar, kuldi og jafnvel hatur.“ Sjálf ólst Merkel upp í Austur-Þýskalandi og minnti í ræðu sinni á að eitt helsta baráttumál austur-þýsku mótmælendanna haustið 1989 hefði snúist um að börnin þeirra gætu lifað án ótta, rétt eins og flóttamenn sem leita til Þýskalands eftir öryggi. „Margir þeirra hafa bókstaflega sloppið naumlega frá dauða. Það segir sig sjálft að við hjálpum þeim og tökum við fólki sem leitar hælis hjá okkur,“ sagði Merkel í ræðu sinni. Gauck forseti, sem er fyrrverandi prestur og rétt eins og Merkel einnig frá Austur-Þýskalandi, tók í sama streng, hvatti menn til að óttast ekki og sagði: „Ég fagna því að langflest okkar fylgja ekki þeim sem vilja einangra Þýskaland.“ Samtökin hafa næsta mánudag boðað til mótmælasamkomu í Dresden í ellefta sinn frá því í október. Á miðvikudaginn stendur svo til að hefja samstarf PEGIDA og stjórnmálaflokks þýskra þjóðernissinna, sem heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland. Flokkurinn, sem rétt eins og PEGIDA hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á ótta við innflytjendur, á sjö fulltrúa á Evrópuþinginu þótt ekki hafi hann náð inn manni í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2013. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Stern segjast nærri 30 prósent aðspurðra geta tekið undir málflutning PEGIDA. Rúmlega 70 prósent stuðningsmanna Valkosts fyrir Þýskaland segjast, samkvæmt sömu könnun, höll undir stefnu PEGIDA. Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Samtök sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, PEGIDA, hafa síðan í október efnt til vikulegra mótmæla í Dresden. Þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt, allt frá því að vera nokkur hundruð manns í október upp í rúmlega 17 þúsund manns núna rétt fyrir jólin. Í hátíðarræðum sínum beindu bæði Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti orðum sínum til þeirra sem tekið hafa þátt í mótmælunum, vöruðu við málflutningi þeirra og hvöttu Þjóðverja til að taka vel á móti flóttafólki. Þýskir kirkjuleiðtogar notuðu einnig sínar hátíðarræður til að vara við vaxandi andúð í garð innflytjenda. „Nú eru margir farnir að hrópa aftur á mánudögum: Við erum þjóðin,“ sagði Merkel í áramótaræðu sinni, og vísaði þar til eins þekktasta slagorðs austur-þýskra mótmælenda haustið 1989. Hún segir meininguna í þessum orðum nú vera allt aðra en árið 1989: „Í raun meina þeir: Þið tilheyrið okkur ekki – vegna húðlitar ykkar eða trúar ykkar. Þess vegna segi ég öllum, sem taka þátt í mótmælasamkomum af þessu tagi: Fylgið ekki þeim sem kalla á slíkt! Því of oft er það svo að í hjörtum þeirra búa fordómar, kuldi og jafnvel hatur.“ Sjálf ólst Merkel upp í Austur-Þýskalandi og minnti í ræðu sinni á að eitt helsta baráttumál austur-þýsku mótmælendanna haustið 1989 hefði snúist um að börnin þeirra gætu lifað án ótta, rétt eins og flóttamenn sem leita til Þýskalands eftir öryggi. „Margir þeirra hafa bókstaflega sloppið naumlega frá dauða. Það segir sig sjálft að við hjálpum þeim og tökum við fólki sem leitar hælis hjá okkur,“ sagði Merkel í ræðu sinni. Gauck forseti, sem er fyrrverandi prestur og rétt eins og Merkel einnig frá Austur-Þýskalandi, tók í sama streng, hvatti menn til að óttast ekki og sagði: „Ég fagna því að langflest okkar fylgja ekki þeim sem vilja einangra Þýskaland.“ Samtökin hafa næsta mánudag boðað til mótmælasamkomu í Dresden í ellefta sinn frá því í október. Á miðvikudaginn stendur svo til að hefja samstarf PEGIDA og stjórnmálaflokks þýskra þjóðernissinna, sem heitir Alternative für Deutschland eða Valkostur fyrir Þýskaland. Flokkurinn, sem rétt eins og PEGIDA hefur verið gagnrýndur fyrir að ala á ótta við innflytjendur, á sjö fulltrúa á Evrópuþinginu þótt ekki hafi hann náð inn manni í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2013. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Stern segjast nærri 30 prósent aðspurðra geta tekið undir málflutning PEGIDA. Rúmlega 70 prósent stuðningsmanna Valkosts fyrir Þýskaland segjast, samkvæmt sömu könnun, höll undir stefnu PEGIDA.
Flóttamenn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira