Fótbolti

Birkir klikkaði á víti þegar Basel féll úr leik í svissneska bikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir og félagar geta huggað sig við að vera komnir áfram í Evrópudeildinni.
Birkir og félagar geta huggað sig við að vera komnir áfram í Evrópudeildinni. vísir/epa
Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru úr leik í svissnesku bikarkeppninni eftir tap í vítaspyrnukeppni fyrir Sion í 8-liða úrslitum í dag.

Staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit.

Birkir fór illa að ráði sínu í vítakeppninni en hann skaut yfir úr sinni spyrnu þegar staðan var 1-2, Basel í vil.

Sion-menn nýttu allar þrjár spyrnurnar sem þeir áttu eftir en argentínski miðvörðurinn Walter Samuel misnotaði einnig sína spyrnu fyrir Basel. Sion hafði því betur í vítakeppninni, 4-3.

Birkir var í byrjunarliði Basel og lék allan leikinn. Basel hefur 11 sinnum unnið bikarkeppnina en það gerðist síðast árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×