„Augað“ vekur lukku í Svíþjóð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2015 22:45 Ögmundur og Birkir Már samherjar eru samherjar, bæði hjá íslenska landsliðinu og Hammarby. Mynd/Guðmundur Svansson Ögmundur Kristinsson hefur gert það gott í sænsku úrvalsdeildinni að undanförnu og átti stóran þátt í því að liði hans, Hammarby, er öruggt með sæti sitt í sænsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Ögmundur, sem er einhverra hluta vegna fékk viðurnefnið „augað“ á sig strax á fyrstu æfingu sinni, hélt hreinu í síðustu þremur leikjum liðsins fyrir landsleikjafríið. Hammarby fékk níu stig úr þeim leikjum og er í öruggri fjarlægð frá fallsvæðinu. Hann samdi við Hammarby í sumar og hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðan hann fékk leikheimild um miðjan júlí. „Það tók smá tíma eins og gengur og gerist að venjast nýju félagi en það hefur verið góður stígandi í þessu og gengið vel,“ sagði Ögmundur í samtali við Vísi í dag. Hann tók vissa áhættu þegar hann ákvað semja við danska liðið Randers um mitt síðasta tímabil til skamms tíma. Það gekk eftir því í sumar fékk Hammarby hann án greiðslu og gerði hann að aðalmarkverði sínum. „Það virðist oft erfiðast fyrir okkur markverðina að taka þetta fyrsta skref - að komast út fyrir landsteinana. Ég ákvað að kýla á þetta í Danmörku sem reyndist gæfuskref. Það hjálpaði mér að komast áfram.“Ögmundur eftir að hann samdi við Hammarby.VísirÖgmundur þurfti að bíða í nokkrar vikur til að fá leikheimild í Svíþjóð en var svo settur inn í lið Hammarby við fyrsta tækifæri og hefur haldið sínu sæti síðan. „Ég var fenginn til liðsins til að vera markmaður númer eitt en það er samkeppni í þessu liði eins og öllum. Hinn markmaðurinn fékk nokkra leiki á meðan ég beið eftir leikheimild en ég fékk tækifærið strax,“ segir Ögmundur en Hammarby er sem stendur í níunda sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta fór kannski ekki nógu vel af stað hjá okkur en við höfum haldið hreinu í síðustu þremur leikjum og náðum að vinna þá alla. Með því tryggðum við að minnsta kosti sæti okkar í deildinni sem er gott.“ Hann segir að hann hafi fundið fyrir því hversu mikið hann hefur bætt sig á því rúma ári sem hann hefur verið í Danmörku og Svíþjóð. „Sjálfstraustið er betra og það er auðvitað frábært að vera í liði eins og Hammarby þar sem maður spilar fyrir framan 30 þúsund manns á hverjum heimaleik.“Gríðarlegt hatur á milli stuðningsmannanna Það eru ávallt gríðarlega mikil læti í kringum grannaslagi Hammarby og AIK en Stokkhólmarliðin áttust við um þarsíðustu helgi. Þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum eftir að Erik Israelsson tryggði Hammarby sigur undir lok leiksins því stuðningsmenn trylltust. „Þetta var annar „derby-leikurinn“ minn og hálfgert bíó út af fyrir sig. Það er gríðarlega mikið hatur á milli liðanna en maður nær að kúpla sig úr því og hugsa bara um fótbolta. En það er alveg klárt að leikirnir skipta stuðningsmennina mjög miklu máli.“ Hann segist ekki kippa sér upp við það að standa „vitlausu“ megin á vellinum þrátt fyrir lætin í stuðningsmönnum AIK fyrir aftan sig. „Það er helst þegar maður gengur inn á völlinn að einhverju er grýtt í mann eða öskrað á mann. Sænskan er ágæt hjá mér en ekki orðin 100 prósent, sem er kannski ágætt,“ sagði hann og brosti.Ögmundur í leik með Fram sumarið 2014.VísirÁ dögunum bárust fregnir af því að Ögmundur hafi þurft að fresta brúðkaupi sínu eftir að Ísland tryggði sig á EM en hann vildi lítið gera úr því öllu saman. „Þetta var hálfgerð slúðurfréttamennska. Þetta er allt saman klappað og klárt fyrir brúðkaupið og var fyrir löngu,“ sagði markvörðurinn og hló.Sænsk handboltahetja gaf viðurnefnið Það tók ekki langan tíma fyrir Ögmund að fá sitt fyrsta viðurnefni í Svíþjóð en Claes Hellgren, styrktarþjálfari Hammarby og fyrrum landsliðsmaður Svíþjóðar í handbolta, á heiðurinn að því. „Ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Hann byrjaði að kalla mig „ögat“ [augað] strax á minni fyrstu æfingu og það festist við mig. Strax í sömu viku var þetta komið í alla fréttamiðla úti.“ „Þetta skiptir mig svo sem litlu máli og ég veit ekki hvað þetta þýðir. Það er annar nýr leikmaður sem er kallaður mýflugan þannig að ég er bara ágætlega ánægður með augað. Það er skárra en mýfluga og ég vona bara að þetta sé hrós.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Sjá meira
