Eygló sé ömurlegur velferðarráðherra alveg eins og Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson. Þeir eru báðir Samfylkingarmenn. Árni Páll var félags- og tryggingamálaráðherra á þingárinu 2009 til 2010 en Guðbjartur Hannesson tók við stöðunni og sat svo sem velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013.
Eygló boðaði tvö húsnæðismálafrumvörp á liðnu þingi en hvorugt þeirra varð að veruleika og urðu um þau nokkrar deilur. Bjarni Benediktsson hvatti hana til að draga þau tilbaka að hennar sögn eftir kostnaðarmat í fjármálaráðuneytinu.
Guðfinna hefur starfað í húsnæðismálum lengi en hún sat á árunum 2002 til 2011 í stjórn húseigendafélagsins, starfaði hjá Húsnæðisstofnun ríkisins á árunum 1997 til 1999, starfaði hjá Íbúðalánasjóði rétt fyrir aldamót, því næst hjá félagsmálaráðuneytinu og nú hjá lögmannstofunni Fasteignamál.
Guðfinna segist í færslunni gera sér grein fyrir því að hún megi ekki segja þetta áður en hún lætur skoðun sína flakka. Færsluna má sjá hér að neðan.