Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2015 16:15 Sepp Blatter, forseti FIFA, Vísir/EPA Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í miðju fjölmiðlafári í lok maímánaðar en aðeins nokkrum dögum síðar gaf hann það út að hann ætlaði að hætta og boða til nýrra forsetakosninga. FIFA hafði fengið á sig mikla gagnrýni í kringum þingið og háttsettir menn innan sambandsins höfðu verið handteknir skömmu fyrir FIFA-þingið. Blatter stóð það hinsvegar af sér og var endurkjörinn þrátt fyrir harða mótstöðu frá UEFA-ríkjum. Nú virðist vera komið aðeins annað hljóð í þennan 79 ára gamla Svisslending sem hefur verið forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins síðan 1998. „Ég sagði ekki af mér. Ég setti mig sjálfan og mitt starf í hendurnar á FIFA-þinginu," sagði Sepp Blatter í viðtali við svissneska blaðið Blick. FIFA hefur nú staðfest að rétt hafi verið haft eftir forseta FIFA í umræddu viðtali og það væri ekki í fyrsta sinn sem hann siglir í gegnum öldusjó með segja eitt og gera síðan allt annað þegar á hólminn er komið. „Við getum staðfest það að rétt er haft eftir Blatter í Blick. Hinsvegar er hann að tala á sömu nótum og hann gerði i í ræðu sinni 2. júní," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Nýjar forsetakosningar áttu að fara fram sem fyrst og fara væntanlega fram í lok þessa ár eða í maí 2016. Það gæti farið svo að Blatter verði þar í framboði eins og 2002, 2007, 2011 og 2015. Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í miðju fjölmiðlafári í lok maímánaðar en aðeins nokkrum dögum síðar gaf hann það út að hann ætlaði að hætta og boða til nýrra forsetakosninga. FIFA hafði fengið á sig mikla gagnrýni í kringum þingið og háttsettir menn innan sambandsins höfðu verið handteknir skömmu fyrir FIFA-þingið. Blatter stóð það hinsvegar af sér og var endurkjörinn þrátt fyrir harða mótstöðu frá UEFA-ríkjum. Nú virðist vera komið aðeins annað hljóð í þennan 79 ára gamla Svisslending sem hefur verið forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins síðan 1998. „Ég sagði ekki af mér. Ég setti mig sjálfan og mitt starf í hendurnar á FIFA-þinginu," sagði Sepp Blatter í viðtali við svissneska blaðið Blick. FIFA hefur nú staðfest að rétt hafi verið haft eftir forseta FIFA í umræddu viðtali og það væri ekki í fyrsta sinn sem hann siglir í gegnum öldusjó með segja eitt og gera síðan allt annað þegar á hólminn er komið. „Við getum staðfest það að rétt er haft eftir Blatter í Blick. Hinsvegar er hann að tala á sömu nótum og hann gerði i í ræðu sinni 2. júní," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Nýjar forsetakosningar áttu að fara fram sem fyrst og fara væntanlega fram í lok þessa ár eða í maí 2016. Það gæti farið svo að Blatter verði þar í framboði eins og 2002, 2007, 2011 og 2015.
Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira