Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. júní 2015 12:33 Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. Vísir/Stefán Almennt er ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala, að því er segir í skýrslu Rögnu-nefndarinnar. Sé forgangsakstur notaður við flutning frá mögulegum flugvelli í Hvassahrauni má hins vegar gera ráð fyrir að flutningstíminn lengist um allt að 11,5 mínútur frá því sem nú er. Hvassahraun er það flugvallarstæði sem skoðað var sem er í mestri vegalengd frá Landspítalanum. Voru því gerðar mælingar á flutngstímanum þaðan á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að flutningstíminn af hinum flugvallarstæðunum á Landspítalanum verði styttri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að alla jafna sé ekki talin þörf á forgangsakstri frá flugvellinum þar sem sjúklingar séu þegar komnir undir hendur heilbrigðisstarfsfólks í flutningunum. „Ef ég man rétt eftir umfjöllun þá erum við að tala um að meðaltími sjúkraflugs sé eitthvað um 150 mínútur sem þýðir það að viðkomandi sjúklingur er búinn að vera undir umsjón heilbrigðisstarfsfólks, sem er búið að undirbúa hann undir flutning og gera einhverjar ráðstafanir, sem gerir það að verkum að þetta krefst kannski ekki forgangsflutnings þessir síðustu metrar inn á spítalann. Það er búið að undirbúa sjúklinginn það vel fyrir flutninginn sjálfan,“ segir hann. En hversu miklu máli telur þú að þessar mínútur skipta, miðað við reynsluna? „Það er náttúrulega búið að vera að flytja viðkomandi sjúkling í vel á þriðja klukkutíma, þá kæmi mér á óvart ef þessar síðustu mínútur myndu skipta sköpum hvað hann varðar,“ segir hann. Jón Viðar segir að sá tími sem fari í akstur frá flugvellinum í Reykjavík og á Landspítalann sé lítill hluti heildarflutningstíma sjúklinga. „Þessi litli leggur sem að kemur á okkar borð hér í Reykjavík, er kannski bara brota brot af heildartímanum,“ segir hann. „Hvort að það skipti öllu máli, þarf náttúrulega bara að ræða frekar og fara í dýpri greiningar en svona alla vega líta staðreyndirnar út í dag.“ Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Almennt er ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala, að því er segir í skýrslu Rögnu-nefndarinnar. Sé forgangsakstur notaður við flutning frá mögulegum flugvelli í Hvassahrauni má hins vegar gera ráð fyrir að flutningstíminn lengist um allt að 11,5 mínútur frá því sem nú er. Hvassahraun er það flugvallarstæði sem skoðað var sem er í mestri vegalengd frá Landspítalanum. Voru því gerðar mælingar á flutngstímanum þaðan á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að flutningstíminn af hinum flugvallarstæðunum á Landspítalanum verði styttri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að alla jafna sé ekki talin þörf á forgangsakstri frá flugvellinum þar sem sjúklingar séu þegar komnir undir hendur heilbrigðisstarfsfólks í flutningunum. „Ef ég man rétt eftir umfjöllun þá erum við að tala um að meðaltími sjúkraflugs sé eitthvað um 150 mínútur sem þýðir það að viðkomandi sjúklingur er búinn að vera undir umsjón heilbrigðisstarfsfólks, sem er búið að undirbúa hann undir flutning og gera einhverjar ráðstafanir, sem gerir það að verkum að þetta krefst kannski ekki forgangsflutnings þessir síðustu metrar inn á spítalann. Það er búið að undirbúa sjúklinginn það vel fyrir flutninginn sjálfan,“ segir hann. En hversu miklu máli telur þú að þessar mínútur skipta, miðað við reynsluna? „Það er náttúrulega búið að vera að flytja viðkomandi sjúkling í vel á þriðja klukkutíma, þá kæmi mér á óvart ef þessar síðustu mínútur myndu skipta sköpum hvað hann varðar,“ segir hann. Jón Viðar segir að sá tími sem fari í akstur frá flugvellinum í Reykjavík og á Landspítalann sé lítill hluti heildarflutningstíma sjúklinga. „Þessi litli leggur sem að kemur á okkar borð hér í Reykjavík, er kannski bara brota brot af heildartímanum,“ segir hann. „Hvort að það skipti öllu máli, þarf náttúrulega bara að ræða frekar og fara í dýpri greiningar en svona alla vega líta staðreyndirnar út í dag.“
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira