Fótbolti

Zlatan skoraði tvö þegar PSG náði 17 stiga forystu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan er markahæstur í frönsku úrvalsdeildinni með 14 mörk.
Zlatan er markahæstur í frönsku úrvalsdeildinni með 14 mörk. vísir/getty
Það er lítil spenna í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem Paris Saint-Germain er með yfirburðastöðu.

Meistararnir unnu 5-1 sigur á Lyon í kvöld og náðu þar með 17 stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins 18 umferðum er lokið.

Zlatan Ibrahimovic kom PSG yfir strax á 11. mínútu og sex mínútum síðar jók Fílabeinsstrendingurinn Serge Aurier muninn í 2-0.

Jordan Ferri hleypti smá spennu í leikinn þegar hann minnkaði muninn á 24. mínútu en Edinson Cavani kom PSG aftur í bílstjórasætið þegar hann skoraði þriðja mark liðsins á 61. mínútu.

Zlatan bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu á 77. mínútu og það var svo varamaðurinn Lucas Moura sem negldi síðasta naglann í kistu Lyon þegar hann skoraði fimmta markið í uppbótartíma. Lokatölur 5-1, PSG í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×