Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, tilkynnti í dag að Daniel Sturridge yrði ekki með liðinu í leiknum gegn Sion í Evrópudeildinni annað kvöld.
Sturridge sem er nýkominn af stað á ný eftir meiðsli skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins á Aston Villa um helgina en hann lék aðeins 17 leiki á síðasta tímabili vegna meiðsla.
Liverpool á leik gegn svissneska félaginu Sion á morgun en handan við hornið er nágrannaslagur gegn Everton á Goodison Park á sunnudaginn.
„Daniel mun ekki vera með á morgun, hann hefur lagt mikið á sig undanfarnar vikur og við þurfum að gæta upp á hann. Hann verður vonandi ferskur í leiknum um helgina, hann gefur okkur aukinn kraft í sóknarleikinn,“ sagði Rodgers.
Sturridge fær hvíld annað kvöld

Tengdar fréttir

Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin
Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.