Ögmundur Kristinsson hefur gert það gott í sænsku úrvalsdeildinni að undanförnu og átti stóran þátt í því að liði hans, Hammarby, er öruggt með sæti sitt í sænsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Ögmundur, sem er einhverra hluta vegna fékk viðurnefnið „augað“ á sig strax á fyrstu æfingu sinni, hélt hreinu í síðustu þremur leikjum liðsins fyrir landsleikjafríið. Hammarby fékk níu stig úr þeim leikjum og er í öruggri fjarlægð frá fallsvæðinu. Hann samdi við Hammarby í sumar og hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðan hann fékk leikheimild um miðjan júlí. „Það tók smá tíma eins og gengur og gerist að venjast nýju félagi en það hefur verið góður stígandi í þessu og gengið vel,“ sagði Ögmundur í samtali við Vísi í dag. Hann tók vissa áhættu þegar hann ákvað semja við danska liðið Randers um mitt síðasta tímabil til skamms tíma. Það gekk eftir því í sumar fékk Hammarby hann án greiðslu og gerði hann að aðalmarkverði sínum. „Það virðist oft erfiðast fyrir okkur markverðina að taka þetta fyrsta skref - að komast út fyrir landsteinana. Ég ákvað að kýla á þetta í Danmörku sem reyndist gæfuskref. Það hjálpaði mér að komast áfram.“Ögmundur eftir að hann samdi við Hammarby.VísirÖgmundur þurfti að bíða í nokkrar vikur til að fá leikheimild í Svíþjóð en var svo settur inn í lið Hammarby við fyrsta tækifæri og hefur haldið sínu sæti síðan. „Ég var fenginn til liðsins til að vera markmaður númer eitt en það er samkeppni í þessu liði eins og öllum. Hinn markmaðurinn fékk nokkra leiki á meðan ég beið eftir leikheimild en ég fékk tækifærið strax,“ segir Ögmundur en Hammarby er sem stendur í níunda sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta fór kannski ekki nógu vel af stað hjá okkur en við höfum haldið hreinu í síðustu þremur leikjum og náðum að vinna þá alla. Með því tryggðum við að minnsta kosti sæti okkar í deildinni sem er gott.“ Hann segir að hann hafi fundið fyrir því hversu mikið hann hefur bætt sig á því rúma ári sem hann hefur verið í Danmörku og Svíþjóð. „Sjálfstraustið er betra og það er auðvitað frábært að vera í liði eins og Hammarby þar sem maður spilar fyrir framan 30 þúsund manns á hverjum heimaleik.“Gríðarlegt hatur á milli stuðningsmannanna Það eru ávallt gríðarlega mikil læti í kringum grannaslagi Hammarby og AIK en Stokkhólmarliðin áttust við um þarsíðustu helgi. Þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum eftir að Erik Israelsson tryggði Hammarby sigur undir lok leiksins því stuðningsmenn trylltust. „Þetta var annar „derby-leikurinn“ minn og hálfgert bíó út af fyrir sig. Það er gríðarlega mikið hatur á milli liðanna en maður nær að kúpla sig úr því og hugsa bara um fótbolta. En það er alveg klárt að leikirnir skipta stuðningsmennina mjög miklu máli.“ Hann segist ekki kippa sér upp við það að standa „vitlausu“ megin á vellinum þrátt fyrir lætin í stuðningsmönnum AIK fyrir aftan sig. „Það er helst þegar maður gengur inn á völlinn að einhverju er grýtt í mann eða öskrað á mann. Sænskan er ágæt hjá mér en ekki orðin 100 prósent, sem er kannski ágætt,“ sagði hann og brosti.Ögmundur í leik með Fram sumarið 2014.VísirÁ dögunum bárust fregnir af því að Ögmundur hafi þurft að fresta brúðkaupi sínu eftir að Ísland tryggði sig á EM en hann vildi lítið gera úr því öllu saman. „Þetta var hálfgerð slúðurfréttamennska. Þetta er allt saman klappað og klárt fyrir brúðkaupið og var fyrir löngu,“ sagði markvörðurinn og hló.Sænsk handboltahetja gaf viðurnefnið Það tók ekki langan tíma fyrir Ögmund að fá sitt fyrsta viðurnefni í Svíþjóð en Claes Hellgren, styrktarþjálfari Hammarby og fyrrum landsliðsmaður Svíþjóðar í handbolta, á heiðurinn að því. „Ég veit ekki hvaðan þetta kemur. Hann byrjaði að kalla mig „ögat“ [augað] strax á minni fyrstu æfingu og það festist við mig. Strax í sömu viku var þetta komið í alla fréttamiðla úti.“ „Þetta skiptir mig svo sem litlu máli og ég veit ekki hvað þetta þýðir. Það er annar nýr leikmaður sem er kallaður mýflugan þannig að ég er bara ágætlega ánægður með augað. Það er skárra en mýfluga og ég vona bara að þetta sé hrós.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Sjá meira