Höskuldur segir tímasóun að velta fyrir sér nýjum flugvelli í Hvassahrauni Birgir Olgeirsson skrifar 26. júní 2015 13:11 Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis. Vísir/GVA „Ég held að það sé tímasóun að velta því fyrir sér,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í samtali við Vísi þar sem hann er spurður út í niðurstöðu Rögnunefndarinnar sem segir hagkvæmast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir,“ segir Höskuldur og talar þar um Keflavíkurflugvöll. „Ég tel einfaldlega of stutt á milli og tel ólíklegt að það verði meirihluti fyrir því á Alþingi setja meira en 25 milljarða í byggingu nýs flugvallar, sem er í rauninni meira en við leggjum í samgöngumálin á einu ári,“ segir Höskuldur. Hann segir það jákvæða við skýrslu Rögnunefndarinnar að búið sé að útiloka möguleika eins og Hólmsheiði, Löngusker og Bessastaðanes. „Það er í rauninni sagt að möguleikinn sé Hvassahraunið. Í mínum huga staðfestir skýrslan að Vatnsmýrin er langbesti kosturinn og í rauninni galli að nefndin hafi ekki átt að taka þann stað með inn í reikninginn. Mér finnst það liggja á milli línananna að það sé besti kosturinn,“ segir Höskuldur. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gagnrýnt tillögu um nýjan flugvöll í Hvassahrauni á Facebook og segir ekki koma til greina að ríkið beri þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll.22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir þessa niðurstöðu ekki lausnina á því hvort innanlandsflugið ætti að vera áfram í Vatnsmýri.Tja...ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. 1) Er Hvassahraun í Reykjavík? 2) Var hlutverk nefndarinnar að finna...Posted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Thursday, June 25, 2015 Tengdar fréttir Nýr völlur fjarlægur möguleiki Formaður bæjarráðs Voga segir tillögur um flugvöllinn koma sér svolítið á óvart. 26. júní 2015 07:00 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Hið opinbera og einkaaðilar starfi saman að undirbúningi nýs vallar Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með rannsóknum næsta vetur. Kannaðar verði forsendur þess að undirbúningur og uppbygging flugvallarins verði í samstarfi hins opinbera og einkaaðila. 26. júní 2015 07:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
„Ég held að það sé tímasóun að velta því fyrir sér,“ segir Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í samtali við Vísi þar sem hann er spurður út í niðurstöðu Rögnunefndarinnar sem segir hagkvæmast að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Mín skoðun er sú að ég held að það verði aldrei meirihluti fyrir því á Alþingi að byggja alþjóðaflugvöll rétt hjá þeim sem er fyrir,“ segir Höskuldur og talar þar um Keflavíkurflugvöll. „Ég tel einfaldlega of stutt á milli og tel ólíklegt að það verði meirihluti fyrir því á Alþingi setja meira en 25 milljarða í byggingu nýs flugvallar, sem er í rauninni meira en við leggjum í samgöngumálin á einu ári,“ segir Höskuldur. Hann segir það jákvæða við skýrslu Rögnunefndarinnar að búið sé að útiloka möguleika eins og Hólmsheiði, Löngusker og Bessastaðanes. „Það er í rauninni sagt að möguleikinn sé Hvassahraunið. Í mínum huga staðfestir skýrslan að Vatnsmýrin er langbesti kosturinn og í rauninni galli að nefndin hafi ekki átt að taka þann stað með inn í reikninginn. Mér finnst það liggja á milli línananna að það sé besti kosturinn,“ segir Höskuldur. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gagnrýnt tillögu um nýjan flugvöll í Hvassahrauni á Facebook og segir ekki koma til greina að ríkið beri þann kostnað sem hlýst af framkvæmdum við nýjan flugvöll.22 milljarðar króna í nýjan flugvöll. Kemur ekki til greina að ríkið beri þann kostnað, augljóst að Dagur ætlar borgarbúum að borga brúsann.Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Friday, June 26, 2015Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir þessa niðurstöðu ekki lausnina á því hvort innanlandsflugið ætti að vera áfram í Vatnsmýri.Tja...ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. 1) Er Hvassahraun í Reykjavík? 2) Var hlutverk nefndarinnar að finna...Posted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Thursday, June 25, 2015
Tengdar fréttir Nýr völlur fjarlægur möguleiki Formaður bæjarráðs Voga segir tillögur um flugvöllinn koma sér svolítið á óvart. 26. júní 2015 07:00 Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33 Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35 Hið opinbera og einkaaðilar starfi saman að undirbúningi nýs vallar Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með rannsóknum næsta vetur. Kannaðar verði forsendur þess að undirbúningur og uppbygging flugvallarins verði í samstarfi hins opinbera og einkaaðila. 26. júní 2015 07:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Nýr völlur fjarlægur möguleiki Formaður bæjarráðs Voga segir tillögur um flugvöllinn koma sér svolítið á óvart. 26. júní 2015 07:00
Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. 26. júní 2015 12:33
Forseti bæjarstjórnar segir skiptar skoðanir á mögulegum flugvelli í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir segir að ekki eigi að útiloka neina möguleika og segir Hvassahraun verða skoðað nánar sem mögulegt flugvallarstæði. 26. júní 2015 12:35
Hið opinbera og einkaaðilar starfi saman að undirbúningi nýs vallar Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með rannsóknum næsta vetur. Kannaðar verði forsendur þess að undirbúningur og uppbygging flugvallarins verði í samstarfi hins opinbera og einkaaðila. 26. júní 2015 07:00