Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. júní 2015 12:33 Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. Vísir/Stefán Almennt er ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala, að því er segir í skýrslu Rögnu-nefndarinnar. Sé forgangsakstur notaður við flutning frá mögulegum flugvelli í Hvassahrauni má hins vegar gera ráð fyrir að flutningstíminn lengist um allt að 11,5 mínútur frá því sem nú er. Hvassahraun er það flugvallarstæði sem skoðað var sem er í mestri vegalengd frá Landspítalanum. Voru því gerðar mælingar á flutngstímanum þaðan á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að flutningstíminn af hinum flugvallarstæðunum á Landspítalanum verði styttri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að alla jafna sé ekki talin þörf á forgangsakstri frá flugvellinum þar sem sjúklingar séu þegar komnir undir hendur heilbrigðisstarfsfólks í flutningunum. „Ef ég man rétt eftir umfjöllun þá erum við að tala um að meðaltími sjúkraflugs sé eitthvað um 150 mínútur sem þýðir það að viðkomandi sjúklingur er búinn að vera undir umsjón heilbrigðisstarfsfólks, sem er búið að undirbúa hann undir flutning og gera einhverjar ráðstafanir, sem gerir það að verkum að þetta krefst kannski ekki forgangsflutnings þessir síðustu metrar inn á spítalann. Það er búið að undirbúa sjúklinginn það vel fyrir flutninginn sjálfan,“ segir hann. En hversu miklu máli telur þú að þessar mínútur skipta, miðað við reynsluna? „Það er náttúrulega búið að vera að flytja viðkomandi sjúkling í vel á þriðja klukkutíma, þá kæmi mér á óvart ef þessar síðustu mínútur myndu skipta sköpum hvað hann varðar,“ segir hann. Jón Viðar segir að sá tími sem fari í akstur frá flugvellinum í Reykjavík og á Landspítalann sé lítill hluti heildarflutningstíma sjúklinga. „Þessi litli leggur sem að kemur á okkar borð hér í Reykjavík, er kannski bara brota brot af heildartímanum,“ segir hann. „Hvort að það skipti öllu máli, þarf náttúrulega bara að ræða frekar og fara í dýpri greiningar en svona alla vega líta staðreyndirnar út í dag.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Almennt er ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala, að því er segir í skýrslu Rögnu-nefndarinnar. Sé forgangsakstur notaður við flutning frá mögulegum flugvelli í Hvassahrauni má hins vegar gera ráð fyrir að flutningstíminn lengist um allt að 11,5 mínútur frá því sem nú er. Hvassahraun er það flugvallarstæði sem skoðað var sem er í mestri vegalengd frá Landspítalanum. Voru því gerðar mælingar á flutngstímanum þaðan á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að flutningstíminn af hinum flugvallarstæðunum á Landspítalanum verði styttri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að alla jafna sé ekki talin þörf á forgangsakstri frá flugvellinum þar sem sjúklingar séu þegar komnir undir hendur heilbrigðisstarfsfólks í flutningunum. „Ef ég man rétt eftir umfjöllun þá erum við að tala um að meðaltími sjúkraflugs sé eitthvað um 150 mínútur sem þýðir það að viðkomandi sjúklingur er búinn að vera undir umsjón heilbrigðisstarfsfólks, sem er búið að undirbúa hann undir flutning og gera einhverjar ráðstafanir, sem gerir það að verkum að þetta krefst kannski ekki forgangsflutnings þessir síðustu metrar inn á spítalann. Það er búið að undirbúa sjúklinginn það vel fyrir flutninginn sjálfan,“ segir hann. En hversu miklu máli telur þú að þessar mínútur skipta, miðað við reynsluna? „Það er náttúrulega búið að vera að flytja viðkomandi sjúkling í vel á þriðja klukkutíma, þá kæmi mér á óvart ef þessar síðustu mínútur myndu skipta sköpum hvað hann varðar,“ segir hann. Jón Viðar segir að sá tími sem fari í akstur frá flugvellinum í Reykjavík og á Landspítalann sé lítill hluti heildarflutningstíma sjúklinga. „Þessi litli leggur sem að kemur á okkar borð hér í Reykjavík, er kannski bara brota brot af heildartímanum,“ segir hann. „Hvort að það skipti öllu máli, þarf náttúrulega bara að ræða frekar og fara í dýpri greiningar en svona alla vega líta staðreyndirnar út í dag.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira