Telur ólíklegt að aukinn ferðatími breyti miklu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. júní 2015 12:33 Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að sjaldan sé talin þörf á að flytja fólk með forgangsakstri frá flugvellinum á Landspítalann. Vísir/Stefán Almennt er ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala, að því er segir í skýrslu Rögnu-nefndarinnar. Sé forgangsakstur notaður við flutning frá mögulegum flugvelli í Hvassahrauni má hins vegar gera ráð fyrir að flutningstíminn lengist um allt að 11,5 mínútur frá því sem nú er. Hvassahraun er það flugvallarstæði sem skoðað var sem er í mestri vegalengd frá Landspítalanum. Voru því gerðar mælingar á flutngstímanum þaðan á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að flutningstíminn af hinum flugvallarstæðunum á Landspítalanum verði styttri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að alla jafna sé ekki talin þörf á forgangsakstri frá flugvellinum þar sem sjúklingar séu þegar komnir undir hendur heilbrigðisstarfsfólks í flutningunum. „Ef ég man rétt eftir umfjöllun þá erum við að tala um að meðaltími sjúkraflugs sé eitthvað um 150 mínútur sem þýðir það að viðkomandi sjúklingur er búinn að vera undir umsjón heilbrigðisstarfsfólks, sem er búið að undirbúa hann undir flutning og gera einhverjar ráðstafanir, sem gerir það að verkum að þetta krefst kannski ekki forgangsflutnings þessir síðustu metrar inn á spítalann. Það er búið að undirbúa sjúklinginn það vel fyrir flutninginn sjálfan,“ segir hann. En hversu miklu máli telur þú að þessar mínútur skipta, miðað við reynsluna? „Það er náttúrulega búið að vera að flytja viðkomandi sjúkling í vel á þriðja klukkutíma, þá kæmi mér á óvart ef þessar síðustu mínútur myndu skipta sköpum hvað hann varðar,“ segir hann. Jón Viðar segir að sá tími sem fari í akstur frá flugvellinum í Reykjavík og á Landspítalann sé lítill hluti heildarflutningstíma sjúklinga. „Þessi litli leggur sem að kemur á okkar borð hér í Reykjavík, er kannski bara brota brot af heildartímanum,“ segir hann. „Hvort að það skipti öllu máli, þarf náttúrulega bara að ræða frekar og fara í dýpri greiningar en svona alla vega líta staðreyndirnar út í dag.“ Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Almennt er ekki ekið með bláum ljósum frá flugvelli á spítala, að því er segir í skýrslu Rögnu-nefndarinnar. Sé forgangsakstur notaður við flutning frá mögulegum flugvelli í Hvassahrauni má hins vegar gera ráð fyrir að flutningstíminn lengist um allt að 11,5 mínútur frá því sem nú er. Hvassahraun er það flugvallarstæði sem skoðað var sem er í mestri vegalengd frá Landspítalanum. Voru því gerðar mælingar á flutngstímanum þaðan á Landspítalanum. Gert er ráð fyrir því í skýrslunni að flutningstíminn af hinum flugvallarstæðunum á Landspítalanum verði styttri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að alla jafna sé ekki talin þörf á forgangsakstri frá flugvellinum þar sem sjúklingar séu þegar komnir undir hendur heilbrigðisstarfsfólks í flutningunum. „Ef ég man rétt eftir umfjöllun þá erum við að tala um að meðaltími sjúkraflugs sé eitthvað um 150 mínútur sem þýðir það að viðkomandi sjúklingur er búinn að vera undir umsjón heilbrigðisstarfsfólks, sem er búið að undirbúa hann undir flutning og gera einhverjar ráðstafanir, sem gerir það að verkum að þetta krefst kannski ekki forgangsflutnings þessir síðustu metrar inn á spítalann. Það er búið að undirbúa sjúklinginn það vel fyrir flutninginn sjálfan,“ segir hann. En hversu miklu máli telur þú að þessar mínútur skipta, miðað við reynsluna? „Það er náttúrulega búið að vera að flytja viðkomandi sjúkling í vel á þriðja klukkutíma, þá kæmi mér á óvart ef þessar síðustu mínútur myndu skipta sköpum hvað hann varðar,“ segir hann. Jón Viðar segir að sá tími sem fari í akstur frá flugvellinum í Reykjavík og á Landspítalann sé lítill hluti heildarflutningstíma sjúklinga. „Þessi litli leggur sem að kemur á okkar borð hér í Reykjavík, er kannski bara brota brot af heildartímanum,“ segir hann. „Hvort að það skipti öllu máli, þarf náttúrulega bara að ræða frekar og fara í dýpri greiningar en svona alla vega líta staðreyndirnar út í dag.“
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira