Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2015 20:00 Jón H. Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að við rannsókn slyssins hafi neðansjávarmyndavél verið notuð til að skoða aðstæður þar sem báturinn sökk og liggur á um 80 metra dýpi. Sjómenn búa við falskt öryggi ef sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta virkar ekki eins og gerðist nýlega þegar bátur fórst úti fyrri Aðalvík. Rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir málið vera alvarlegt og þarfnist ítarlegrar skoðunar. Gúmbjörgunarbátar eru er einn mikilvægasti öryggisbúnaður sem sjófarendur reiða sig á. Ef sjálvirkur sleppibúnaður þeirra virkar ekki er öryggi sjómanna stefnt í voða. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur að undanförnu rannsakað hvers vegna tveir gúmbjörgunarbátar um borð í Jóni Hákoni BA skutust ekki sjálfkrafa út þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík nýlega með þeim afleiðingum að einn skipverja fórst en tveir björguðust naumlega. Jón H. Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að við rannsókn slyssins hafi neðansjávarmyndavél verið notuð til að skoða aðstæður þar sem báturinn sökk og liggur á um 80 metra dýpi. „Annar báturinn sat bara í sínum gálga eins og gengið er frá honum eftir skoðun og annað. Hinn báturinn var að vísu laus en lá á botninum sem er út af fyrir sig athyglivert,“ segir Jón. Fanglína hafi verið tengd við bátinn. Rannsaka þurfi hvers vegna bátarnir blésu ekki upp sjálfkrafa eins og þeir áttu að gera, en svipað atvik átti sér stað árið 2005 þegar sleppibúnaður annar tveggja báta virkaði heldur ekki. „Þarna á ögurstundu brást þessi búnaður og það er alvarlegt mál því þetta er öryggisatriði sem skiptir máli og hefði skipt miklu máli þarna,“ segir Jón. Enda hvolfdi Jóni Hákoni svo hratt að skipverjar höfðu ekki tíma til að komast í flotgalla. Þetta mál verði tekið fyrir í rannsóknarnefndinni en ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða og jafnvel skoða sleppibúnað allra báta. En búnaður um borð í Jóni Hákoni fór í árlega skoðun í nóvember í fyrra.Sjómenn reiða sig á þennan búnað, þeir búa þá kannski við falskt öryggi? „Í þessu tilfelli var þetta falskt öryggi já. Það er bara óhætt að segja það eins og það er,“ segir Jón. Þetta gefi tilefni til að skoða þennan búnað í öðrum skipum. Það sé ástæða til að skoða verklag við skoðanir á búnaðinum. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Sjómenn búa við falskt öryggi ef sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta virkar ekki eins og gerðist nýlega þegar bátur fórst úti fyrri Aðalvík. Rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir málið vera alvarlegt og þarfnist ítarlegrar skoðunar. Gúmbjörgunarbátar eru er einn mikilvægasti öryggisbúnaður sem sjófarendur reiða sig á. Ef sjálvirkur sleppibúnaður þeirra virkar ekki er öryggi sjómanna stefnt í voða. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur að undanförnu rannsakað hvers vegna tveir gúmbjörgunarbátar um borð í Jóni Hákoni BA skutust ekki sjálfkrafa út þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík nýlega með þeim afleiðingum að einn skipverja fórst en tveir björguðust naumlega. Jón H. Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að við rannsókn slyssins hafi neðansjávarmyndavél verið notuð til að skoða aðstæður þar sem báturinn sökk og liggur á um 80 metra dýpi. „Annar báturinn sat bara í sínum gálga eins og gengið er frá honum eftir skoðun og annað. Hinn báturinn var að vísu laus en lá á botninum sem er út af fyrir sig athyglivert,“ segir Jón. Fanglína hafi verið tengd við bátinn. Rannsaka þurfi hvers vegna bátarnir blésu ekki upp sjálfkrafa eins og þeir áttu að gera, en svipað atvik átti sér stað árið 2005 þegar sleppibúnaður annar tveggja báta virkaði heldur ekki. „Þarna á ögurstundu brást þessi búnaður og það er alvarlegt mál því þetta er öryggisatriði sem skiptir máli og hefði skipt miklu máli þarna,“ segir Jón. Enda hvolfdi Jóni Hákoni svo hratt að skipverjar höfðu ekki tíma til að komast í flotgalla. Þetta mál verði tekið fyrir í rannsóknarnefndinni en ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða og jafnvel skoða sleppibúnað allra báta. En búnaður um borð í Jóni Hákoni fór í árlega skoðun í nóvember í fyrra.Sjómenn reiða sig á þennan búnað, þeir búa þá kannski við falskt öryggi? „Í þessu tilfelli var þetta falskt öryggi já. Það er bara óhætt að segja það eins og það er,“ segir Jón. Þetta gefi tilefni til að skoða þennan búnað í öðrum skipum. Það sé ástæða til að skoða verklag við skoðanir á búnaðinum.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20
Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05
Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37
Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30